Enski boltinn

Partey laus á skil­orði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Thomas Partey í leik með Arsenal.
Thomas Partey í leik með Arsenal. vísir/getty

Knattspyrnumaðurinn Thomas Partey hefur verið kærður fyrir fimm nauðganir en gengur engu að síður laus á skilorði.

Partey, sem er fyrrum leikmaður Arsenal, mætti fyrir dómara í London í morgun þar sem hann var formlega upplýstur um ákærurnar. Hann neitar sök í öllum málum.

Knattspyrnukappinn var ekki beðinn um afstöðu sína í málunum í morgun. Aðeins hvort hann skildi ákærurnar sem og skilorðið sem er með takmörkunum.Mál hans verður næst tekið fyrir þann 2. september.

Partey var fyrst handtekinn árið 2022 og spilaði lengi vel með Arsenal á meðan rannsókn stóð. Samningur hans við Arsenal er runninn út og hann stefnir að óbreyttu á að semja við spænska félagið Villareal.

Lögmaður hans ítrekaði í morgun að Partey lýsti sig saklausan í öllum málunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×