Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 11:35 Herjólfsdalur. Vísir/Sigurjón Lögregluembættið í Vestmannaeyjum mun ekki greina frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð fyrr en búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola. Yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir í samtali við fréttastofu að verklagsreglur hvað þetta varðar séu í takt við það sem verið hefur undanfarin ár. Lögregluembættið sé ekki að leyna hugsanlegum kynferðisbrotum eða hylma yfir þau, síður en svo, heldur sé ekki farið djúpt í tölfræði hvað þetta varðar í fjölmiðlum þegar rannsóknarhagsmunir séu í húfi. Þetta verklag lögreglunnar hefur iðulega sætt gagnrýni síðan tekið var upp á því árið 2015, með bréfi sem þáverandi lögreglustjóri Vestmannaeyja sendi á alla viðbragðsaðila, þar sem þeir voru beðnir um að verjast allra fregna af kynferðisbrotamálum í rannsókn. Stigamót gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu ekki til hagsbóta fyrir brotaþola að dregið sé að greint sé frá brotum sem upp koma. Þá hefur verið vísað til þess að hér er ekki um samræmt verklag lögregluembætta að ræða en flest önnur embætti hafa þann hátt á að greina frá tilkynningum um brot sem þessi jafnharðan. Hátíðin hafi farið vel fram og flestir til fyrirmyndar Samkvæmt upplýsingum lögregluembættisins í Vestmannaeyjum sinnti lögreglan samtals 287 málum og verkefnum sem tengdust hátíðinni auk þess að halda úti öflugu eftirliti. Að mati lögreglunnar fór hátíðin vel fram og voru flestir gestir til fyrirmyndar. „Þegar þetta er skrifað eru 18 hegningarlagabrot skráð í lögreglukerfið, flest ofbeldisbrot. Þá eru 23 sérrefsilagabrot skráð, flest áfengislagabrot og fíkniefnalagabrot. Nokkur umferðarlagabrot. Málin eru flest öll í rannsókn, en nokkrum hefur þegar verið lokið með svokallaðri lögreglustjórasátt (sekt),“ segir í tilkynningu lögreglu. Samtals gistu 11 fangageymslur yfir hátíðina. „Það má þó reikna með að lögreglunni berist frekari tilkynningar um brot á næstu dögum, en lögreglu berast iðulega tilkynningar um brot eftir að hátíðin er yfirstaðin. Þessi tölfræði er því sett fram með þeim fyrirvara,“ segir í tilkynningu lögreglu. Yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir að engar stórfelldar líkamsárásir hafi komið á borð lögreglu enn sem komið er. „En það eru mörg mál í rannsókn. Svo má reikna með að lögreglunni berist frekari tilkynningar næstu daga, þannig við förum ekki djúpt í tölfræðina að svo stöddu.“ Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi Lögreglumál Verslunarmannahelgin Tengdar fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Lögreglan sinnti samtals tæplega sex hundruð málum á tveimur stærstu útihátíðum verslunarmannahelgarinnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á Akureyri var helgin þar rólegri en aðrar verslunarmannahelgar. Veðrið spilaði stórt hlutverk á báðum hátíðunum. 5. ágúst 2025 20:02 Ekkert tilkynnt kynferðisbrot og minna af fíkniefnum Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að lögregla hafi enn ekki fengið kynferðisbrot á borð til sín. Sömu sögu er að segja um alvarlegar líkamsárásir og minna er um fíkniefni. 4. ágúst 2024 19:37 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir í samtali við fréttastofu að verklagsreglur hvað þetta varðar séu í takt við það sem verið hefur undanfarin ár. Lögregluembættið sé ekki að leyna hugsanlegum kynferðisbrotum eða hylma yfir þau, síður en svo, heldur sé ekki farið djúpt í tölfræði hvað þetta varðar í fjölmiðlum þegar rannsóknarhagsmunir séu í húfi. Þetta verklag lögreglunnar hefur iðulega sætt gagnrýni síðan tekið var upp á því árið 2015, með bréfi sem þáverandi lögreglustjóri Vestmannaeyja sendi á alla viðbragðsaðila, þar sem þeir voru beðnir um að verjast allra fregna af kynferðisbrotamálum í rannsókn. Stigamót gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu ekki til hagsbóta fyrir brotaþola að dregið sé að greint sé frá brotum sem upp koma. Þá hefur verið vísað til þess að hér er ekki um samræmt verklag lögregluembætta að ræða en flest önnur embætti hafa þann hátt á að greina frá tilkynningum um brot sem þessi jafnharðan. Hátíðin hafi farið vel fram og flestir til fyrirmyndar Samkvæmt upplýsingum lögregluembættisins í Vestmannaeyjum sinnti lögreglan samtals 287 málum og verkefnum sem tengdust hátíðinni auk þess að halda úti öflugu eftirliti. Að mati lögreglunnar fór hátíðin vel fram og voru flestir gestir til fyrirmyndar. „Þegar þetta er skrifað eru 18 hegningarlagabrot skráð í lögreglukerfið, flest ofbeldisbrot. Þá eru 23 sérrefsilagabrot skráð, flest áfengislagabrot og fíkniefnalagabrot. Nokkur umferðarlagabrot. Málin eru flest öll í rannsókn, en nokkrum hefur þegar verið lokið með svokallaðri lögreglustjórasátt (sekt),“ segir í tilkynningu lögreglu. Samtals gistu 11 fangageymslur yfir hátíðina. „Það má þó reikna með að lögreglunni berist frekari tilkynningar um brot á næstu dögum, en lögreglu berast iðulega tilkynningar um brot eftir að hátíðin er yfirstaðin. Þessi tölfræði er því sett fram með þeim fyrirvara,“ segir í tilkynningu lögreglu. Yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir að engar stórfelldar líkamsárásir hafi komið á borð lögreglu enn sem komið er. „En það eru mörg mál í rannsókn. Svo má reikna með að lögreglunni berist frekari tilkynningar næstu daga, þannig við förum ekki djúpt í tölfræðina að svo stöddu.“
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi Lögreglumál Verslunarmannahelgin Tengdar fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Lögreglan sinnti samtals tæplega sex hundruð málum á tveimur stærstu útihátíðum verslunarmannahelgarinnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á Akureyri var helgin þar rólegri en aðrar verslunarmannahelgar. Veðrið spilaði stórt hlutverk á báðum hátíðunum. 5. ágúst 2025 20:02 Ekkert tilkynnt kynferðisbrot og minna af fíkniefnum Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að lögregla hafi enn ekki fengið kynferðisbrot á borð til sín. Sömu sögu er að segja um alvarlegar líkamsárásir og minna er um fíkniefni. 4. ágúst 2024 19:37 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Lögreglan sinnti samtals tæplega sex hundruð málum á tveimur stærstu útihátíðum verslunarmannahelgarinnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á Akureyri var helgin þar rólegri en aðrar verslunarmannahelgar. Veðrið spilaði stórt hlutverk á báðum hátíðunum. 5. ágúst 2025 20:02
Ekkert tilkynnt kynferðisbrot og minna af fíkniefnum Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að lögregla hafi enn ekki fengið kynferðisbrot á borð til sín. Sömu sögu er að segja um alvarlegar líkamsárásir og minna er um fíkniefni. 4. ágúst 2024 19:37