Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Kristján Már Unnarsson skrifar 2. ágúst 2025 12:48 Filippus prins ásamt Ásgeiri Ásgeirssyni, forseta Íslands, á svölum Alþingishússins þann 30. júní 1964. Þarna ávarpaði hertoginn mannfjöldann á íslensku. Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Ingimundur Magnússon, Vísi Pilippus prins ætlaði sér að eiga náðuga daga, renna fyrir lax og sjá eitthvað af náttúru þessarar forvitnilegu en fámennu eyjar lengst norður af Bretlandseyjum. Þar bjuggu bara 187 þúsund manns, í stærsta bænum Reykjavík bara 77 þúsund, en mannmergðin sem mætti honum, hvert sem hann fór, var hins vegar líkari því sem búast hefði mátt við í milljónaborg. Heimsókn eiginmanns Bretadrottningar sumarið 1964 var fyrsta konunglega breska heimsóknin til Íslands. Fyrir Íslendinga, sem fylgdust úr fjarlægð með þeirri tæknibyltingu sem var að verða hjá mannkyni á þessum árum fyrstu geimferða, fylgdi heimsókninni spennandi tækninýjung. Þetta var í fyrsta sinn sem hin sögufræga Comet-þota, fyrsta farþegaþota heims, lenti á Reykjavíkurflugvelli. Hertoginn stígur á land í Reykjavíkurhöfn þar sem manngrúi mætti honum. Bryggjurnar voru þaktar fólki en einnig bátarnir og skipin.Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Sigurður Úlfarsson Hertoginn af Edinborg, sem var hans opinberi titill, flaug þó ekki til Íslands. Hann kom siglandi frá Bretlandseyjum á drottningarskipinu Britannia í fylgd herskips og hreppti leiðindaveður við Færeyjar, eins og sjá má í bresku fréttamyndskeiði um heimsóknina. „En eftir að hann kom að Íslandi sigldi hann í kringum landið, austur og norður fyrir í glampandi sólskini,“ sagði í frétt Morgunblaðsins. Comet 4-þota breska flughersins, sömu gerðar og sú sem sótti prinsinn. Þetta var stærsta þota sem lent hafði í Reykjavík.Richard Vandervord/Wikimedia Þótt hertoginn kæmi formlega í boði forseta Íslands, Ásgeirs Ásgeirssonar, var þetta ekki opinber heimsókn og hafði Filippus sjálfur látið í ljós þá ósk að hún yrði sem látlausust. Hann var aðallega kominn til að fara í laxveiði og skoða náttúru Íslands, vildi njóta útiveru og fara í fuglaskoðun. Forsíða Morgunblaðsins þann 1. júlí 1964 var öll lögð undir komu Pilippusar prins.timarit.is Prinsinn hafði reyndar einu sinni áður stigið fæti á íslenska jörð, þó í mýflugumynd. Hann hafði millilent á Keflavíkurflugvelli með stuttu stoppi tíu árum áður á leið til Kanada. Í Íslandsheimsókninni 1964 varð honum ekki að ósk sinni um látleysið. Til hliðar við laxveiðina og náttúruskoðunina voru skipulagðar athafnir með íslenskum ráðamönnum og var greint fyrirfram frá dagskránni í dagblöðum. Áhugi almennings á að sjá prinsinn reyndist gríðarlegur og var jafnan mannhaf hvar sem hann kom. Þannig hafði mikill mannfjöldi safnast saman við Reykjavíkurhöfn þegar prinsinn sté á land þann 30. júní 1964. Bryggjurnar voru þaktar forvitnum Íslendingum. Fólk tróð sér meira að segja um borð í nærliggjandi skip og báta til að sjá hann sem best. Myndirnar í Alþýðublaðinu sýna mannhafið á Austurvelli.timarit.is Móttökunefnd helstu ráðamanna var mætt á bryggjuna. Þar bauð Ásgeir Ásgeirsson forseti hann velkominn. Þar voru einnig meðal annarra Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Guðmundur Í. Guðmundsson utanríkisráðherra, Geir Hallgrímsson, borgarstjóri í Reykjavík, og breski sendiherrann á Íslandi, Basil Boothby. Forsíða Tímans 1. júlí 1964.timarit.is Frá höfninni var ekið að Alþingishúsinu. Hertoginn fór út á svalir þinghússins ásamt forseta Íslands og ávarpaði mannfjöldann. Hann var þvílíkur að ekki aðeins var Austurvöllur þéttskipaður fólki heldur einnig nærliggjandi götur en margir vinnustaðir höfðu gefið fólki frí frá vinnu til að geta séð hann. Sérstaka hrifningu vakti að Filippus flutti ávarp sitt á íslensku. Á þessum fyrsta degi fór hann einnig á Bessastaði, þar sem farið var í fuglaskoðun. Um kvöldið var svo haldin veisla honum til heiðurs í Súlnasal Hótels Sögu. Íslensku blöðin höfðu orð á því að hertoginn virtist hafa heillað þjóðina, sér í lagi þó kvenþjóðina, enda þótti hann myndarlegur maður. Þannig lét Alþýðublaðið þess getið að í mannmergð við bústað breska sendiherrans, þegar Filippus kom þangað, hafi kvenfólk greinilega verið í meirihluta. Hann var þá 43 ára gamall og Elísabet drottning 38 ára. Þau voru nýbúin að eignast yngsta soninn Játvarð, sem var aðeins þriggja mánaða gamall. Erfðaprinsinn Karl var fimmtán ára, Anna prinsessa þrettán ára og Andrés prins fjögurra ára. Forsíða Visis 3. júlí daginn sem prinsinn hélt af landi brott. Neðri myndin sýnir hann ganga um borð í Comet-þotuna á Reykjavíkurflugvelli. Á efri myndinni sést hann skoða borholu Hitaveitu Reykjavíkur við Suðurlandsbraut í fylgd Geirs Hallgrímssonar borgarstjóra og fleiri embættismanna borgarinnar.timarit.is Að morgni annars dags Íslandsheimsóknar Filippusar var ekið til Þingvalla. Þar fræddi Kristján Eldjárn þjóðminjavörður um sögu staðarins og Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur um náttúruna en hann var leiðsögumaður á ferðalaginu. Frá Þingvöllum var ekið um Uxahryggi að Norðurá í Borgarfirði þar sem hertoganum tókst að veiða þrjá laxa við Laxfoss. Helstu framámenn landsins voru í fylgdarliðinu. Einvalalið þjóðþekktra íslenskra blaðamanna fylgdi einnig hertoganum þótt reynt væri að hindra aðgang þeirra. Blöðin ætluðu ekki að láta sitt eftir liggja í að þjóna lesendum sínum sem best með ítarlegum frásögnum og myndum af heimsókninni. Í frétt Tímans voru talin upp nöfnin þegar lögreglan uppgötvaði felustað þeirra í skógarkjarrinu ofan Norðurár; Elín Pálmadóttir og Matthías Johannessen frá Morgunblaðinu, Gunnar Schram frá Vísi, Indriði G. Þorsteinsson frá Tímanum og Eiður Guðnason frá Alþýðublaðinu. Í hópi íslenskra ljósmyndara voru Ólafur K. Magnússon frá Morgunblaðinu, Ingimundur Magnússon frá Vísi, Guðjón Einarsson frá Tímanum og Jóhann Vilberg Árnason frá Alþýðublaðinu. Myndasíða úr Tímanum 2. júlí frá laxveiðinni í Norðurá. Neðsta myndin sýnir hvar verðir laganna eru búnir að uppgötva felustað íslensku blaðamannanna í skógarrjóðrinu. Þarna sjást blaðamennirnir Elín Pálmadóttir, Matthías Jóhannessen, Gunnar G. Schram, Indriði G. Þorsteinsson og Eiður Guðnason.timrit.is Hertoginn hafði orðið var við blaðamenn og ljósmyndara. Varð hann pirraður á að fá ekki að veiða í friði og bað um að þeir yrðu fjarlægðir. Íslenska lögreglan virðist þó hafa haft skilning á fréttagildinu og því hún sá í gegnum fingur sér með að blaðamenn og ljósmyndarar færðu sig bara aðeins fjær og létu minna á sér bera í kjarrinu þegar þeir tækju myndir. Allir náðu þeir myndum af hertoganum að veiða lax. Frá Norðurá ók hersingin að flugvellinum á Stóra-Kroppi. Töldu menn að annar eins flugfloti hefði ekki áður sést á þessum litla sveitaflugvelli. Þar voru alls fimm flugvélar. Douglas Dakota-flugvél Flugfélags Íslands, Gunnfaxi, undir stjórn Jóhannesar Snorrasonar, og tvær aðrar flugvélar frá Birni Pálssyni, Vorið og Lóan, fluttu hertogann, íslenska ráðamenn og föruneyti úr Borgarfirði og norður á Akureyri. Aðrar tvær flugvélar voru á vegum dagblaða, önnur á vegum Tímans en hin á vegum breska blaðsins Daily Mail. Við komuna til Akureyrar. Flugvélin Gunnfaxi, sem flutti tignarmennina sumarið 1964, bíður núna örlaga sinna á Sólheimasandi.Minjasafnið á Akureyri Norðlendingar fjölmenntu á Akureyrarflugvöll til að fylgjast með komu hertogans og myndaðist umferðaröngþveiti milli bæjarins og flugvallarins. Ráðamenn Akureyrarbæjar, með Jón G. Sólnes, forseta bæjarstjórnar, í fararbroddi, tóku á móti fyrirmennunum. Því næst var haldið í Lystigarðinn þar sem fram fór móttökuathöfn með lúðrablæstri. Kvöldverðarhóf var í Sjallanum en síðan ekið í Mývatnssveit þar sem gist var í Reykjahlíð. Filippus prins á Akureyrarflugvelli með Ásgeiri Ásgeirssyni forseta, Jóni G. Sólnes, forseta bæjarstjórnar, og Magnúsi E. Guðjónssyni bæjarstjóra.Minjasafnið á Akureyri Næsta dag skoðaði Filippus fálkahreiður í Dimmuborgum undir leiðsögn Finns Guðmundssonar fuglafræðings og réri út á Mývatn. Þegar ekið var umhverfis vatnið settist prinsinn sjálfur undir stýri, öllum að óvörum. Varð mönnum ekki um sel að sjá hve hratt hann ók, ekki síst um beygjurnar, en honum tókst samt vel að þræða örmjóan malarveginn. Á flugvellinum við Reykjahlíð voru fjórar flugvélar vegna heimsóknar hertogans. Þaðan flaug Björn Pálsson með hann í TF-VOR suður til Reykjavíkur. Þangað var þá komin Comet-þota frá breska flughernum, „stóð þar gljáandi fögur og rennileg,“ sagði í frétt Tímans. Vísir sagði að prinsinn hafa sýnt leikni við akstur um mjóa malarvegina umhverfis Mývatn á Ford Zephyr-leigubíl frá Akureyri.timarit.is Filippus flaug þó ekki heim til Bretlands fyrr en daginn eftir. Síðasta daginn fór hann í kynnisför um Reykjavík í fylgd borgarstjórans, skoðaði safn Ásmundar Sveinssonar í Laugardal og hitti listamanninn, kynnti sér hitaveituframkvæmdir í Álfheimahverfinu og fór upp á Öskjuhlíð. Loks var Þjóðminjasafnið skoðað í fylgd Kristjáns Eldjárns. Drottningarsnekkjan Britannia á ytri höfninni í Reykjavík sumarið 1964.Höfundur ókunnur Mannfjöldi var einnig saman kominn á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu föstudaginn 3. júlí þegar ráðamenn þjóðarinnar, með forsetann og forsætisráðherra í broddi fylkingar, kvöddu hertogann. Hann veifaði til fólksins um leið og hann gekk um borð í Comet-þotuna. Breska Comet-þotan var önnur stóra þotan sem lenti í Reykjavík. Þremur árum áður, í júní 1961, hafði frönsk Caravelle-þota lent á flugvellinum á sýningarferðalagi um heiminn. Forsíða Þjóðviljans daginn eftir að prinsinn kvaddi sýnir flugtak Comet-þotunnar.timarit.is Flugbrautarbrunið var til norðurs í átt að Tjörninni og af ljósmyndum að dæma virðist hún hafa þurft nánast alla brautina til að takast á loft. Ætla má að miðborgin hafi nötrað undan hávaðanum þegar þotan skreið yfir húsþökin á fullu afli. Þegar frumgerð De Havilland Comet flaug í fyrsta sinn árið 1949 virtust Bretar vera búnir að ná afgerandi forystu í smíði flugvéla. Hún var tekin í notkun flugfélaga árið 1952 og markaði tímamót í flugsögunni, flaug næstum tvöfalt hraðar og tvöfalt hærra en aðrar farþegaflugvélar þess tíma. En svo hófust hörmungarnar. Á aðeins rúmu ári fórust þrjár Comet-þotur með öllum um borð. Þær hreinlega splundruðust á flugi og var ákveðið að kyrrsetja allan flotann. Við tóku ítarlegar rannsóknir sem stóðu yfir í tvö ár. Niðurstaðan var sú að málmþreytu væri um að kenna. Málmhlutir þoldu ekki það aukna álag sem fylgdi því að fljúga svo stórri flugvél svona miklu hraðar og hærra. Ljóst varð að hún yrði að vera miklu sterkbyggðari. Forsíða Alþýðublaðsins 4. júlí sagði að mörghundruð manns hefðu mætt á Reykjavíkurflugvöll til að kveðja prinsinn. Neðsta myndin sýnir þotuna lyftast af flugbrautinni með bílana á Hringbraut fyrir neðan. timarit.is Vestanhafs fylgdust bandarískir flugvélasmiðir grannt með. Breskur flugvélaiðnaður var í sárum og hafði misst tiltrú umheimsins. Á meðan þróuðu Boeing og Douglas farþegaþotur sem áttu eftir að taka yfir markaðinn, Boeing 707 og DC 8. Sú fyrrnefnda varð upphafið að margra áratuga sigurgöngu Boeing og bandarískrar flugvélaframleiðslu, sem átt hefur drjúgan þátt í efnahagsveldi Bandaríkjanna. Bretar gáfust þó ekki upp á Comet-þotunni. Þeir endurhönnuðu flugvélina og smíðuðu endurbættar útgáfur. Það var þó ekki fyrr en árið 1958 sem þær hófu farþegaflug á ný. Framleiðslu þeirra var hætt árið 1964 og höfðu þá 114 eintök verið smíðuð. Flugvélin sem sótti Filippus prins til Reykjavíkur var lengsta útgáfan, Comet 4. Hún var 34 metra löng, sex metrum lengri en fyrsta gerðin, og gat borið allt að 116 farþega. Frá Íslandi flaug hertoginn heim til Bretlands en stoppaði stutt. Þann 6. júlí var hann kominn til Nyasalands í Afríku, sem verið hafði bresk nýlenda, en var að verða sjálfstætt ríki innan breska samveldisins undir nýju nafni, Malaví. Filippus fór fyrir táknrænni athöfn þar sem breski fáninn var dreginn niður í síðasta sinn. Daginn eftir setti hann þjóðþing Malaví í fyrsta sinn í Zomba, fyrstu höfuðborg hins nýja þjóðríkis. Kóngafólk Bretland Forseti Íslands Lax Stangveiði Reykjavíkurflugvöllur Þingvellir Akureyrarflugvöllur Þingeyjarsveit Borgarbyggð Fjölmiðlar Söfn Akureyri Reykjavík Tengdar fréttir Dagurinn þegar fyrsta þotan lenti í Reykjavík Það var ekki Boeing 727-þotan Gullfaxi sem varð fyrsta þotan til að lenda á Reykjavíkurflugvelli sumarið 1967. Sex árum áður hafði nefnilega önnur farþegaþota orðið fyrri til að lenda á flugvelli höfuðborgarinnar. Sú var ekki bandarísk heldur frönsk. 27. október 2024 07:07 Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. 15. september 2024 07:27 Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Stjórn Skógasafns hefur lýst sig tilbúna að taka við Flugfélagsþristinum Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi til varðveislu á Samgöngusafninu á Skógum. Áhugafélagið „Vinir Gunnfaxa“ bíður núna svara frá eigendum flugvélarinnar, landeigendum Sólheimasands, um hvort þeir séu tilbúnir að láta hana af hendi til safnsins. 26. júlí 2025 07:27 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Heimsókn eiginmanns Bretadrottningar sumarið 1964 var fyrsta konunglega breska heimsóknin til Íslands. Fyrir Íslendinga, sem fylgdust úr fjarlægð með þeirri tæknibyltingu sem var að verða hjá mannkyni á þessum árum fyrstu geimferða, fylgdi heimsókninni spennandi tækninýjung. Þetta var í fyrsta sinn sem hin sögufræga Comet-þota, fyrsta farþegaþota heims, lenti á Reykjavíkurflugvelli. Hertoginn stígur á land í Reykjavíkurhöfn þar sem manngrúi mætti honum. Bryggjurnar voru þaktar fólki en einnig bátarnir og skipin.Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Sigurður Úlfarsson Hertoginn af Edinborg, sem var hans opinberi titill, flaug þó ekki til Íslands. Hann kom siglandi frá Bretlandseyjum á drottningarskipinu Britannia í fylgd herskips og hreppti leiðindaveður við Færeyjar, eins og sjá má í bresku fréttamyndskeiði um heimsóknina. „En eftir að hann kom að Íslandi sigldi hann í kringum landið, austur og norður fyrir í glampandi sólskini,“ sagði í frétt Morgunblaðsins. Comet 4-þota breska flughersins, sömu gerðar og sú sem sótti prinsinn. Þetta var stærsta þota sem lent hafði í Reykjavík.Richard Vandervord/Wikimedia Þótt hertoginn kæmi formlega í boði forseta Íslands, Ásgeirs Ásgeirssonar, var þetta ekki opinber heimsókn og hafði Filippus sjálfur látið í ljós þá ósk að hún yrði sem látlausust. Hann var aðallega kominn til að fara í laxveiði og skoða náttúru Íslands, vildi njóta útiveru og fara í fuglaskoðun. Forsíða Morgunblaðsins þann 1. júlí 1964 var öll lögð undir komu Pilippusar prins.timarit.is Prinsinn hafði reyndar einu sinni áður stigið fæti á íslenska jörð, þó í mýflugumynd. Hann hafði millilent á Keflavíkurflugvelli með stuttu stoppi tíu árum áður á leið til Kanada. Í Íslandsheimsókninni 1964 varð honum ekki að ósk sinni um látleysið. Til hliðar við laxveiðina og náttúruskoðunina voru skipulagðar athafnir með íslenskum ráðamönnum og var greint fyrirfram frá dagskránni í dagblöðum. Áhugi almennings á að sjá prinsinn reyndist gríðarlegur og var jafnan mannhaf hvar sem hann kom. Þannig hafði mikill mannfjöldi safnast saman við Reykjavíkurhöfn þegar prinsinn sté á land þann 30. júní 1964. Bryggjurnar voru þaktar forvitnum Íslendingum. Fólk tróð sér meira að segja um borð í nærliggjandi skip og báta til að sjá hann sem best. Myndirnar í Alþýðublaðinu sýna mannhafið á Austurvelli.timarit.is Móttökunefnd helstu ráðamanna var mætt á bryggjuna. Þar bauð Ásgeir Ásgeirsson forseti hann velkominn. Þar voru einnig meðal annarra Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Guðmundur Í. Guðmundsson utanríkisráðherra, Geir Hallgrímsson, borgarstjóri í Reykjavík, og breski sendiherrann á Íslandi, Basil Boothby. Forsíða Tímans 1. júlí 1964.timarit.is Frá höfninni var ekið að Alþingishúsinu. Hertoginn fór út á svalir þinghússins ásamt forseta Íslands og ávarpaði mannfjöldann. Hann var þvílíkur að ekki aðeins var Austurvöllur þéttskipaður fólki heldur einnig nærliggjandi götur en margir vinnustaðir höfðu gefið fólki frí frá vinnu til að geta séð hann. Sérstaka hrifningu vakti að Filippus flutti ávarp sitt á íslensku. Á þessum fyrsta degi fór hann einnig á Bessastaði, þar sem farið var í fuglaskoðun. Um kvöldið var svo haldin veisla honum til heiðurs í Súlnasal Hótels Sögu. Íslensku blöðin höfðu orð á því að hertoginn virtist hafa heillað þjóðina, sér í lagi þó kvenþjóðina, enda þótti hann myndarlegur maður. Þannig lét Alþýðublaðið þess getið að í mannmergð við bústað breska sendiherrans, þegar Filippus kom þangað, hafi kvenfólk greinilega verið í meirihluta. Hann var þá 43 ára gamall og Elísabet drottning 38 ára. Þau voru nýbúin að eignast yngsta soninn Játvarð, sem var aðeins þriggja mánaða gamall. Erfðaprinsinn Karl var fimmtán ára, Anna prinsessa þrettán ára og Andrés prins fjögurra ára. Forsíða Visis 3. júlí daginn sem prinsinn hélt af landi brott. Neðri myndin sýnir hann ganga um borð í Comet-þotuna á Reykjavíkurflugvelli. Á efri myndinni sést hann skoða borholu Hitaveitu Reykjavíkur við Suðurlandsbraut í fylgd Geirs Hallgrímssonar borgarstjóra og fleiri embættismanna borgarinnar.timarit.is Að morgni annars dags Íslandsheimsóknar Filippusar var ekið til Þingvalla. Þar fræddi Kristján Eldjárn þjóðminjavörður um sögu staðarins og Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur um náttúruna en hann var leiðsögumaður á ferðalaginu. Frá Þingvöllum var ekið um Uxahryggi að Norðurá í Borgarfirði þar sem hertoganum tókst að veiða þrjá laxa við Laxfoss. Helstu framámenn landsins voru í fylgdarliðinu. Einvalalið þjóðþekktra íslenskra blaðamanna fylgdi einnig hertoganum þótt reynt væri að hindra aðgang þeirra. Blöðin ætluðu ekki að láta sitt eftir liggja í að þjóna lesendum sínum sem best með ítarlegum frásögnum og myndum af heimsókninni. Í frétt Tímans voru talin upp nöfnin þegar lögreglan uppgötvaði felustað þeirra í skógarkjarrinu ofan Norðurár; Elín Pálmadóttir og Matthías Johannessen frá Morgunblaðinu, Gunnar Schram frá Vísi, Indriði G. Þorsteinsson frá Tímanum og Eiður Guðnason frá Alþýðublaðinu. Í hópi íslenskra ljósmyndara voru Ólafur K. Magnússon frá Morgunblaðinu, Ingimundur Magnússon frá Vísi, Guðjón Einarsson frá Tímanum og Jóhann Vilberg Árnason frá Alþýðublaðinu. Myndasíða úr Tímanum 2. júlí frá laxveiðinni í Norðurá. Neðsta myndin sýnir hvar verðir laganna eru búnir að uppgötva felustað íslensku blaðamannanna í skógarrjóðrinu. Þarna sjást blaðamennirnir Elín Pálmadóttir, Matthías Jóhannessen, Gunnar G. Schram, Indriði G. Þorsteinsson og Eiður Guðnason.timrit.is Hertoginn hafði orðið var við blaðamenn og ljósmyndara. Varð hann pirraður á að fá ekki að veiða í friði og bað um að þeir yrðu fjarlægðir. Íslenska lögreglan virðist þó hafa haft skilning á fréttagildinu og því hún sá í gegnum fingur sér með að blaðamenn og ljósmyndarar færðu sig bara aðeins fjær og létu minna á sér bera í kjarrinu þegar þeir tækju myndir. Allir náðu þeir myndum af hertoganum að veiða lax. Frá Norðurá ók hersingin að flugvellinum á Stóra-Kroppi. Töldu menn að annar eins flugfloti hefði ekki áður sést á þessum litla sveitaflugvelli. Þar voru alls fimm flugvélar. Douglas Dakota-flugvél Flugfélags Íslands, Gunnfaxi, undir stjórn Jóhannesar Snorrasonar, og tvær aðrar flugvélar frá Birni Pálssyni, Vorið og Lóan, fluttu hertogann, íslenska ráðamenn og föruneyti úr Borgarfirði og norður á Akureyri. Aðrar tvær flugvélar voru á vegum dagblaða, önnur á vegum Tímans en hin á vegum breska blaðsins Daily Mail. Við komuna til Akureyrar. Flugvélin Gunnfaxi, sem flutti tignarmennina sumarið 1964, bíður núna örlaga sinna á Sólheimasandi.Minjasafnið á Akureyri Norðlendingar fjölmenntu á Akureyrarflugvöll til að fylgjast með komu hertogans og myndaðist umferðaröngþveiti milli bæjarins og flugvallarins. Ráðamenn Akureyrarbæjar, með Jón G. Sólnes, forseta bæjarstjórnar, í fararbroddi, tóku á móti fyrirmennunum. Því næst var haldið í Lystigarðinn þar sem fram fór móttökuathöfn með lúðrablæstri. Kvöldverðarhóf var í Sjallanum en síðan ekið í Mývatnssveit þar sem gist var í Reykjahlíð. Filippus prins á Akureyrarflugvelli með Ásgeiri Ásgeirssyni forseta, Jóni G. Sólnes, forseta bæjarstjórnar, og Magnúsi E. Guðjónssyni bæjarstjóra.Minjasafnið á Akureyri Næsta dag skoðaði Filippus fálkahreiður í Dimmuborgum undir leiðsögn Finns Guðmundssonar fuglafræðings og réri út á Mývatn. Þegar ekið var umhverfis vatnið settist prinsinn sjálfur undir stýri, öllum að óvörum. Varð mönnum ekki um sel að sjá hve hratt hann ók, ekki síst um beygjurnar, en honum tókst samt vel að þræða örmjóan malarveginn. Á flugvellinum við Reykjahlíð voru fjórar flugvélar vegna heimsóknar hertogans. Þaðan flaug Björn Pálsson með hann í TF-VOR suður til Reykjavíkur. Þangað var þá komin Comet-þota frá breska flughernum, „stóð þar gljáandi fögur og rennileg,“ sagði í frétt Tímans. Vísir sagði að prinsinn hafa sýnt leikni við akstur um mjóa malarvegina umhverfis Mývatn á Ford Zephyr-leigubíl frá Akureyri.timarit.is Filippus flaug þó ekki heim til Bretlands fyrr en daginn eftir. Síðasta daginn fór hann í kynnisför um Reykjavík í fylgd borgarstjórans, skoðaði safn Ásmundar Sveinssonar í Laugardal og hitti listamanninn, kynnti sér hitaveituframkvæmdir í Álfheimahverfinu og fór upp á Öskjuhlíð. Loks var Þjóðminjasafnið skoðað í fylgd Kristjáns Eldjárns. Drottningarsnekkjan Britannia á ytri höfninni í Reykjavík sumarið 1964.Höfundur ókunnur Mannfjöldi var einnig saman kominn á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu föstudaginn 3. júlí þegar ráðamenn þjóðarinnar, með forsetann og forsætisráðherra í broddi fylkingar, kvöddu hertogann. Hann veifaði til fólksins um leið og hann gekk um borð í Comet-þotuna. Breska Comet-þotan var önnur stóra þotan sem lenti í Reykjavík. Þremur árum áður, í júní 1961, hafði frönsk Caravelle-þota lent á flugvellinum á sýningarferðalagi um heiminn. Forsíða Þjóðviljans daginn eftir að prinsinn kvaddi sýnir flugtak Comet-þotunnar.timarit.is Flugbrautarbrunið var til norðurs í átt að Tjörninni og af ljósmyndum að dæma virðist hún hafa þurft nánast alla brautina til að takast á loft. Ætla má að miðborgin hafi nötrað undan hávaðanum þegar þotan skreið yfir húsþökin á fullu afli. Þegar frumgerð De Havilland Comet flaug í fyrsta sinn árið 1949 virtust Bretar vera búnir að ná afgerandi forystu í smíði flugvéla. Hún var tekin í notkun flugfélaga árið 1952 og markaði tímamót í flugsögunni, flaug næstum tvöfalt hraðar og tvöfalt hærra en aðrar farþegaflugvélar þess tíma. En svo hófust hörmungarnar. Á aðeins rúmu ári fórust þrjár Comet-þotur með öllum um borð. Þær hreinlega splundruðust á flugi og var ákveðið að kyrrsetja allan flotann. Við tóku ítarlegar rannsóknir sem stóðu yfir í tvö ár. Niðurstaðan var sú að málmþreytu væri um að kenna. Málmhlutir þoldu ekki það aukna álag sem fylgdi því að fljúga svo stórri flugvél svona miklu hraðar og hærra. Ljóst varð að hún yrði að vera miklu sterkbyggðari. Forsíða Alþýðublaðsins 4. júlí sagði að mörghundruð manns hefðu mætt á Reykjavíkurflugvöll til að kveðja prinsinn. Neðsta myndin sýnir þotuna lyftast af flugbrautinni með bílana á Hringbraut fyrir neðan. timarit.is Vestanhafs fylgdust bandarískir flugvélasmiðir grannt með. Breskur flugvélaiðnaður var í sárum og hafði misst tiltrú umheimsins. Á meðan þróuðu Boeing og Douglas farþegaþotur sem áttu eftir að taka yfir markaðinn, Boeing 707 og DC 8. Sú fyrrnefnda varð upphafið að margra áratuga sigurgöngu Boeing og bandarískrar flugvélaframleiðslu, sem átt hefur drjúgan þátt í efnahagsveldi Bandaríkjanna. Bretar gáfust þó ekki upp á Comet-þotunni. Þeir endurhönnuðu flugvélina og smíðuðu endurbættar útgáfur. Það var þó ekki fyrr en árið 1958 sem þær hófu farþegaflug á ný. Framleiðslu þeirra var hætt árið 1964 og höfðu þá 114 eintök verið smíðuð. Flugvélin sem sótti Filippus prins til Reykjavíkur var lengsta útgáfan, Comet 4. Hún var 34 metra löng, sex metrum lengri en fyrsta gerðin, og gat borið allt að 116 farþega. Frá Íslandi flaug hertoginn heim til Bretlands en stoppaði stutt. Þann 6. júlí var hann kominn til Nyasalands í Afríku, sem verið hafði bresk nýlenda, en var að verða sjálfstætt ríki innan breska samveldisins undir nýju nafni, Malaví. Filippus fór fyrir táknrænni athöfn þar sem breski fáninn var dreginn niður í síðasta sinn. Daginn eftir setti hann þjóðþing Malaví í fyrsta sinn í Zomba, fyrstu höfuðborg hins nýja þjóðríkis.
Kóngafólk Bretland Forseti Íslands Lax Stangveiði Reykjavíkurflugvöllur Þingvellir Akureyrarflugvöllur Þingeyjarsveit Borgarbyggð Fjölmiðlar Söfn Akureyri Reykjavík Tengdar fréttir Dagurinn þegar fyrsta þotan lenti í Reykjavík Það var ekki Boeing 727-þotan Gullfaxi sem varð fyrsta þotan til að lenda á Reykjavíkurflugvelli sumarið 1967. Sex árum áður hafði nefnilega önnur farþegaþota orðið fyrri til að lenda á flugvelli höfuðborgarinnar. Sú var ekki bandarísk heldur frönsk. 27. október 2024 07:07 Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. 15. september 2024 07:27 Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Stjórn Skógasafns hefur lýst sig tilbúna að taka við Flugfélagsþristinum Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi til varðveislu á Samgöngusafninu á Skógum. Áhugafélagið „Vinir Gunnfaxa“ bíður núna svara frá eigendum flugvélarinnar, landeigendum Sólheimasands, um hvort þeir séu tilbúnir að láta hana af hendi til safnsins. 26. júlí 2025 07:27 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Dagurinn þegar fyrsta þotan lenti í Reykjavík Það var ekki Boeing 727-þotan Gullfaxi sem varð fyrsta þotan til að lenda á Reykjavíkurflugvelli sumarið 1967. Sex árum áður hafði nefnilega önnur farþegaþota orðið fyrri til að lenda á flugvelli höfuðborgarinnar. Sú var ekki bandarísk heldur frönsk. 27. október 2024 07:07
Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. 15. september 2024 07:27
Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Stjórn Skógasafns hefur lýst sig tilbúna að taka við Flugfélagsþristinum Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi til varðveislu á Samgöngusafninu á Skógum. Áhugafélagið „Vinir Gunnfaxa“ bíður núna svara frá eigendum flugvélarinnar, landeigendum Sólheimasands, um hvort þeir séu tilbúnir að láta hana af hendi til safnsins. 26. júlí 2025 07:27