Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2025 14:31 Dmitrí Peskóv og Vladimír Pútín. EPA/SERGEI ILNITSKY „Hin sértæka hernaðaraðgerð mun halda áfram.“ Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í morgun. Þá vísaði hann til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því í gær um að Pútín hefði tíu til tólf daga til að binda enda á innrásina í Úkraínu. Peskóv sagði yfirvöld í Rússlandi hafa tekið eftir ummælum Trumps um frestinn og það að hann hefði lítinn áhuga á að ræða frekar við Pútín. Talsmaðurinn sagðist þó ekki vilja reyna að túlka sérstaklega orð Trumps. Trump sagðist í gær vera verulega vonsvikinn í garð Pútíns. Hann hafi nokkrum sinnum staðið í þeirri trú, eftir að hafa talað við Pútín, um að hægt væri að binda enda á stríðið en það hafi aldrei gengið eftir. „Við héldum nokkrum sinnum að við værum að ljúka þessu en þá byrjaði Pútín að skjóta eldflaugum inn í einhverja borg, eins og Kiyv, og drepur mikið af fólki á elliheimili eða einhvers staðar. Við erum með lík um alla götuna,“ sagði Trump. Trump sagði þetta ekki leiðina til að koma á friði og að hann væri mjög vonsvikinn í garð Pútíns. Sjá einnig: Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Þá sagðist Trump ætla að stytta þann frest sem Pútín hefði til að semja um frið úr fimmtíu dögum í tíu til tólf daga. Fyrr í þessum mánuði hótaði Trump að beita Rússlands frekari refsiaðgerðum verði ekki búið að semja áður en fresturinn rennur út. Þær refsiaðgerðir fela samkvæmt Trump í sér að setja hundrað prósenta toll á vörur frá Rússlandi og ríkjum sem versla við Rússa. Það er í samræmi við frumvarp sem samið var af þingmönnum beggja flokka í öldungadeild Bandaríkjaþings en aldrei hefur verið greitt atkvæði um. Sjá einnig: Mun þingið fara fram hjá Trump? Þá sagði Trump í gær að þó hann sagðist ætla að stytta frestinn væri hann nokkuð viss um hvert svar Pútins yrði og gaf til kynna að Pútin myndi ekki binda enda á stríðið. Það virðist hafa verið rétt hjá Trump, ef marka má orð Peskóvs í morgun. Eins og áður segir var Peskóv spurður út í orð Trumps í morgun og sagði hann berum orðum að Rússar myndu ekki hætta innrásinni í Úkraínu. Peskóv hélt því einnig fram að Rússar væru mjög til í að ná fram markmiðum sínum í Úkraínu með friðsömum hætti. Markmið Rússa og kröfur þeirra í garð Úkraínumanna virðast lítið hafa breyst frá því innrás þeirra hófst í febrúar 2022. Úkraínumenn hafa ítrekað sagt þessar kröfur vera óásættanlegar þar sem þær geri ríkið berskjaldað gegn annarri innrás og að Úkraína verði í raun leppríki Rússlands. Um uppgjöf væri að ræða. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Vladimír Pútín Donald Trump Hernaður Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Peskóv sagði yfirvöld í Rússlandi hafa tekið eftir ummælum Trumps um frestinn og það að hann hefði lítinn áhuga á að ræða frekar við Pútín. Talsmaðurinn sagðist þó ekki vilja reyna að túlka sérstaklega orð Trumps. Trump sagðist í gær vera verulega vonsvikinn í garð Pútíns. Hann hafi nokkrum sinnum staðið í þeirri trú, eftir að hafa talað við Pútín, um að hægt væri að binda enda á stríðið en það hafi aldrei gengið eftir. „Við héldum nokkrum sinnum að við værum að ljúka þessu en þá byrjaði Pútín að skjóta eldflaugum inn í einhverja borg, eins og Kiyv, og drepur mikið af fólki á elliheimili eða einhvers staðar. Við erum með lík um alla götuna,“ sagði Trump. Trump sagði þetta ekki leiðina til að koma á friði og að hann væri mjög vonsvikinn í garð Pútíns. Sjá einnig: Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Þá sagðist Trump ætla að stytta þann frest sem Pútín hefði til að semja um frið úr fimmtíu dögum í tíu til tólf daga. Fyrr í þessum mánuði hótaði Trump að beita Rússlands frekari refsiaðgerðum verði ekki búið að semja áður en fresturinn rennur út. Þær refsiaðgerðir fela samkvæmt Trump í sér að setja hundrað prósenta toll á vörur frá Rússlandi og ríkjum sem versla við Rússa. Það er í samræmi við frumvarp sem samið var af þingmönnum beggja flokka í öldungadeild Bandaríkjaþings en aldrei hefur verið greitt atkvæði um. Sjá einnig: Mun þingið fara fram hjá Trump? Þá sagði Trump í gær að þó hann sagðist ætla að stytta frestinn væri hann nokkuð viss um hvert svar Pútins yrði og gaf til kynna að Pútin myndi ekki binda enda á stríðið. Það virðist hafa verið rétt hjá Trump, ef marka má orð Peskóvs í morgun. Eins og áður segir var Peskóv spurður út í orð Trumps í morgun og sagði hann berum orðum að Rússar myndu ekki hætta innrásinni í Úkraínu. Peskóv hélt því einnig fram að Rússar væru mjög til í að ná fram markmiðum sínum í Úkraínu með friðsömum hætti. Markmið Rússa og kröfur þeirra í garð Úkraínumanna virðast lítið hafa breyst frá því innrás þeirra hófst í febrúar 2022. Úkraínumenn hafa ítrekað sagt þessar kröfur vera óásættanlegar þar sem þær geri ríkið berskjaldað gegn annarri innrás og að Úkraína verði í raun leppríki Rússlands. Um uppgjöf væri að ræða.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Vladimír Pútín Donald Trump Hernaður Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira