Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Auðun Georg Ólafsson skrifar 6. ágúst 2025 13:18 Karol Nawrocki, varð í dag nýr forseti Póllands. EPA/RADEK PIETRUSZKA Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi þjóðernissinnaða stjórnarandstöðuflokksins Lög og réttlæti sór í morgun embættiseið sem nýkjörinn forseti Póllands. Sem slíkur hefur hann vald til að hafa áhrif á utanríkisstefnu og beita neitunarvaldi gegn lögum. Nawrocki er fulltrúi þjóðernisíhaldsmanna í embætti rétti eins og forveri hans, Andrzej Duda, sem var forseti Póllands í tíu ár. Í forsetakosningunum, sem fram fóru í byrjun júní sl. naut Nawrocki stuðnings Donalds Trump forseta Bandaríkjanna. Nawrocki er sagður hliðhollur MAGA hreyfingu Trump og tala fyrir kólnandi sambandi við Úkraínu. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sagði í samtali við Vísi í sumar að Nawrocki myndi beita neitunarvaldi forseta gegn ríkisstjórninni í hitamálum á borð við þungunarrof og gagnvart hinsegin fólki. Í forsetakosningunum í sumar hlaut Nawrocki 50,89 prósent atkvæða og sigraði naumlega Rafal Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, sem hlaut 49,11 prósent atkvæða. Kosningasigur Nawrocki var sagt áfall fyrir vonir Donald Tusk forsætisráðherra um að festa frekara samstarf við Evrópusambandið í sessi. Nawrocki er sagður vilja draga úr áhrifum sambandsins og kallaði meðal annars eftir „fullveldi Póllands“ í embættistökunni í morgun. Nawrocki virðist strax ætla að valda ríkisstjórn Donald Tusk usla með því að leggja til aðgerðir eins og skattalækkanir sem líklega verða vinsælar hjá mörgum kjósendum en erfiðar í framkvæmd. „Sem forsætisráðherra hef ég hingað til unnið með þremur forsetum, hvernig verður það með þann fjórða? Við munum ráða við það,“ skrifaði Tusk, í færslu á samfélagsmiðilinn X. Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Nawrocki er fulltrúi þjóðernisíhaldsmanna í embætti rétti eins og forveri hans, Andrzej Duda, sem var forseti Póllands í tíu ár. Í forsetakosningunum, sem fram fóru í byrjun júní sl. naut Nawrocki stuðnings Donalds Trump forseta Bandaríkjanna. Nawrocki er sagður hliðhollur MAGA hreyfingu Trump og tala fyrir kólnandi sambandi við Úkraínu. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sagði í samtali við Vísi í sumar að Nawrocki myndi beita neitunarvaldi forseta gegn ríkisstjórninni í hitamálum á borð við þungunarrof og gagnvart hinsegin fólki. Í forsetakosningunum í sumar hlaut Nawrocki 50,89 prósent atkvæða og sigraði naumlega Rafal Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, sem hlaut 49,11 prósent atkvæða. Kosningasigur Nawrocki var sagt áfall fyrir vonir Donald Tusk forsætisráðherra um að festa frekara samstarf við Evrópusambandið í sessi. Nawrocki er sagður vilja draga úr áhrifum sambandsins og kallaði meðal annars eftir „fullveldi Póllands“ í embættistökunni í morgun. Nawrocki virðist strax ætla að valda ríkisstjórn Donald Tusk usla með því að leggja til aðgerðir eins og skattalækkanir sem líklega verða vinsælar hjá mörgum kjósendum en erfiðar í framkvæmd. „Sem forsætisráðherra hef ég hingað til unnið með þremur forsetum, hvernig verður það með þann fjórða? Við munum ráða við það,“ skrifaði Tusk, í færslu á samfélagsmiðilinn X.
Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira