Enski boltinn

Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Benjamin Sesko er enn ungur en samt kominn með mikla reynslu.
Benjamin Sesko er enn ungur en samt kominn með mikla reynslu. Getty/Ulrik Pedersen

Manchester United ætlar sér að vinna kapphlaupið við Newcastle United um slóvenska framherjann Benjamin Sesko.

United er sagt búið að bjóða 74 milljónir punda í framherjann, 65,2 milljónir punda og svo rúmar átta milljónir punda til viðbótar í árangurstengdar greiðslur. 

Fréttir af tilboðinu koma frá blaðamanninum David Ornstein og eiga því að vera mjög traustar.

Newcastle bauð líka í Sesko en því tilboði var hafnað af RB Leipzig. Það er búist við því að Newcastle komi með hærra tilboð.

Breska ríkisútvarpið segir frá tilboðinu frá United en líka að menn þar á bæ séu ekki enn búið að fá svar.

Sesko er enn bara 22 ára gamall en hann er kominn með 27 mörk í 64 leikjum í þýsku bundesligunni og alls 39 mörk í 87 leikjum í búningi RB Leipzig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×