Enski boltinn

Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Alexander Isak er á leiðinni aftur til Newcastle en óvíst er hvort hann verði áfram hjá félaginu eða fari til Liverpool.
Alexander Isak er á leiðinni aftur til Newcastle en óvíst er hvort hann verði áfram hjá félaginu eða fari til Liverpool. Serena Taylor/Newcastle United via Getty Images

Alexander Isak er á leiðinni aftur til Englands á æfingar með Newcastle eftir að hafa æft einsamall með Real Sociedad síðustu daga.

Meirihluti leikmannahópsins er í æfingaferð um Asíu en Isak mun æfa með öðrum leikmönnum liðsins á morgun, áður en hópurinn snýr aftur í næstu viku.

Mikil upplýsingaóreiða ríkir um framtíð hans hjá félaginu.

Isak er sagður vilja fara frá Newcastle og kaus sjálfur að fara ekki með í æfingaferðina til Asíu. Þess í stað æfði hann einsamall hjá sínu gamla liði, Real Sociedad.

Liverpool er talinn óskaáfangastaðurinn og félagið lagði fram tilboð í Isak í gær, sem Newcastle hafnaði.

Þrátt fyrir að hafa hafnað tilboði Liverpool ákvað Newcastle að bjóða í Benjamin Sesko, sem myndi leysa framherjastöðuna ef Isak fer.

En að svo stöddu er Isak enn leikmaður Newcastle og Benjamin Sesko er enn leikmaður RB Leipzig. Óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér.


Tengdar fréttir

Newcastle býður í Sesko

Newcastle hefur lagt fram áttatíu milljóna evra tilboð í Benjamin Sesko, framherja RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni.

Newcastle hafnar tilboði Liverpool

Newcastle hefur hafnað fyrsta formlega tilboði Liverpool í framherjann Alexander Isak. Frá þessu greina breskir miðlar.

Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins?

Það virðist sífellt óumflýjanlegra að Liverpool klófesti framherjann Alexander Isak á metfé frá Newcastle United. Hann myndi bætast við ógnvænlega sterka framlínu liðsins. Varnarleikurinn hefur aftur á móti verið áhyggjuefni sumarsins.

Isak æfir hjá Orra Steini og félögum

Sænski framherjinn Alexander Isak hefur fengið hæli hjá fyrrum félagi sínu Real Sociedad á meðan hann neitar að vera með liðsfélögum sínum í Newcastle í Austurlöndum fjær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×