Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. desember 2025 07:29 Heimili foreldra Margrétar við Súlunes í Garðabæ. Vísir/Vilhelm Upp hafa komið mál á Íslandi þar sem einstaklingar hafa verið sviptir erfðarétti eftir að hafa valdið arfleifanda bana en þau eru afar fá. Héraðsdómur Reykjaness vísaði í gær frá kröfu hálfbróður Margrétar Höllu Löf um að hún yrði svipt erfðaréttinum eftir að hafa banað föður þeirra. Þannig kann Margrét á endanum að hagnast fjárhagslega af því að hafa myrt föður sinn. Margrét var fundin sek um að hafa banað Hans Roland Löf og dæmd í sextán ára fangelsi. Hún var einnig fundin sek um stórfellda og sérstaklega hættulega líkamsárás gegn móður sinni og þá þykir ljóst að Margrét hafi beitt foreldra sína miklu og ýmiskonar ofbeldi um langt skeið. Kröfu hálfbróður Margrétar um að hún yrði svipt réttinum til að erfa föður þeirra var hins vegar vísað frá, á þeim forsendum að svipting erfðaréttar jafngildi refsikenndum viðurlögum og krafa þar að lútandi verði þannig að koma frá ákæruvaldinu. Ákæruvaldið lagði enga slíka kröfu fram. Fjallað er um brottfall erfðaréttar í 23. gr. erfðalaga þar sem segir meðal annars að ákveða megi með dómi að sá sem valdið hafi dauða annars manns hafi með því fyrirgert rétti sínum til arfs sem var háður dauða hins. Fréttastofa ræddi málið við Vilhjálm Þ.Á. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmann hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur og erfðamál.is, áður en dómur féll í málinu. Hann staðfesti að sonurinn ætti sannarlega rétt á því að krefjast þess að hálfsystir hans yrði svipt erfðaréttinum þegar kæmi að föður þeirra en benti á að málið gæti í raun orðið flóknara en svo. Þannig gæti komið til álita að Margrét sé í raun að hagnast fjárhagslega á því að faðir hennar deyr á undan móður hennar. „Ef móðirin hefði fallið frá á undan, og dánarbúi hennar skipt, þá hefði faðir konunnar tekið 1/3 af eigum móðurinnar, sem aftur myndi svo síðar meir, að óbreyttu, skiptast til jafns á milli barna hans, það er að segja systurinnar og bróðurins. Ef svo hefði orðið þá fengi systirin minna í sinn hlut,“ útskýrir Vilhjálmur. Samkvæmt erfðalögum erfir maki þriðjung en börn hins látna tvo þriðju. „Með því að faðirinn fellur frá á undan, þá eru eignir móður konunnar, hvers hún er einkaerfingi, að aukast, ef móðirin tekur 1/3 í arf sem maki samkvæmt erfðalögum. Systirin er með öðrum orðum einkaerfingi móður sinnar og hennar arfshluti eftir móður sína mun vaxa eftir að móðurin tekur arf.“ Brottfall erfðaréttar - 23. gr. Erfðalaga - Nú hefur maður af ásetningi framið brot á ákvæðum almennra hegningarlaga, sem haft hefur í för með sér dauða annars manns, og má þá ákveða með dómi, að hann hafi fyrirgert sjálfum sér til handa rétti til þess arfs, sem háður var dauða hins. - Hafi maður vísvitandi í frammi ofbeldi við foreldri sitt eða annan ættingja í beinum legg upp á við, heitist við hann eða hóti honum óförum, meiði mjög æru hans eða gerist sekur við hann um aðrar stórfelldar mótgerðir, svo að refsivert sé, þá má dæma hann til að hafa fyrirgert erfðarétti sínum eftir þann mann, sem fyrir misgerðinni varð, ef hann krefst þess. - Nú hefur maður fyrirgert erfðarétti sínum með framangreindum hætti, og má þá veita honum erfðaréttinn aftur að öllu leyti eða nokkru með erfðaskrá. Þetta þýðir í raun að þar sem Hans Roland lést á undan eiginkonu sinni mun Margrét að óbreyttu erfa 83 prósent heildarbús hjónanna en ef móðir hennar hefði látist á undan hefði arfhlutur hennar orðið 66,6 prósent. Þannig hefði hún að óbreyttu hagnast fjárhagslega á því að hafa valdið dauða föður síns jafnvel þótt hún hefði svipt erfðaréttinum eftir hann, ef hún erfir móður sína að fullu. Glæpir eiga ekki að borga sig Eins og fyrr segir eru fordæmi fyrir málum sem þessum fá. Hvað varðar sviptingu erfðaréttar, án flækjustigsins sem nefnt er hér að ofan, má nefna dóma frá 1983, 1997 og 2015. Í málinu frá 1983 var kona sögð hafa fyrirgert rétti sínum til arfs með því að hafa banað eiginmanni sínum og í málinu frá 2015 var maður sviptur rétti sínum til arfs eftir eiginkonu sína, sem hann banaði. Þá gilti einu þótt hann hefði verið sýknaður af refsikröfu í málinu sökum sakhæfisskorts. Árið 1997 gerði ákæruvaldið kröfu um að maður yrði sviptur erfðarétti eftir að hafa valdið systur sinni bana en þar sem hún átti eiginmann og son og bróðirinn var ekki erfingi samkvæmt erfðaskrá var kröfunni vísað frá. Hugmyndin um afnám eða sviptingu erfðaréttar byggir að sjálfsögðu á þeirri grundvallarreglu að glæpir eigi ekki að borga sig en áþekk lög er að finna um allan heim. Sums staðar ganga þau enn lengra, þar sem kveðið er á um að hægt sé að svipta bæði gerandann og börn hans erfðaréttinum. Raðmorðingjanum David Berkowitz voru boðnir útgáfusamningar upp á fúlgur fjár. Hann myrti sex og særði ellefu á árunum 1975 til 1977.Getty Þá er vert að geta þess að í Bandaríkjunum, til að mynda, hefur einnig verið gripið til lagasetningar í þeim tilgangi að gerendur geti ekki hagnast á glæpum sínum almennt. Þar voru meðal annars sett svokölluð „Son of Sam lög“ í kjölfar þess að raðmorðingjanum David Berkowitz voru boðnir útgáfusamningar fyrir fúlgur fjár. Lögin voru felld niður af Hæstarétti Bandaríkjanna, í máli sem tengdist útgáfu bókarinnar Wiseguy, þar sem þau þóttu stríða gegn tjáningarfrelsinu en Wiseguy varð síðar að kvikmyndinni Goodfellas. Einstaka ríki gripu til nýrrar lagasetningar til að komast framhjá niðurstöðu Hæstaréttar. Þá má einnig geta þess að víðsvegar geta þolendur eða aðstandendur þolenda höfðað einkamál til að koma í veg fyrir að gerendur hagnist á glæpum sínum. Þannig vann fjölskylda Ron Goldman einkamál gegn O.J. Simpson eftir að síðarnefndi var sýknaður af því að hafa myrt Goldman. Var Simpson dæmdur til að greiða fjölskyldunni yfir 30 milljónir í skaðabætur. Fjölskyldan höfðaði síðar mál þegar Simpson gaf út bókina If I Did It, þar sem hann lýsir því hvernig hann hefði staðið að morðunum á Goldman og eiginkonu sinni Nicole Brown Simpson. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að Goldman-fjölskyldan skyldi fá höfundarréttinn upp í ógreiddar skaðabótakröfurnar. Manndráp í Súlunesi Lögreglumál Fjölskyldumál Garðabær Dómsmál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni, fræðsla og afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Margrét var fundin sek um að hafa banað Hans Roland Löf og dæmd í sextán ára fangelsi. Hún var einnig fundin sek um stórfellda og sérstaklega hættulega líkamsárás gegn móður sinni og þá þykir ljóst að Margrét hafi beitt foreldra sína miklu og ýmiskonar ofbeldi um langt skeið. Kröfu hálfbróður Margrétar um að hún yrði svipt réttinum til að erfa föður þeirra var hins vegar vísað frá, á þeim forsendum að svipting erfðaréttar jafngildi refsikenndum viðurlögum og krafa þar að lútandi verði þannig að koma frá ákæruvaldinu. Ákæruvaldið lagði enga slíka kröfu fram. Fjallað er um brottfall erfðaréttar í 23. gr. erfðalaga þar sem segir meðal annars að ákveða megi með dómi að sá sem valdið hafi dauða annars manns hafi með því fyrirgert rétti sínum til arfs sem var háður dauða hins. Fréttastofa ræddi málið við Vilhjálm Þ.Á. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmann hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur og erfðamál.is, áður en dómur féll í málinu. Hann staðfesti að sonurinn ætti sannarlega rétt á því að krefjast þess að hálfsystir hans yrði svipt erfðaréttinum þegar kæmi að föður þeirra en benti á að málið gæti í raun orðið flóknara en svo. Þannig gæti komið til álita að Margrét sé í raun að hagnast fjárhagslega á því að faðir hennar deyr á undan móður hennar. „Ef móðirin hefði fallið frá á undan, og dánarbúi hennar skipt, þá hefði faðir konunnar tekið 1/3 af eigum móðurinnar, sem aftur myndi svo síðar meir, að óbreyttu, skiptast til jafns á milli barna hans, það er að segja systurinnar og bróðurins. Ef svo hefði orðið þá fengi systirin minna í sinn hlut,“ útskýrir Vilhjálmur. Samkvæmt erfðalögum erfir maki þriðjung en börn hins látna tvo þriðju. „Með því að faðirinn fellur frá á undan, þá eru eignir móður konunnar, hvers hún er einkaerfingi, að aukast, ef móðirin tekur 1/3 í arf sem maki samkvæmt erfðalögum. Systirin er með öðrum orðum einkaerfingi móður sinnar og hennar arfshluti eftir móður sína mun vaxa eftir að móðurin tekur arf.“ Brottfall erfðaréttar - 23. gr. Erfðalaga - Nú hefur maður af ásetningi framið brot á ákvæðum almennra hegningarlaga, sem haft hefur í för með sér dauða annars manns, og má þá ákveða með dómi, að hann hafi fyrirgert sjálfum sér til handa rétti til þess arfs, sem háður var dauða hins. - Hafi maður vísvitandi í frammi ofbeldi við foreldri sitt eða annan ættingja í beinum legg upp á við, heitist við hann eða hóti honum óförum, meiði mjög æru hans eða gerist sekur við hann um aðrar stórfelldar mótgerðir, svo að refsivert sé, þá má dæma hann til að hafa fyrirgert erfðarétti sínum eftir þann mann, sem fyrir misgerðinni varð, ef hann krefst þess. - Nú hefur maður fyrirgert erfðarétti sínum með framangreindum hætti, og má þá veita honum erfðaréttinn aftur að öllu leyti eða nokkru með erfðaskrá. Þetta þýðir í raun að þar sem Hans Roland lést á undan eiginkonu sinni mun Margrét að óbreyttu erfa 83 prósent heildarbús hjónanna en ef móðir hennar hefði látist á undan hefði arfhlutur hennar orðið 66,6 prósent. Þannig hefði hún að óbreyttu hagnast fjárhagslega á því að hafa valdið dauða föður síns jafnvel þótt hún hefði svipt erfðaréttinum eftir hann, ef hún erfir móður sína að fullu. Glæpir eiga ekki að borga sig Eins og fyrr segir eru fordæmi fyrir málum sem þessum fá. Hvað varðar sviptingu erfðaréttar, án flækjustigsins sem nefnt er hér að ofan, má nefna dóma frá 1983, 1997 og 2015. Í málinu frá 1983 var kona sögð hafa fyrirgert rétti sínum til arfs með því að hafa banað eiginmanni sínum og í málinu frá 2015 var maður sviptur rétti sínum til arfs eftir eiginkonu sína, sem hann banaði. Þá gilti einu þótt hann hefði verið sýknaður af refsikröfu í málinu sökum sakhæfisskorts. Árið 1997 gerði ákæruvaldið kröfu um að maður yrði sviptur erfðarétti eftir að hafa valdið systur sinni bana en þar sem hún átti eiginmann og son og bróðirinn var ekki erfingi samkvæmt erfðaskrá var kröfunni vísað frá. Hugmyndin um afnám eða sviptingu erfðaréttar byggir að sjálfsögðu á þeirri grundvallarreglu að glæpir eigi ekki að borga sig en áþekk lög er að finna um allan heim. Sums staðar ganga þau enn lengra, þar sem kveðið er á um að hægt sé að svipta bæði gerandann og börn hans erfðaréttinum. Raðmorðingjanum David Berkowitz voru boðnir útgáfusamningar upp á fúlgur fjár. Hann myrti sex og særði ellefu á árunum 1975 til 1977.Getty Þá er vert að geta þess að í Bandaríkjunum, til að mynda, hefur einnig verið gripið til lagasetningar í þeim tilgangi að gerendur geti ekki hagnast á glæpum sínum almennt. Þar voru meðal annars sett svokölluð „Son of Sam lög“ í kjölfar þess að raðmorðingjanum David Berkowitz voru boðnir útgáfusamningar fyrir fúlgur fjár. Lögin voru felld niður af Hæstarétti Bandaríkjanna, í máli sem tengdist útgáfu bókarinnar Wiseguy, þar sem þau þóttu stríða gegn tjáningarfrelsinu en Wiseguy varð síðar að kvikmyndinni Goodfellas. Einstaka ríki gripu til nýrrar lagasetningar til að komast framhjá niðurstöðu Hæstaréttar. Þá má einnig geta þess að víðsvegar geta þolendur eða aðstandendur þolenda höfðað einkamál til að koma í veg fyrir að gerendur hagnist á glæpum sínum. Þannig vann fjölskylda Ron Goldman einkamál gegn O.J. Simpson eftir að síðarnefndi var sýknaður af því að hafa myrt Goldman. Var Simpson dæmdur til að greiða fjölskyldunni yfir 30 milljónir í skaðabætur. Fjölskyldan höfðaði síðar mál þegar Simpson gaf út bókina If I Did It, þar sem hann lýsir því hvernig hann hefði staðið að morðunum á Goldman og eiginkonu sinni Nicole Brown Simpson. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að Goldman-fjölskyldan skyldi fá höfundarréttinn upp í ógreiddar skaðabótakröfurnar.
Brottfall erfðaréttar - 23. gr. Erfðalaga - Nú hefur maður af ásetningi framið brot á ákvæðum almennra hegningarlaga, sem haft hefur í för með sér dauða annars manns, og má þá ákveða með dómi, að hann hafi fyrirgert sjálfum sér til handa rétti til þess arfs, sem háður var dauða hins. - Hafi maður vísvitandi í frammi ofbeldi við foreldri sitt eða annan ættingja í beinum legg upp á við, heitist við hann eða hóti honum óförum, meiði mjög æru hans eða gerist sekur við hann um aðrar stórfelldar mótgerðir, svo að refsivert sé, þá má dæma hann til að hafa fyrirgert erfðarétti sínum eftir þann mann, sem fyrir misgerðinni varð, ef hann krefst þess. - Nú hefur maður fyrirgert erfðarétti sínum með framangreindum hætti, og má þá veita honum erfðaréttinn aftur að öllu leyti eða nokkru með erfðaskrá.
Manndráp í Súlunesi Lögreglumál Fjölskyldumál Garðabær Dómsmál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni, fræðsla og afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira