Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. ágúst 2025 13:05 Það verður meira en nóg að gera á hátíðarhöldum dagsins á Hjalteyri í Hörgársveit í dag. Aðsend Ein af hátíðum helgarinnar er á Hjalteyri í Hörgársveit en þar búa fimmtíu manns. Boðið verður upp á verbúðarstemmingu, veiði á bryggjunni, grillveislu, kyndlagöngu og í kvöld verður flugeldasýning við hafnargarðinn. Stóru útihátíðatíðirnar um verslunarmannahelgina fá yfirleitt mestu umfjöllunina í fjölmiðlum, sem von er en á sama tíma eru smærri hátíðir haldnar hér og þar um landið, sem er kannski ekki mikið fjallað um. Ein af hátíðum helgarinnar er þar en það er fjölskylduhátíð á Hjalteyri á Norðurlandi, sem stendur þó bara yfir í dag, 2. ágúst. Maðurinn, sem sér um skipulagningu hátíðarinnar er Jón Þór Brynjarsson, sem er einn af fimmtíu íbúum á Hjalteyri. „Við byrjum daginn klukkan 14:00 á því að opna verbúðina og þar verður ýmislegt. Það verður hægt að fá sér ástarpunga og lummur og ég veit ekki hvað og hvað. Svo erum við með leiksvæði hérna, sem verður opið allan daginn. Þar verður við með tvo hoppukastala, ærslabelg og ýmislegt fyrir börnin að gera,“ segir Jón Þór. Jón Þór segir að fjölmargir komi á Hjalteyri um verslunarmannahelgina og taki þátt í dagskrá dagsins með sínu fólki. „Já, þetta er búið að vera í mörg, mörg ár. Við erum alltaf aðeins að bæta í. Svo endum við um kvöldið þar sem við verðum með grillveislu en sú veisla fer fram í gömlum síldartanki“, segir Jón. Jón Þór Brynjarsson, alltaf kallaður Jonni, sem sér um hátíðarhöld dagsins á Hjalteyri í dag.Aðsend Þannig að það er heilmikil stemning á Hjalteyri í dag? „Já, já, og veðrið bara stefnir í að verða gott, þannig að þetta lítur vel út,“ segir Jón Þór og bætir við. „Svo erum við með dagskrá í gömlu síldarverksmiðjunni, það er komin ýmis starfsemi þar. Þar verða opnar vinnustofur en þar er gullsmiður, það er sútun, það eru listsýningar og það er bara eitthvað fyrir alla. Það er líka bara gaman að rölta um Hjalteyri og skoða gömlu síldarverksmiðjuna og gömlu húsin, þannig að það ætti að vera eitthvað fyrir alla,“ sagði Jón Þór kátur og hress. Um 50 manns búa á Hjalteyri.Aðsend Hörgársveit Verslunarmannahelgin Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Stóru útihátíðatíðirnar um verslunarmannahelgina fá yfirleitt mestu umfjöllunina í fjölmiðlum, sem von er en á sama tíma eru smærri hátíðir haldnar hér og þar um landið, sem er kannski ekki mikið fjallað um. Ein af hátíðum helgarinnar er þar en það er fjölskylduhátíð á Hjalteyri á Norðurlandi, sem stendur þó bara yfir í dag, 2. ágúst. Maðurinn, sem sér um skipulagningu hátíðarinnar er Jón Þór Brynjarsson, sem er einn af fimmtíu íbúum á Hjalteyri. „Við byrjum daginn klukkan 14:00 á því að opna verbúðina og þar verður ýmislegt. Það verður hægt að fá sér ástarpunga og lummur og ég veit ekki hvað og hvað. Svo erum við með leiksvæði hérna, sem verður opið allan daginn. Þar verður við með tvo hoppukastala, ærslabelg og ýmislegt fyrir börnin að gera,“ segir Jón Þór. Jón Þór segir að fjölmargir komi á Hjalteyri um verslunarmannahelgina og taki þátt í dagskrá dagsins með sínu fólki. „Já, þetta er búið að vera í mörg, mörg ár. Við erum alltaf aðeins að bæta í. Svo endum við um kvöldið þar sem við verðum með grillveislu en sú veisla fer fram í gömlum síldartanki“, segir Jón. Jón Þór Brynjarsson, alltaf kallaður Jonni, sem sér um hátíðarhöld dagsins á Hjalteyri í dag.Aðsend Þannig að það er heilmikil stemning á Hjalteyri í dag? „Já, já, og veðrið bara stefnir í að verða gott, þannig að þetta lítur vel út,“ segir Jón Þór og bætir við. „Svo erum við með dagskrá í gömlu síldarverksmiðjunni, það er komin ýmis starfsemi þar. Þar verða opnar vinnustofur en þar er gullsmiður, það er sútun, það eru listsýningar og það er bara eitthvað fyrir alla. Það er líka bara gaman að rölta um Hjalteyri og skoða gömlu síldarverksmiðjuna og gömlu húsin, þannig að það ætti að vera eitthvað fyrir alla,“ sagði Jón Þór kátur og hress. Um 50 manns búa á Hjalteyri.Aðsend
Hörgársveit Verslunarmannahelgin Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira