Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 16:01 Á okkar heimili spilum við öll tölvuleiki, foreldrar og börn, 40 ára, 38 ára, 18 ára, 15 ára og tæplega 7 ára. Við foreldrarnir ólumst upp með internetinu í hraðri þróun og höfum spilað tölvuleiki frá því við vorum krakkar á tíunda áratugnum. Þeir hafa fylgt okkur alla tíð síðan og skemmt okkur gríðarlega. Alla þá tíð sem við höfum spilað hafa gengið sögur um hættur tölvuleikja (og internetsins), bæði hvað varðar andlega og líkamlega heilsu, og svokallaða stranger danger, eða hættu af ókunnugum. Á sama tíma hefur oft lítil virðing verið borin fyrir því að tölvuleikir eru áhugamál barna og fullorðinna sem veita langflestum sem þá spila mikla ánægju og gleði. Við höfum spilað með börnunum okkar frá því þau voru pínulítil, hvort sem það hefur verið að taka einn hring í Mario Kart á Nintendo, spila World of Warcraft á PC, taka leik í Among Us, spila Fortnite, byggja og dunda okkur í Minecraft og spila allskyns leiki í Roblox svo fátt eitt sé nefnt. Síðast en ekki síst höfum við fylgt börnunum í gegnum byltingu samfélagsmiðla – sem við höfum heldur ekki bannað, ekki frekar en að okkur hafi verið bannað að fara á internetið á sínum tíma – og kennt þeim góðar og gildar umgengnisreglur þar. Í stað þess að banna og takmarka aðgang að nýrri tækni og miðlum höfum við frekar kynnt okkur þá og hvað börnin hafa áhuga á, kynnt þau fyrir því sem við höfum áhuga á, spilað með þeim og útskýrt hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í heimi tölvuleikjanna, samfélagsmiðlanna og internetsins. Þessi nálgun hefur reynst okkur öllum afar vel og skapað vettvang fyrir traust og góð tengsl okkar á milli. Hræðsluáróður og kreddur eru ekkert nýmæli í umfjöllun um tölvuleiki og skjátíma. Og ekki er laust við að fjölmiðlaumfjöllun og pistlaskrif um þessi fyrirbæri undanfarið hafi einkennst af þessu, hræðsluáróðri og kreddum sem oft eru sprottnar af ákveðinni vanþekkingu á miðlunum sem um ræðir. Flökkusögur hafa farið á flug, stundum stórfurðulegar. Við höfum til dæmis ítrekað orðið vör við að börn hafi það eftir foreldrum sínum að þeim verði rænt ef þau spili Roblox, eða þau véluð inn í eitthvað vafasamt, sögur sem hafa hrætt yngsta drenginn okkar mikið. Tæplega 7 ára drengurinn okkar spilar nefnilega Roblox af miklum móð! Með fullri vitund, leyfi og stuðningi okkar foreldranna. Líkt og Skúli Bragi Geirdal, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Netöryggismiðstöð Íslands, sagði í viðtali við RÚV á dögunum er Roblox ekki einn leikur heldur leikjatorg með mörgum leikjum með svipuðu útliti og þar er allskonar misgott í boði. Það er hins vegar ekki svo að sonur okkar sé á eigin vegum, eftirlitslaus að spila hættulega leiki. Það væri óskandi að í stað hræðsluáróðurs væri fólki hreinlega kennt að halda utan um netöryggi barna sinna. Ég ætla því að renna yfir það í fljótu bragði hvernig við höldum utan um drenginn okkar í Roblox ævintýrum hans. Sonur okkar er með sinn eigin reikning á Roblox sem er tengdur við parent accounts sem þýðir að reikningar okkar foreldranna eru tengdir reikningnum hans. Þar getum við stýrt svokölluðum maturity stillingum svo hann rambi ekki óvart inn í leiki með óviðeigandi efni fyrir hans aldur og þroska. Við getum stýrt vinalistanum hans og slökkt á spjalli, bæði almennu spjalli inni í leikjunum og beinum skilaboðum, svo nei, það er enginn ókunnugur að fara að ræða við barnið, og þaðan af síður mæta heim til þess og ræna því! En ef svo færi að opið væri fyrir skilaboð inni í leikjunum þá veit hann að hann þarf að fara eftir þeim grundvallarreglum sem við setjum, annars fær hann ekki að spila. Regla nr. 1 er að gefa aldrei upp raunverulegt nafn í leikjum, heimilisfang eða símanúmer. Regla nr. 2 er að koma fram við aðra spilara af kurteisi og virðingu. Regla nr. 3 er að við þurfum að samþykkja allar vinabeiðnir og við samþykkjum aðeins þá sem við þekkjum og treystum. Sonur okkar er aðeins með okkur fjölskylduna og einn frænda á vinalistanum. Hann hefur stöku sinnum beðið um að fá að samþykkja fleiri á listann en þá höfum við útskýrt að það sé ekki í boði fyrir börn því maður veit ekki hver er á bak við þennan notanda. Meira þarf ekki að segja því hér gildir mottóið okkar: Fræðsla, ekki hræðsla. Kæru foreldrar. Við myndum ekki rétta barni tálgunarhníf og spýtu án þess að kenna því góðar öryggisreglur og umgengni við hnífinn. Við bönnum ekki börnum að hjóla af því að sum börn hafa lent í slysi. Við bönnum ekki börnum að fara út að leika af því þau gætu rekist á ókunnuga. Við setjum á þau hjálm, kennum þeim á umferðina og setjum þeim reglur í samskiptum við ókunnuga. Svo kynnum við okkur hvað þau voru að sýsla, hvert þau fóru og sýnum ferðum þeirra áhuga. Best væri ef við skelltum okkur með þeim í næstu ferð til að kynnast þeirra heimi með okkar eigin augum. Það er nefnilega góður möguleiki á að þið eigið eftir að skemmta ykkur konunglega! Höfundur er þriggja barna móðir, með BA í heimspeki, sem elskar nútímatækni og tölvuleiki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Sjá meira
Á okkar heimili spilum við öll tölvuleiki, foreldrar og börn, 40 ára, 38 ára, 18 ára, 15 ára og tæplega 7 ára. Við foreldrarnir ólumst upp með internetinu í hraðri þróun og höfum spilað tölvuleiki frá því við vorum krakkar á tíunda áratugnum. Þeir hafa fylgt okkur alla tíð síðan og skemmt okkur gríðarlega. Alla þá tíð sem við höfum spilað hafa gengið sögur um hættur tölvuleikja (og internetsins), bæði hvað varðar andlega og líkamlega heilsu, og svokallaða stranger danger, eða hættu af ókunnugum. Á sama tíma hefur oft lítil virðing verið borin fyrir því að tölvuleikir eru áhugamál barna og fullorðinna sem veita langflestum sem þá spila mikla ánægju og gleði. Við höfum spilað með börnunum okkar frá því þau voru pínulítil, hvort sem það hefur verið að taka einn hring í Mario Kart á Nintendo, spila World of Warcraft á PC, taka leik í Among Us, spila Fortnite, byggja og dunda okkur í Minecraft og spila allskyns leiki í Roblox svo fátt eitt sé nefnt. Síðast en ekki síst höfum við fylgt börnunum í gegnum byltingu samfélagsmiðla – sem við höfum heldur ekki bannað, ekki frekar en að okkur hafi verið bannað að fara á internetið á sínum tíma – og kennt þeim góðar og gildar umgengnisreglur þar. Í stað þess að banna og takmarka aðgang að nýrri tækni og miðlum höfum við frekar kynnt okkur þá og hvað börnin hafa áhuga á, kynnt þau fyrir því sem við höfum áhuga á, spilað með þeim og útskýrt hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í heimi tölvuleikjanna, samfélagsmiðlanna og internetsins. Þessi nálgun hefur reynst okkur öllum afar vel og skapað vettvang fyrir traust og góð tengsl okkar á milli. Hræðsluáróður og kreddur