Innlent

Fjalla­baks­leið syðri lokuð vegna vatnavaxta

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vegfarendur eru beðnir um að halda sig frá Fjallabaksleið syðri.
Vegfarendur eru beðnir um að halda sig frá Fjallabaksleið syðri. Vegagerðin

Lokað hefur verið fyrir umferð um Fjallabaksleið syðri norðan Mýrdalsjökuls. Ástæðan eru miklir vatnavextir og breytingar á árfarvegi. Um er að ræða vegakaflann frá Hólmsá að Mælifelli. Allur akstur er bannaður.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni eru vegfarendur beðnir um að virða lokunina og fara ekki inn á svæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×