Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2025 07:31 Tom Brady var ekki aðdáandi vinnubragða Wayne Rooney hjá Birmingham og enska goðsögnina var rekinn eftir tæpa þrjá mánuði. Getty/Chris Brunskill/Jonathan Moscrop Tom Brady var ekkert bara upp á punt þegar kemur að enska fótboltaliðinu Birmingham City. Þessi NFL goðsögn hafði sterkar skoðanir á stjóra og leikmönnum félagsins. Eftir að Brady gerðist meðeigandi hjá enska félaginu þá fór hann líka að reyna að hafa áhrif. Þetta kemur fram í nýjum Amazon Prime heimildaþáttum um Birmingham City sem breska ríkisútvarpið hefur upplýsingar um en verða frumsýndir á morgun. BBC gerir mikið úr ummælum Brady um þáverandi knattspyrnustjóra Birmingham sem var Manchester United goðsögnin Wayne Rooney. Brady sá eitthvað sem hann var ekki ánægður með. „Ég hef svolítið áhyggjur af vinnusiðfræði aðalþjálfarans okkar,“ sagði Brady við kollega sína og bætti við: Ég meina, ég þekki þetta ekki nógu vel og hef kannski ekki alveg réttu tilfinninguna fyrir þessu,“ sagði Brady. Rooney var rekinn sem knattspyrnustjóri Birmingahm í byrjun janúar 2024, rétt tæpum þremur mánuðum eftir að hann var ráðinn. Liðið vann aðeins tvo af fimmtán leikjum undir hans stjórn. Kannski hitti Brady þarna naglann á höfuðið því Rooney hefur hvergi blómstrað sem knattspyrnustjóri og liðin líta oftast ekki vel undir hans stjórn. Svo slæmt var orðið ástandið hjá Birmingaham að félagið féll niður i C-deildina um vorið. Brady kenndi líka leikmönnum um það að liðið féll úr ensku b-deildinni. „Við erum þegar búnir að skipta út þjálfaranum svo þetta eru leikmennirnir því ekki fer þjálfarinn út á völl til að sparka boltanum í markið. Þeir voru latir, þeir telja sig eiga rétt á einhverju, þegar þú ert latur og heimtar eitthvað þá áttu ekki mikla möguleika á því að ná árangri,“ sagði Brady„Við verðum að koma því fólki út sem hafa ekki þetta sigurhugarfar sem við þurfum. Ég held að það verði miklar mannabreytingar í sumar,“ sagði Brady. Birmingham setti nýtt met í eyðslu þetta sumar fyrir félag í C-deild. Liðið vann ensku C-deildina í vor og er komið aftur upp í ensku b-deildina. Íslensku landsliðsmennirnir Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted hjálpuðu til að koma liðinu aftur upp og stefnan hefur verið sett á sæti í ensku úrvalsdeildinni. Það er erfitt að mótmæla mikið Brady sem er sigursælasti leikmaðurinn í sögu NFL deildarinnar. Hann veit hvað þurfti til að ná árangri þar og setur miklar kröfur á vinnusemi og metnað hjá þeim sem starfa fyrir félag í hans eigu þótt að Brady sé vara minnihlutaeigandi. View this post on Instagram A post shared by BCFC News (@birminghamcityfc) Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjá meira
Eftir að Brady gerðist meðeigandi hjá enska félaginu þá fór hann líka að reyna að hafa áhrif. Þetta kemur fram í nýjum Amazon Prime heimildaþáttum um Birmingham City sem breska ríkisútvarpið hefur upplýsingar um en verða frumsýndir á morgun. BBC gerir mikið úr ummælum Brady um þáverandi knattspyrnustjóra Birmingham sem var Manchester United goðsögnin Wayne Rooney. Brady sá eitthvað sem hann var ekki ánægður með. „Ég hef svolítið áhyggjur af vinnusiðfræði aðalþjálfarans okkar,“ sagði Brady við kollega sína og bætti við: Ég meina, ég þekki þetta ekki nógu vel og hef kannski ekki alveg réttu tilfinninguna fyrir þessu,“ sagði Brady. Rooney var rekinn sem knattspyrnustjóri Birmingahm í byrjun janúar 2024, rétt tæpum þremur mánuðum eftir að hann var ráðinn. Liðið vann aðeins tvo af fimmtán leikjum undir hans stjórn. Kannski hitti Brady þarna naglann á höfuðið því Rooney hefur hvergi blómstrað sem knattspyrnustjóri og liðin líta oftast ekki vel undir hans stjórn. Svo slæmt var orðið ástandið hjá Birmingaham að félagið féll niður i C-deildina um vorið. Brady kenndi líka leikmönnum um það að liðið féll úr ensku b-deildinni. „Við erum þegar búnir að skipta út þjálfaranum svo þetta eru leikmennirnir því ekki fer þjálfarinn út á völl til að sparka boltanum í markið. Þeir voru latir, þeir telja sig eiga rétt á einhverju, þegar þú ert latur og heimtar eitthvað þá áttu ekki mikla möguleika á því að ná árangri,“ sagði Brady„Við verðum að koma því fólki út sem hafa ekki þetta sigurhugarfar sem við þurfum. Ég held að það verði miklar mannabreytingar í sumar,“ sagði Brady. Birmingham setti nýtt met í eyðslu þetta sumar fyrir félag í C-deild. Liðið vann ensku C-deildina í vor og er komið aftur upp í ensku b-deildina. Íslensku landsliðsmennirnir Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted hjálpuðu til að koma liðinu aftur upp og stefnan hefur verið sett á sæti í ensku úrvalsdeildinni. Það er erfitt að mótmæla mikið Brady sem er sigursælasti leikmaðurinn í sögu NFL deildarinnar. Hann veit hvað þurfti til að ná árangri þar og setur miklar kröfur á vinnusemi og metnað hjá þeim sem starfa fyrir félag í hans eigu þótt að Brady sé vara minnihlutaeigandi. View this post on Instagram A post shared by BCFC News (@birminghamcityfc)
Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjá meira