Innlent

Mengun gæti borist á Snæ­fells­nes og Vest­firði

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Örlítil mengun brennisteinsdíoxíðs mælist á höfuðborgarsvæðinu
Örlítil mengun brennisteinsdíoxíðs mælist á höfuðborgarsvæðinu vísir/ívar

Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni mallar áfram og virðist nokkuð stöðugt. Gosmóðu varð vart í litlum mæli á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Þar segir einnig að örlítil mengun brennisteinsdíoxíðs mælist þó á höfuðborgarsvæðinu.

„Gasdreifingarspá gerir ráð fyrir S og SV lægum áttum sem bera mengun til norðurs, í átt að Snæfellssnesi og Vestfjörðum, og gæti mengunar orðið vart þar í dag og á morgun.“

Fylgjast má með stöðu mála á loftgæði.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×