Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. ágúst 2025 12:16 Utanríkisráðherra og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segja tollaákvörðun Trumps hafa komið verulega á óvart. Vísir/Hjalti Utanríkisráðherra segir hækkun bandarískra tolla á íslenska vöru koma verulega á óvart. Stjórnvöld hafi kallað eftir samtali um hækkunina og vonir standa að samtöl hefjist strax. Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í gær forsetatilskipun þar sem tíu til 41 prósent tollar voru lagðir á tugi viðskiptaríkja landsins. Tollar á vörur frá Íslandi verða fimmtán prósent, en áður stóð til að þeir yrðu tíu prósent. „Fyrir það fyrsta þá eru þetta vonbrigði. Þetta eru nýjar fréttir fyrir okkur þannig að við förum vel yfir stöðu mála, hagtölur ekki síst og hvaða þýðingu þetta hefur fyrir okkur,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. Hagtölum beri ekki saman Samtöl voru byrjuð milli ríkjanna í vor eftir að tíu prósent tollar voru boðaðir á íslenska vöru. Þorgerður segir að ýtt verði frekar á samtal. „Við fengum strax þá viðbrögð sem bentu ekki til annars en að Bandaríkin séu reiðubúin til viðræðna. Ég vona að þær þá geti hafist formlega fyrr en síðar.“ Fimmtán prósent eru lágmarkstollur fyrir ríki sem flytja meira út til Bandaríkjanna en þau flytja inn frá Bandaríkjunum. Samkvæmt Hagstofunni flytur Ísland mun meira inn frá Bandaríkjunum en út til þeirra. Forsendur hækkunarinnar liggja ekki fyrir og taka tollarnir flestir gildi eftir sjö daga. „Það er allavega ljóst að hagtölum ber ekki saman og það var meðal annars vegna þess sem ég skrifa þetta bréf fyrr í sumar. Afstaða okkar er alveg skýr að við teljum þessar tollahækkanir hvorki hagnast íslenskum eða bandarískum neytendum né atvinnulíf,“ segir Þorgerður. Útflutningur Alvogen þrætueplið Samkvæmt heimildum fréttastofu felst munur í útreikningi Bandaríkjanna og Íslands á útflutningi lyfjafyrirtækisins Alvogen. Alvogen flytur vörur sínar fyrst til Evrópu áður en þær eru fluttar til Bandaríkjanna og eru því ekki reiknaðar til útflutningsvara til Bandaríkjanna hjá Hagstofunni. Bandaríkin líta öðru vísi á þetta og taka vörur Alvogen með inn í sinn reikning. „Mér skilst að munurinn liggi í því hvernig útflutningur Alvotec á lyfjum er reiknaður. Þetta eru ekki stórar tölur, sérstaklega ekki í samhengi bandarískra utanríkisviðskipta,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Lítill fyrirsjáanleiki í samskiptum við Bandaríkin Ólafur segir jákvætt að sjá snögg viðbrögð stjórnvalda. „Þetta kom náttúrulega mjög á óvart. Fyrirtæki voru farin að undirbúa sig undir tíu prósenta tolla, sem hafði verið boðaður. Þessi hækkun í fimmtán prósent kom bara eins og þruma úr heiðskíru lofti. En fyrirsjáanleikinn í samskiptum við Bandaríkin núna er bara enginn,“ segir Ólafur. „Það er bara gott að heyra það frá stjórnvöldum nú þegar að það eigi að bregðast við þessu.“ Bandaríkin Skattar og tollar Tengdar fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær þar sem 10 til 41 prósent tollar voru lagðir á tugi viðskiptaríkja landins. Samkvæmt listanum verða tollar á vörur frá Íslandi fimmtán prósent en áður stóð til að þeir yrðu tíu prósent. 1. ágúst 2025 06:09 Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps „Hin sértæka hernaðaraðgerð mun halda áfram.“ Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í morgun. Þá vísaði hann til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því í gær um að Pútín hefði tíu til tólf daga til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 29. júlí 2025 14:31 Setur háa tolla á Evrópu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hann ætlaði að setja 25 prósenta tolla á vörur sem fluttar eru frá ríkjum Evrópusambandsins til Bandaríkjanna. Hann skammaðist út í Evrópusambandið og sagði það hafa verið myndað til að koma höggi á Bandaríkin. 26. febrúar 2025 19:22 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í gær forsetatilskipun þar sem tíu til 41 prósent tollar voru lagðir á tugi viðskiptaríkja landsins. Tollar á vörur frá Íslandi verða fimmtán prósent, en áður stóð til að þeir yrðu tíu prósent. „Fyrir það fyrsta þá eru þetta vonbrigði. Þetta eru nýjar fréttir fyrir okkur þannig að við förum vel yfir stöðu mála, hagtölur ekki síst og hvaða þýðingu þetta hefur fyrir okkur,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. Hagtölum beri ekki saman Samtöl voru byrjuð milli ríkjanna í vor eftir að tíu prósent tollar voru boðaðir á íslenska vöru. Þorgerður segir að ýtt verði frekar á samtal. „Við fengum strax þá viðbrögð sem bentu ekki til annars en að Bandaríkin séu reiðubúin til viðræðna. Ég vona að þær þá geti hafist formlega fyrr en síðar.“ Fimmtán prósent eru lágmarkstollur fyrir ríki sem flytja meira út til Bandaríkjanna en þau flytja inn frá Bandaríkjunum. Samkvæmt Hagstofunni flytur Ísland mun meira inn frá Bandaríkjunum en út til þeirra. Forsendur hækkunarinnar liggja ekki fyrir og taka tollarnir flestir gildi eftir sjö daga. „Það er allavega ljóst að hagtölum ber ekki saman og það var meðal annars vegna þess sem ég skrifa þetta bréf fyrr í sumar. Afstaða okkar er alveg skýr að við teljum þessar tollahækkanir hvorki hagnast íslenskum eða bandarískum neytendum né atvinnulíf,“ segir Þorgerður. Útflutningur Alvogen þrætueplið Samkvæmt heimildum fréttastofu felst munur í útreikningi Bandaríkjanna og Íslands á útflutningi lyfjafyrirtækisins Alvogen. Alvogen flytur vörur sínar fyrst til Evrópu áður en þær eru fluttar til Bandaríkjanna og eru því ekki reiknaðar til útflutningsvara til Bandaríkjanna hjá Hagstofunni. Bandaríkin líta öðru vísi á þetta og taka vörur Alvogen með inn í sinn reikning. „Mér skilst að munurinn liggi í því hvernig útflutningur Alvotec á lyfjum er reiknaður. Þetta eru ekki stórar tölur, sérstaklega ekki í samhengi bandarískra utanríkisviðskipta,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Lítill fyrirsjáanleiki í samskiptum við Bandaríkin Ólafur segir jákvætt að sjá snögg viðbrögð stjórnvalda. „Þetta kom náttúrulega mjög á óvart. Fyrirtæki voru farin að undirbúa sig undir tíu prósenta tolla, sem hafði verið boðaður. Þessi hækkun í fimmtán prósent kom bara eins og þruma úr heiðskíru lofti. En fyrirsjáanleikinn í samskiptum við Bandaríkin núna er bara enginn,“ segir Ólafur. „Það er bara gott að heyra það frá stjórnvöldum nú þegar að það eigi að bregðast við þessu.“
Bandaríkin Skattar og tollar Tengdar fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær þar sem 10 til 41 prósent tollar voru lagðir á tugi viðskiptaríkja landins. Samkvæmt listanum verða tollar á vörur frá Íslandi fimmtán prósent en áður stóð til að þeir yrðu tíu prósent. 1. ágúst 2025 06:09 Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps „Hin sértæka hernaðaraðgerð mun halda áfram.“ Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í morgun. Þá vísaði hann til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því í gær um að Pútín hefði tíu til tólf daga til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 29. júlí 2025 14:31 Setur háa tolla á Evrópu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hann ætlaði að setja 25 prósenta tolla á vörur sem fluttar eru frá ríkjum Evrópusambandsins til Bandaríkjanna. Hann skammaðist út í Evrópusambandið og sagði það hafa verið myndað til að koma höggi á Bandaríkin. 26. febrúar 2025 19:22 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær þar sem 10 til 41 prósent tollar voru lagðir á tugi viðskiptaríkja landins. Samkvæmt listanum verða tollar á vörur frá Íslandi fimmtán prósent en áður stóð til að þeir yrðu tíu prósent. 1. ágúst 2025 06:09
Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps „Hin sértæka hernaðaraðgerð mun halda áfram.“ Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í morgun. Þá vísaði hann til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því í gær um að Pútín hefði tíu til tólf daga til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 29. júlí 2025 14:31
Setur háa tolla á Evrópu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hann ætlaði að setja 25 prósenta tolla á vörur sem fluttar eru frá ríkjum Evrópusambandsins til Bandaríkjanna. Hann skammaðist út í Evrópusambandið og sagði það hafa verið myndað til að koma höggi á Bandaríkin. 26. febrúar 2025 19:22