eru ekkert nýmæli í umfjöllun um tölvuleiki og skjátíma. Og ekki er laust við að fjölmiðlaumfjöllun og pistlaskrif um þessi fyrirbæri undanfarið hafi einkennst af þessu, hræðsluáróðri og kreddum sem oft eru sprottnar af ákveðinni vanþekkingu á miðlunum sem um ræðir. Flökkusögur hafa farið á flug, stundum stórfurðulegar. Við höfum til dæmis ítrekað orðið vör við að börn hafi það eftir foreldrum sínum að þeim verði rænt ef þau spili Roblox, eða þau véluð inn í eitthvað vafasamt, sögur sem hafa hrætt yngsta drenginn okkar mikið. Tæplega 7 ára drengurinn okkar spilar nefnilega Roblox af miklum móð! Með fullri vitund, leyfi og stuðningi okkar foreldranna. Líkt og Skúli Bragi Geirdal, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Netöryggismiðstöð Íslands, sagði í viðtali við RÚV á dögunum er Roblox ekki einn leikur heldur leikjatorg með mörgum leikjum með svipuðu útliti og þar er allskonar misgott í boði. Það er hins vegar ekki svo að sonur okkar sé á eigin vegum, eftirlitslaus að spila hættulega leiki. Það væri óskandi að í stað hræðsluáróðurs væri fólki hreinlega kennt að halda utan um netöryggi barna sinna. Ég ætla því að renna yfir það í fljótu bragði hvernig við höldum utan um drenginn okkar í Roblox ævintýrum hans. Sonur okkar er með sinn eigin reikning á Roblox sem er tengdur við parent accounts sem þýðir að reikningar okkar foreldranna eru tengdir reikningnum hans. Þar getum við stýrt svokölluðum maturity stillingum svo hann rambi ekki óvart inn í leiki með óviðeigandi efni fyrir hans aldur og þroska. Við getum stýrt vinalistanum hans og slökkt á spjalli, bæði almennu spjalli inni í leikjunum og beinum skilaboðum, svo nei, það er enginn ókunnugur að fara að ræða við barnið, og þaðan af síður mæta heim til þess og ræna því! En ef svo færi að opið væri fyrir skilaboð inni í leikjunum þá veit hann að hann þarf að fara eftir þeim grundvallarreglum sem við setjum, annars fær hann ekki að spila. Regla nr. 1 er að gefa aldrei upp raunverulegt nafn í leikjum, heimilisfang eða símanúmer. Regla nr. 2 er að koma fram við aðra spilara af kurteisi og virðingu. Regla nr. 3 er að við þurfum að samþykkja allar vinabeiðnir og við samþykkjum aðeins þá sem við þekkjum og treystum. Sonur okkar er aðeins með okkur fjölskylduna og einn frænda á vinalistanum. Hann hefur stöku sinnum beðið um að fá að samþykkja fleiri á listann en þá höfum við útskýrt að það sé ekki í boði fyrir börn því maður veit ekki hver er á bak við þennan notanda. Meira þarf ekki að segja því hér gildir mottóið okkar: Fræðsla, ekki hræðsla. Kæru foreldrar. Við myndum ekki rétta barni tálgunarhníf og spýtu án þess að kenna því góðar öryggisreglur og umgengni við hnífinn. Við bönnum ekki börnum að hjóla af því að sum börn hafa lent í slysi. Við bönnum ekki börnum að fara út að leika af því þau gætu rekist á ókunnuga. Við setjum á þau hjálm, kennum þeim á umferðina og setjum þeim reglur í samskiptum við ókunnuga. Svo kynnum við okkur hvað þau voru að sýsla, hvert þau fóru og sýnum ferðum þeirra áhuga. Best væri ef við skelltum okkur með þeim í næstu ferð til að kynnast þeirra heimi með okkar eigin augum. Það er nefnilega góður möguleiki á að þið eigið eftir að skemmta ykkur konunglega! Höfundur er þriggja barna móðir, með BA í heimspeki, sem elskar nútímatækni og tölvuleiki.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun