Bolsonaro í stofufangelsi Agnar Már Másson skrifar 4. ágúst 2025 22:25 Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, stundum kallaður „Trump dós Tropicos“. AP/Eraldo Peres Hæstiréttur Brasilíu hefur skipað Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti landsins, í stofufangelsi en hann á yfir höfði sér ákæru vegna meintrar valdaránstilraunar. Alríkislögreglan hefur lagt hald á símann hans. Í gær var mótmælt víða um landið til stuðnings Bolsonaro, sem hefur sakað yfirvöld um nornaveiðar, en forsetinn fyrrverandi róttækur hægrimaður og nýtur stuðnings Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Forsetinn fyrrverandi hefur þegar þurft að ganga um með ökklaband síðustu tvær vikur og verið gert að dvelja á heimili sínu á næturnar. En nú er honum alfarið óheimilt að yfirgefa heimili sitt. Hæstaréttardómarinn Alexandre de Moraes tilkynnti þetta í dag, mánudag, að því er brasilíski miðillinn G1 greinir frá. Dómarinn segir að Bolsonaro hafi brotið gegn varúðarráðstöfunum sem dómurinn hafði sett honum. Frá mótmælum til stuðnings Bolsonaro í gær, sunnudag.AP Í úrskurði Hæstaréttar segir að Bolsonaro hafi notað samfélagsmiðlareikninga bandamanna sinna, þar á meðal þriggja sona sinna sem allir eru þingmenn, til að dreifa efni sem hvatti bæði til og kynti undir árásir á Hæstarétt Brasilíu. Í færslum sé stuðningi lýst yfir við erlenda íhlutun í brasilíska dómskerfið. Ein af þessum færslum hafi birst á sunnudag vegna mótmæla í borgum um allt landið til stuðnings Bolsonaro. Alexandre de Moraes, Hæstaréttardómari í Brasilíu.AP Bolsonaro er sakaður um að hafa reynt að snúa við niðurstöðu kosninga 2022 þegar hann tapaði gegn Luiz Inacio Lula da Silva, núverandi forseta. Í janúar 2023 réðst fjöldi stuðningsmanna Bolsonaro inn í brasilíska þinghúsið. Yfirvöld í Brasilíu halda því fram að ætlunin hafi verið að taka Lula forseta af lífi. Bolsonaro hefur írekað neitað sök og sagt að hann þurfo að þoli nornaveiðar. Málið minnir óneitanlega á mál Trumps, sem var ákærður vegna meintrar valdaránstilraunar sinnar 2021 en Bolsonaro hefur verið kallaður „Trump dos trópicos“ í heimalandinu, þ.e. Hitabeltis-Trump. Bandaríkjamenn hafa nú tilkynnt um 50 prósenta toll sem tekur gildi á miðvikudag, meðal annars vegna meintra „ofsókna“ í garð Bolsonaro, skrifar Hvíta húsið. Brasilía Donald Trump Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Í gær var mótmælt víða um landið til stuðnings Bolsonaro, sem hefur sakað yfirvöld um nornaveiðar, en forsetinn fyrrverandi róttækur hægrimaður og nýtur stuðnings Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Forsetinn fyrrverandi hefur þegar þurft að ganga um með ökklaband síðustu tvær vikur og verið gert að dvelja á heimili sínu á næturnar. En nú er honum alfarið óheimilt að yfirgefa heimili sitt. Hæstaréttardómarinn Alexandre de Moraes tilkynnti þetta í dag, mánudag, að því er brasilíski miðillinn G1 greinir frá. Dómarinn segir að Bolsonaro hafi brotið gegn varúðarráðstöfunum sem dómurinn hafði sett honum. Frá mótmælum til stuðnings Bolsonaro í gær, sunnudag.AP Í úrskurði Hæstaréttar segir að Bolsonaro hafi notað samfélagsmiðlareikninga bandamanna sinna, þar á meðal þriggja sona sinna sem allir eru þingmenn, til að dreifa efni sem hvatti bæði til og kynti undir árásir á Hæstarétt Brasilíu. Í færslum sé stuðningi lýst yfir við erlenda íhlutun í brasilíska dómskerfið. Ein af þessum færslum hafi birst á sunnudag vegna mótmæla í borgum um allt landið til stuðnings Bolsonaro. Alexandre de Moraes, Hæstaréttardómari í Brasilíu.AP Bolsonaro er sakaður um að hafa reynt að snúa við niðurstöðu kosninga 2022 þegar hann tapaði gegn Luiz Inacio Lula da Silva, núverandi forseta. Í janúar 2023 réðst fjöldi stuðningsmanna Bolsonaro inn í brasilíska þinghúsið. Yfirvöld í Brasilíu halda því fram að ætlunin hafi verið að taka Lula forseta af lífi. Bolsonaro hefur írekað neitað sök og sagt að hann þurfo að þoli nornaveiðar. Málið minnir óneitanlega á mál Trumps, sem var ákærður vegna meintrar valdaránstilraunar sinnar 2021 en Bolsonaro hefur verið kallaður „Trump dos trópicos“ í heimalandinu, þ.e. Hitabeltis-Trump. Bandaríkjamenn hafa nú tilkynnt um 50 prósenta toll sem tekur gildi á miðvikudag, meðal annars vegna meintra „ofsókna“ í garð Bolsonaro, skrifar Hvíta húsið.
Brasilía Donald Trump Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira