Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. ágúst 2025 15:31 Katie Ledecky vann HM í sjöunda sinn en þurfti að hafa mun meira fyrir því en vanalega. Sarah Stier/Getty Images Skriðsundsdrottningin Katie Ledecky lenti í vandræðum og var nálægt því að missa af gullverðlaunum á heimsmeistaramótinu í 800 metra skriðsundi í fyrsta sinn. Hún var önnur þegar aðeins hundrað metrar voru eftir en barðist til baka og hélt krúnunni. Átján ára ungstirni ógnaði drottningunni. Katie Ledecky er sigursælasta sundkona allra tíma og sú langbesta til að hafa nokkurn tímann synt 800 metra skriðsund. Hún hefur unnið gullverðlaun í greininni á HM alls sjö sinnum, eða í hvert einasta skipti sem hún hefur tekið þátt síðan árið 2013, þá sextán ára gömul. Meira að segja þegar hún glímdi við veikindi á HM 2019 stakk hún sér í 800 metra skriðsundið og vann gullið. Í nótt lenti hún hins vegar í mikilli áskorun frá hinni átján ára gömlu Summer McIntosh. Hin átján ára gamla Summer McIntosh er ein efnilegasta sundkona heims um þessar mundir. Lintao Zhang/Getty Images Eftirvæntingin var mikil fyrirfram enda hafði McIntosh unnið gullverðlaun í þremur öðrum greinum á mótinu og þótti líklegust til að steypa Ledecky úr stóli. Þegar hundrað metrar voru eftir af sundinu var McIntosh með forystuna en þá var orkan á þrotum og ungstirnið dróst aftur úr. Ledecky átti hins vegar aukakraftinn sem þurfti og fagnaði sigri á HM í sjöunda sinn. HM gullverðlaunin væru líklega átta, en Ledecky sleppti HM í fyrra til að einbeita sér að Ólympíuleikunum, þar sem hún vann gull. McIntosh endaði svo í þriðja sæti, á eftir hinni áströlsku Lani Pallister, sem synti frábæran endasprett og tók fram úr henni til að hirða silfrið. Þrátt fyrir að hafa klárað orkuna og þurft að sætta sig við þriðja sætið getur hin átján ára gamla McIntosh gengið sátt frá mótinu, með þrjú önnur gullverðlaun í farteskinu. Tímabilið er nú á enda, McIntosh þykir enn langlíklegust til að binda enda á yfirráð Ledecky í 800 metra skriðsundinu, en verður að bíða með það þar til á næsta ári. Sund Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Katie Ledecky er sigursælasta sundkona allra tíma og sú langbesta til að hafa nokkurn tímann synt 800 metra skriðsund. Hún hefur unnið gullverðlaun í greininni á HM alls sjö sinnum, eða í hvert einasta skipti sem hún hefur tekið þátt síðan árið 2013, þá sextán ára gömul. Meira að segja þegar hún glímdi við veikindi á HM 2019 stakk hún sér í 800 metra skriðsundið og vann gullið. Í nótt lenti hún hins vegar í mikilli áskorun frá hinni átján ára gömlu Summer McIntosh. Hin átján ára gamla Summer McIntosh er ein efnilegasta sundkona heims um þessar mundir. Lintao Zhang/Getty Images Eftirvæntingin var mikil fyrirfram enda hafði McIntosh unnið gullverðlaun í þremur öðrum greinum á mótinu og þótti líklegust til að steypa Ledecky úr stóli. Þegar hundrað metrar voru eftir af sundinu var McIntosh með forystuna en þá var orkan á þrotum og ungstirnið dróst aftur úr. Ledecky átti hins vegar aukakraftinn sem þurfti og fagnaði sigri á HM í sjöunda sinn. HM gullverðlaunin væru líklega átta, en Ledecky sleppti HM í fyrra til að einbeita sér að Ólympíuleikunum, þar sem hún vann gull. McIntosh endaði svo í þriðja sæti, á eftir hinni áströlsku Lani Pallister, sem synti frábæran endasprett og tók fram úr henni til að hirða silfrið. Þrátt fyrir að hafa klárað orkuna og þurft að sætta sig við þriðja sætið getur hin átján ára gamla McIntosh gengið sátt frá mótinu, með þrjú önnur gullverðlaun í farteskinu. Tímabilið er nú á enda, McIntosh þykir enn langlíklegust til að binda enda á yfirráð Ledecky í 800 metra skriðsundinu, en verður að bíða með það þar til á næsta ári.
Sund Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira