Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar 6. ágúst 2025 09:30 Umfjöllun vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun hefur verið áberandi í fjölmiðlum á undanförnum vikum. Í ljósi þeirrar umræðu er nauðsynlegt að rifja upp staðreyndir máls. Það er ótækt að mínu viti að umhverfis- orku og loftlagsráðherra, þurfi að sitja undir endalausum ákúrum vegna þessarar framkvæmdar. Það er hlutverk ráðherra að framfylgja ákvörðunum Alþingis varðandi þá virkjanakosti sem Alþingi hefur þegar samþykkt. Hvammsvirkjun í Þjórsá hefur lengi verið til umræðu í samfélaginu. Þessi virkjanakostur fór í gegnum ítarlegt mat hjá verkefnastjórn rammaáætlunar og var samkvæmt tillögum 3. áfanga færð úr biðflokki í nýtingarflokk. Þetta var allt saman afgreitt þann 1 júlí 2015 eftir faglega málsmeðferð og fjölmargar umsagnir og í framhaldinu lýðræðislega atkvæðagreiðslu. Með þessari ákvörðun liggur klárt fyrir að tekin hefur verið pólítísk ákvörðun um að virkjunin skyldi teljast tæknilega, umhverfislega og samfélagslega framkvæmileg innan ramma íslenskrar orkunýtingarstefnu. Já, það er augljóst að það er skylda ráðherra að framfylgja ákvörðununum Alþingis varðandi virkjanakosti nema annað sé ákveðið. Að láta hjá líða að vinna í samræmi við gildandi lög frá Alþingi er ekki valkostur fyrir ráðherrann og felur í sér vanvirðingu við faglegt vinnuferli og lýðræðislegar leikreglur. Svo allt tal um að ráðherrann hafi einbeittan brotavilja um að ráðast að náttúrufegurð Þjórsárdals vísa ég til föðurhúsana. Málefnaleg umræða eða aðför? Hvammsvirkjun verður að veruleika það hefur Alþingi ákveðið eins og áður segir en það sorglega við umræðuna er að málsvarar þeirra sem eru á móti framkvæmdunum er að þeir ganga allt of langt í sinni ólund og ráðast m.a að forstjóra Landsvirkjunar í fjölmiðlum með afar ósmekklegum hætti og miða hans vinnulag við aðferðir heimilisofbeldismanna. Það er að mínum dómi einstakt að forsvarsmenn frjálsa félagasamtaka leyfi sér að hafa slíkt eftir sér á opinberum vettangi. Og bæti svo ofan í skömmina að það sé ekki ástæða til þess að biðjast afsökunar á ummælunum. Þessi málflutningur er auðvitað ekki boðlegur og hlýtur að rýra traust til þeirra sem stjórna þessum samtökum. Þeir sem vilja endurskoða reglur um flokkun virkjunarkosta þurfa að fara þá leið sem lög og lýðræðið fer fram á, og leggja þá fram nýja tillögu fram á Alþingi. Það hlýtur að þurfa að virða leikreglur lýðræðisins jafnvel þótt fólk sé ósátt. Það er ekki valkostur að virða ekki ákvörðun Alþingis, Þjórsá flæðir áfram og ábyrðin líka. Rangárþing ytra er aðili málsins sem leyfisgjafi en hlutverk sveitarfélagsins er að tryggja að framkvæmdum sé hagað í sátt við samfélagið, náttúruna og byggðarlagið í heild sinni. Höfundur er oddviti Rangárþings ytra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Rangárþing ytra Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Umfjöllun vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun hefur verið áberandi í fjölmiðlum á undanförnum vikum. Í ljósi þeirrar umræðu er nauðsynlegt að rifja upp staðreyndir máls. Það er ótækt að mínu viti að umhverfis- orku og loftlagsráðherra, þurfi að sitja undir endalausum ákúrum vegna þessarar framkvæmdar. Það er hlutverk ráðherra að framfylgja ákvörðunum Alþingis varðandi þá virkjanakosti sem Alþingi hefur þegar samþykkt. Hvammsvirkjun í Þjórsá hefur lengi verið til umræðu í samfélaginu. Þessi virkjanakostur fór í gegnum ítarlegt mat hjá verkefnastjórn rammaáætlunar og var samkvæmt tillögum 3. áfanga færð úr biðflokki í nýtingarflokk. Þetta var allt saman afgreitt þann 1 júlí 2015 eftir faglega málsmeðferð og fjölmargar umsagnir og í framhaldinu lýðræðislega atkvæðagreiðslu. Með þessari ákvörðun liggur klárt fyrir að tekin hefur verið pólítísk ákvörðun um að virkjunin skyldi teljast tæknilega, umhverfislega og samfélagslega framkvæmileg innan ramma íslenskrar orkunýtingarstefnu. Já, það er augljóst að það er skylda ráðherra að framfylgja ákvörðununum Alþingis varðandi virkjanakosti nema annað sé ákveðið. Að láta hjá líða að vinna í samræmi við gildandi lög frá Alþingi er ekki valkostur fyrir ráðherrann og felur í sér vanvirðingu við faglegt vinnuferli og lýðræðislegar leikreglur. Svo allt tal um að ráðherrann hafi einbeittan brotavilja um að ráðast að náttúrufegurð Þjórsárdals vísa ég til föðurhúsana. Málefnaleg umræða eða aðför? Hvammsvirkjun verður að veruleika það hefur Alþingi ákveðið eins og áður segir en það sorglega við umræðuna er að málsvarar þeirra sem eru á móti framkvæmdunum er að þeir ganga allt of langt í sinni ólund og ráðast m.a að forstjóra Landsvirkjunar í fjölmiðlum með afar ósmekklegum hætti og miða hans vinnulag við aðferðir heimilisofbeldismanna. Það er að mínum dómi einstakt að forsvarsmenn frjálsa félagasamtaka leyfi sér að hafa slíkt eftir sér á opinberum vettangi. Og bæti svo ofan í skömmina að það sé ekki ástæða til þess að biðjast afsökunar á ummælunum. Þessi málflutningur er auðvitað ekki boðlegur og hlýtur að rýra traust til þeirra sem stjórna þessum samtökum. Þeir sem vilja endurskoða reglur um flokkun virkjunarkosta þurfa að fara þá leið sem lög og lýðræðið fer fram á, og leggja þá fram nýja tillögu fram á Alþingi. Það hlýtur að þurfa að virða leikreglur lýðræðisins jafnvel þótt fólk sé ósátt. Það er ekki valkostur að virða ekki ákvörðun Alþingis, Þjórsá flæðir áfram og ábyrðin líka. Rangárþing ytra er aðili málsins sem leyfisgjafi en hlutverk sveitarfélagsins er að tryggja að framkvæmdum sé hagað í sátt við samfélagið, náttúruna og byggðarlagið í heild sinni. Höfundur er oddviti Rangárþings ytra.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun