„Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. ágúst 2025 19:22 Mörður hefur verulegar áhyggjur af því að gögn íslenska ríkissins séu geymd í skýjaþjónustu í Bandaríkjunum. Vísir/Samsett Greitt aðgengi bandarískra stjórnvalda að viðkvæmum gögnum íslenska ríkisins er mikið áhyggjuefni að mati framkvæmdastjóra eins elsta vefhýsingarfyrirtækis á Íslandi. Hann kallar eftir umræðu um málið og viðbrögðum ráðamanna, stafrænt fullveldi Íslands sé í húfi. „Trump les tölvupóstinn þinn“ er yfirskrift á aðsendri grein sem birtist á dögunum á Vísi. Höfundurinn Mörður Áslaugarson er framkvæmdastjóri vefhýsingafyrirtækisins 1984 og bendir hann á í greininni að nær öll stjórnsýsla á Íslandi sé orðin rafræn og að hún sé öll hýst í bandarískum skýjaþjónustum. Það þýði að bandarísk stjórnvöld geti á grundvelli laga um þjóðaröryggi auðveldlega nálgast þau gögn. „Og við sem verðum fyrir þessu munum aldrei vita af því,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. „Þannig ef bandarísk yfirvöld bera fyrir sig þjóðaröryggi sem er nú ákaflega teygjanlegt hugtak núorðið undir þeirri stjórn sem er í Bandaríkjunum núna, að þá bara hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna,“ Ágætt dæmi sé Fjarskiptastofa, sem Merði og félögum í 1984 ber að gera grein fyrir sínum öryggisráðstöfunum þar sem fyrirtækið er flokkað sem hluti af nauðsynlegum stafrænum innviðum íslenska ríkisins. „Fjarskiptastofa á öll sín innri samskipti meira og minna í gegnum Microsoft fyrirtækið og þessu hafa bandarísk stjórnvöld að öllu aðgengi að ef þau vilja.“ Mörður segir um þjóðaröryggismál að ræða. „Það er náttúrulega svona kannski hið stafræna fullveldi okkar. Yfirráð okkar, ríkisins og hins opinbera yfir þessum upplýsingum sem falla til um opinbera starfsemi, um íslenska ríkisborgara, að sjálfsögðu kemur þetta okkur við.“ En hvað er til ráða? „Ég get tekið dæmi. Svisslendingar eru að horfast í augu við þennan vanda og þeir hafa lagt í á þriðja hundruð milljón dollara í það einmitt að búa til heimasmíðaðar lausnir til þess að ná sér út úr þessum bandarísku Cloud umhverfum. Þetta tekur tíma, þetta er dýrt og það þarf að endurþjálfa tæknimenn og það þarf að taka skref, þetta gerist ekki fyrirhafnalaust.“ Öryggis- og varnarmál Netöryggi Stafræn þróun Bandaríkin Donald Trump Stjórnsýsla Fjarskipti Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
„Trump les tölvupóstinn þinn“ er yfirskrift á aðsendri grein sem birtist á dögunum á Vísi. Höfundurinn Mörður Áslaugarson er framkvæmdastjóri vefhýsingafyrirtækisins 1984 og bendir hann á í greininni að nær öll stjórnsýsla á Íslandi sé orðin rafræn og að hún sé öll hýst í bandarískum skýjaþjónustum. Það þýði að bandarísk stjórnvöld geti á grundvelli laga um þjóðaröryggi auðveldlega nálgast þau gögn. „Og við sem verðum fyrir þessu munum aldrei vita af því,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. „Þannig ef bandarísk yfirvöld bera fyrir sig þjóðaröryggi sem er nú ákaflega teygjanlegt hugtak núorðið undir þeirri stjórn sem er í Bandaríkjunum núna, að þá bara hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna,“ Ágætt dæmi sé Fjarskiptastofa, sem Merði og félögum í 1984 ber að gera grein fyrir sínum öryggisráðstöfunum þar sem fyrirtækið er flokkað sem hluti af nauðsynlegum stafrænum innviðum íslenska ríkisins. „Fjarskiptastofa á öll sín innri samskipti meira og minna í gegnum Microsoft fyrirtækið og þessu hafa bandarísk stjórnvöld að öllu aðgengi að ef þau vilja.“ Mörður segir um þjóðaröryggismál að ræða. „Það er náttúrulega svona kannski hið stafræna fullveldi okkar. Yfirráð okkar, ríkisins og hins opinbera yfir þessum upplýsingum sem falla til um opinbera starfsemi, um íslenska ríkisborgara, að sjálfsögðu kemur þetta okkur við.“ En hvað er til ráða? „Ég get tekið dæmi. Svisslendingar eru að horfast í augu við þennan vanda og þeir hafa lagt í á þriðja hundruð milljón dollara í það einmitt að búa til heimasmíðaðar lausnir til þess að ná sér út úr þessum bandarísku Cloud umhverfum. Þetta tekur tíma, þetta er dýrt og það þarf að endurþjálfa tæknimenn og það þarf að taka skref, þetta gerist ekki fyrirhafnalaust.“
Öryggis- og varnarmál Netöryggi Stafræn þróun Bandaríkin Donald Trump Stjórnsýsla Fjarskipti Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira