Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Atli Ísleifsson skrifar 5. ágúst 2025 12:24 Áætlað er að fyrsta koma verði 29. maí 2026. Alaska Airlines Bandaríska flugfélagið Alaska Airlines mun hefja beint flug á milli Keflavíkurflugvallar (KEF) og Seattle sumarið 2026. Í tilkynningu frá Isavia segir að áætlað sé að fyrsta koma verði 29. maí og verði flogið daglega frá heimaflugvelli Alaska Airlines, Seattle-Tacoma (SEA) sem sé mikilvægur tengiflugvöllur fyrir vesturhluta Bandaríkjanna og Kanada. „Við tökum fagnandi á móti Alaska Airlines sem mun styrkja enn frekar flugtengingar Keflavíkurflugvallar við Norður-Ameríku í gegnum heimavöll þeirra í Seattle. Með þessu mun valkostum þeirra sem vilja heimsækja Ísland og nota KEF sem tengistöð fjölga,“ er haft eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli. „Eftirspurn eftir flugi frá Norður Ameríku heldur áfram að vaxa og koma Alaska Airlines sýnir aðdráttarafl Íslands sem einstaks áfangstaðar og hversu öflug tengistöðin í Keflavík er orðin.“ Keflavíkurflugvöllur verður einn af fyrstu áfangastöðum Alaska Airlines í Evrópu frá og með næsta sumri. „Ísland verður ávallt á óskalista ævintýragjarnra ferðalanga og útivistarfólks, ásamt því að Keflvíkurflugvöllur verður gestum okkar mikilvægur tengipunktur við Evrópu,“ er haft eftir Ben Minicucci, forstjóra Alaska Airlines. Hann segir að með beinu flugi til KEF næsta sumar sé flugfélagið að stíga mikilvægt skref í átt að framtíðarsýn félagsins um að tengja gesti sína við heiminn með framboði í alþjóðaflugi. Í tilkynningunni segir að Seattle-Tacoma (SEA) sé mikilvægur tengiflugvöllur fyrir vesturströnd Bandríkjanna og víðar í Norður-Ameríku. „Alaska Airlines eru stærsta flugfélag vallarins og bjóða yfir 300 brottfarir daglega til 60 áfangastaða í Norður-Ameríku, meðal annars allra helstu borga vesturstrandar Bandaríkjanna. Með komu Alaska Airlines opnast því betri tengingar fyrir ferðalanga sem vilja heimsækja Ísland eða nýta KEF sem tengistöð við áfangastaði í Evrópu.“ Isavia Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Í tilkynningu frá Isavia segir að áætlað sé að fyrsta koma verði 29. maí og verði flogið daglega frá heimaflugvelli Alaska Airlines, Seattle-Tacoma (SEA) sem sé mikilvægur tengiflugvöllur fyrir vesturhluta Bandaríkjanna og Kanada. „Við tökum fagnandi á móti Alaska Airlines sem mun styrkja enn frekar flugtengingar Keflavíkurflugvallar við Norður-Ameríku í gegnum heimavöll þeirra í Seattle. Með þessu mun valkostum þeirra sem vilja heimsækja Ísland og nota KEF sem tengistöð fjölga,“ er haft eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli. „Eftirspurn eftir flugi frá Norður Ameríku heldur áfram að vaxa og koma Alaska Airlines sýnir aðdráttarafl Íslands sem einstaks áfangstaðar og hversu öflug tengistöðin í Keflavík er orðin.“ Keflavíkurflugvöllur verður einn af fyrstu áfangastöðum Alaska Airlines í Evrópu frá og með næsta sumri. „Ísland verður ávallt á óskalista ævintýragjarnra ferðalanga og útivistarfólks, ásamt því að Keflvíkurflugvöllur verður gestum okkar mikilvægur tengipunktur við Evrópu,“ er haft eftir Ben Minicucci, forstjóra Alaska Airlines. Hann segir að með beinu flugi til KEF næsta sumar sé flugfélagið að stíga mikilvægt skref í átt að framtíðarsýn félagsins um að tengja gesti sína við heiminn með framboði í alþjóðaflugi. Í tilkynningunni segir að Seattle-Tacoma (SEA) sé mikilvægur tengiflugvöllur fyrir vesturströnd Bandríkjanna og víðar í Norður-Ameríku. „Alaska Airlines eru stærsta flugfélag vallarins og bjóða yfir 300 brottfarir daglega til 60 áfangastaða í Norður-Ameríku, meðal annars allra helstu borga vesturstrandar Bandaríkjanna. Með komu Alaska Airlines opnast því betri tengingar fyrir ferðalanga sem vilja heimsækja Ísland eða nýta KEF sem tengistöð við áfangastaði í Evrópu.“
Isavia Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira