Lífið

Tug­þúsundir vottuðu Ozzy virðingu

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Börn Ozzy Osbourne, Jack og Kelly, hugga ekkju hans, Sharon Osbourne, í Birmingham í dag.
Börn Ozzy Osbourne, Jack og Kelly, hugga ekkju hans, Sharon Osbourne, í Birmingham í dag. Getty

Tugþúsundir komu saman á götum Birmingham í Bretlandi í dag til að votta myrkraprinsinum og rokkgoðsögninni Ozzy Osbourne virðingu sína og fylgja honum síðasta spölinn.

Lúðrasveit sem lék lög eftir Osbourne gekk á undan líkbílnum og fjölskylda hans staldraði við á Black Sabbath-brúnni sem var nefnd í höfuð hljómsveitar Ozzy sem var stofnuð í borginni.

Fjöldi fólks hefur lagt kerti, blóm og bréf á brúna og það var tilfinningaþrungin stund þegar ekkja hans, Sharon Osbourne, og börn, Kelly og Jack Osbourne, virti það fyrir sér og þakkaði viðstöddum. Útförin fer fram í kyrrþey á morgun.

Ozzy fæddist 3. desember 1948 í Marston Green, ólst upp í Birmingham, átti gríðarlega farsælan tónlistarferil og lést þriðjudaginn 22. júlí, 76 ára að aldri, eftir baráttu við Parkinson-sjúkdóminn og önnur veikindi.


Tengdar fréttir

Ozzy Osbourne allur

Breska rokkstjarnan Ozzy Osbourne er látinn 76 ára að aldri. Fjölskylda hans greinir frá þessu. Áhrif hans á rokksöguna voru mikil, og hlaut hann viðurnefnið myrkraprinsinn.

Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper

Johnny Depp birtist óvænt uppi á sviði á tónleikum rokkarans Alice Cooper í Lundúnum og saman heiðruðu þeir minningu Ozzy Osbourne með flutningi á „Paranoid“ eftir Black Sabbath.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.