Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 00:07 Vinkonurnar Clairo og Laufey með Hot Ones verðlaunagripinn eftir keppnina. Instgram Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir keppti við bandarísku tónlistarkonuna Clairo í nýjasta þætti YouTube-sjónvarpsþáttanna Hot Ones Versus. Aðspurð hvort henni mislíkaði eitthvað við Ísland kaus hún að svara spurningunni ekki. Þættirnir eru í grunninn viðtalsþættir sem snúast um að þáttastjórnandi spyr gest sinn, þekktan einstakling, spurninga. Ef viðmælandinn neitar að svara spurningunni er honum gert að borða kjúklingavængi með sterkri sósu. Sean Evans þáttastjórnandi Hot Ones er hugmyndasmiðurinn á bak við spurningaþætti sem snúast um að borða sterka kjúklingavængi en dagskrárgerðarfólk víða um heim hefur síðan sótt innblástur í hugmyndina. Sem dæmi má nefna viðtalsþættina Af vængjum fram, sem framleiddir voru á Vísi fyrir kosningar í fyrra. Evans hefur fengið til sín fjölda Hollywood stjarna, þar á meðal Billie Eilish, Gordon Ramsay, Will Ferrell, Margot Robbie og Ashton Kutcher, og spurt þær spjörunum úr meðan þeir velja á milli þess að svara óþægilegum spurningum eða bragða á sterkum kjúklingavængjum. Laufey kom fram í afsprengi Hot Ones þáttanna, sem heitir Hot Ones Versus. Þar keppti hún á móti söngkonunni Clairo. Í þættinum er heimalandið tvisvar sinnum til umræðu, en annars vegar segir hún frá eftirlætissnarlinu hennar á Íslandi, sem er osturinn Tindur. Þá var hún spurð af mótherja sínum hvort henni mislíkaði eitthvað við Ísland. „Þú veist að ég get ekki sagt neitt andstyggilegt. Ég hugsa að ég fái mér bita í staðinn. Ég tek stóran og feitan bita.“ Þáttinn í heild sinni má nálgast hér að neðan. Tónlist Hollywood Laufey Lín Kjúklingur Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Þættirnir eru í grunninn viðtalsþættir sem snúast um að þáttastjórnandi spyr gest sinn, þekktan einstakling, spurninga. Ef viðmælandinn neitar að svara spurningunni er honum gert að borða kjúklingavængi með sterkri sósu. Sean Evans þáttastjórnandi Hot Ones er hugmyndasmiðurinn á bak við spurningaþætti sem snúast um að borða sterka kjúklingavængi en dagskrárgerðarfólk víða um heim hefur síðan sótt innblástur í hugmyndina. Sem dæmi má nefna viðtalsþættina Af vængjum fram, sem framleiddir voru á Vísi fyrir kosningar í fyrra. Evans hefur fengið til sín fjölda Hollywood stjarna, þar á meðal Billie Eilish, Gordon Ramsay, Will Ferrell, Margot Robbie og Ashton Kutcher, og spurt þær spjörunum úr meðan þeir velja á milli þess að svara óþægilegum spurningum eða bragða á sterkum kjúklingavængjum. Laufey kom fram í afsprengi Hot Ones þáttanna, sem heitir Hot Ones Versus. Þar keppti hún á móti söngkonunni Clairo. Í þættinum er heimalandið tvisvar sinnum til umræðu, en annars vegar segir hún frá eftirlætissnarlinu hennar á Íslandi, sem er osturinn Tindur. Þá var hún spurð af mótherja sínum hvort henni mislíkaði eitthvað við Ísland. „Þú veist að ég get ekki sagt neitt andstyggilegt. Ég hugsa að ég fái mér bita í staðinn. Ég tek stóran og feitan bita.“ Þáttinn í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Tónlist Hollywood Laufey Lín Kjúklingur Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira