Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Agnar Már Másson skrifar 1. ágúst 2025 21:26 Það var mjög erfitt að fjarlægja límmiðana, segja forsvarsmenn fyrirtækisins. Samsett Mynd Starfsmönnum í raftækjaversluninni Ormsson brá heldur í brún þegar þeir mættu í vinnuna í morgun þar sem aðgerðarsinnar höfðu klínt límmiðum á inngang verslunarinnar sem á stóð „Rapyd styður þjóðarmorð“. Ormsson er ekki einu sinni í viðskiptum við Rapyd, að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins, sem eru ekki sáttir við óverknaðinn og segja það hafa verið mjög erfitt að fjarlægja „óþverra límmiðana“. Frá þessu er greint í tilkynningu sem Ormsson sendir út í gegnum ráðgjafafyrirtæki. Þar segir að aðkoman að Ormsson í Lágmúla hafi verið fremur óskemmtileg þegar starfsfólk mætti til vinnu í morgun. Búið var að líma fjölda svartra límmiða á glugga og hurðir við aðalinngang verslunarinnar sem á stóð „Rapyd styður þjóðarmorð“. Á myndskeiði sem fyrirtækið sendi má sjá um tíu slíka límmiða við innganginn að Ormsson en fyrirtækið birti einnig myndskeið af sökudólgunum þar sem þeir náðust á öryggismyndavél. Ormsson er ekki í viðskiptum við Rapyd, að því er fram kemur í tilkynningunni frá Ormsson. Þar er enn fremur bent á að fyrirtækið sé ranglega tilgreint á vefsíðunni hirdir.is, sem geymir upplýsingar um meinta viðskiptavini Rapyd. Aðgerðarsinnar hafa síðustu misseri klínt slíkum límmiðum á verslanir sem notast við ísraelska færsluhirðinn, sem haslaði sér völl hér á landi þegar hann keypti Valitor 2018. Færsluhirðirinn er vægast sagt í litlu uppáhaldi meðal íslenskra stuðningsmanna Palestínu, einkum vegna þess að forstjóri Rapyd lýsti árið 2023 yfir stuðningi fyrirtækisins við Ísrael í stríðinu á Gasaströndinni þar sem ríflega 60 þúsund Palestínumenn hafa fallið í valinn að sögn yfirvalda þar. Límmiðarnir sýna einnig rauða slettu, sem á væntanlega að tákna blóð, yfir nafni fyrirtækisins og eru greinilega til þess fallnir að fæla burt viðskiptavini. Haft er eftir Skúla Oddgeirssyni, aðstoðarverslunarstjóra Ormssonar í Lágmúla, að gerendurnir hafi náðst á upptökuvél sem staðsett er í versluninni. Um hafi verið að ræða þrjá einstaklinga sem hafi ekið að húsinu á rauðum smábíl laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Starfsfólk Ormsson hafi nú þegar afmáð verksummerkin en að sögn Skúla var erfitt að losa þessa „óþverra límmiða“. Ísrael Verslun Palestína Fjármálafyrirtæki Reykjavík Greiðslumiðlun Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu sem Ormsson sendir út í gegnum ráðgjafafyrirtæki. Þar segir að aðkoman að Ormsson í Lágmúla hafi verið fremur óskemmtileg þegar starfsfólk mætti til vinnu í morgun. Búið var að líma fjölda svartra límmiða á glugga og hurðir við aðalinngang verslunarinnar sem á stóð „Rapyd styður þjóðarmorð“. Á myndskeiði sem fyrirtækið sendi má sjá um tíu slíka límmiða við innganginn að Ormsson en fyrirtækið birti einnig myndskeið af sökudólgunum þar sem þeir náðust á öryggismyndavél. Ormsson er ekki í viðskiptum við Rapyd, að því er fram kemur í tilkynningunni frá Ormsson. Þar er enn fremur bent á að fyrirtækið sé ranglega tilgreint á vefsíðunni hirdir.is, sem geymir upplýsingar um meinta viðskiptavini Rapyd. Aðgerðarsinnar hafa síðustu misseri klínt slíkum límmiðum á verslanir sem notast við ísraelska færsluhirðinn, sem haslaði sér völl hér á landi þegar hann keypti Valitor 2018. Færsluhirðirinn er vægast sagt í litlu uppáhaldi meðal íslenskra stuðningsmanna Palestínu, einkum vegna þess að forstjóri Rapyd lýsti árið 2023 yfir stuðningi fyrirtækisins við Ísrael í stríðinu á Gasaströndinni þar sem ríflega 60 þúsund Palestínumenn hafa fallið í valinn að sögn yfirvalda þar. Límmiðarnir sýna einnig rauða slettu, sem á væntanlega að tákna blóð, yfir nafni fyrirtækisins og eru greinilega til þess fallnir að fæla burt viðskiptavini. Haft er eftir Skúla Oddgeirssyni, aðstoðarverslunarstjóra Ormssonar í Lágmúla, að gerendurnir hafi náðst á upptökuvél sem staðsett er í versluninni. Um hafi verið að ræða þrjá einstaklinga sem hafi ekið að húsinu á rauðum smábíl laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Starfsfólk Ormsson hafi nú þegar afmáð verksummerkin en að sögn Skúla var erfitt að losa þessa „óþverra límmiða“.
Ísrael Verslun Palestína Fjármálafyrirtæki Reykjavík Greiðslumiðlun Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira