Fótbolti

„Heyri í mínum mönnum í FCK“

Hörður Unnsteinsson skrifar
Sölvi Geir einbeittur.
Sölvi Geir einbeittur. Vísir/Diego

Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga var að vonum glaður með sigur sinna manna í kvöld og sagði að fótboltinn hafi unnið á Víkingsvellinum í dag.

„Við vorum miklu betra lið en þeir, gáfum þeim ekki neitt og fótboltinn vann í dag. Ég er hrikalega stoltur af liðinu hvernig þeir komu inn í þennan leik, við vorum hugrakkir á boltann, sköpuðum endalaust af góðum stöðum og hefðum getað unnið þennan leik mun stærra.“

Valdimar Þór Ingimundarson var maður leiksins í kvöld og sýndi gæðin sem hann gefur þessu Víkingsliði. Sölvi var að vonum sáttur með sinn mann.

„Valdimar var geggjaður. Ég er búinn að segja það, þetta er einn af betri leikmönnum deildarinnar og sýndi enn og aftur gæðin sem hann býr yfir. Ef lið ætla að pressa maður á mann á móti honum, bara gangi þeim vel því hann er með rosalegar stefnubreytingar.

Sölvi sagðist hlakka mikið til einvígisins gegn Bröndby í næstu umferð, en Sölvi spilaði frá árinu 2010 til 2013 með erkifjendum þeirra í FCK.

„Ég mun hringja strax og heyra í mínum mönnum í FCK og fá góðar upplýsingar um Bröndby menn. Þetta er spennandi verkefni sem bíður okkar og það verður gaman að mæta til Kaupmannahafnar og spila gegn Bröndby.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×