Lífið

Eftir þrettán ára nám fékk Saga bíl­próf

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Til vinstri er Saga í sínum fyrsta ökutíma og til hægri stendur hún sigurreif eftir afrekið.
Til vinstri er Saga í sínum fyrsta ökutíma og til hægri stendur hún sigurreif eftir afrekið. Vísir/Skjáskot

Leikarinn og skemmtikrafturinn Saga Garðarsdóttir er nú handhafi ökuréttinda í fyrsta sinn á 38 aldursári. Fyrsta ökutímann satún 25 ára og í dag stóðst hún prófið undir handleiðslu sama manns.

Vegferðin til ökuréttinda spannar þrettán ár þar sem Saga segist hafa flosnað upp úr náminu aftur og aftur. Í færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún greinir frá áfanganum þakkar hún samferðamönnum sínum fyrir þolinmæðina við skutlið.

Í leiðinni rifjar hún kynni sín af leigubílstjórum en þau eru enda ansi náin eftir 38 ár án ökuréttinda.

„Sumir eru vissulega algjörir þusarar en svo er einn sem kann fullt af bröndurum og annar sem syngur. Skemmtilegast finnst mér þó þegar konur keyra. (Nema konan af skutlara síðunni sem var búin að krota rosa mikið innan í bílinn sinn og hafði sett dildó þar sem maður setur rúðupissið á en ég held að henni hafi ekki liðið vel)“ skrifar Saga.

Á þrettán ára ökunámi segir hún fastann hafa verið einn og að það hafi verið Njáll Gunnlaugsson ökukennari.

„Það hafa ábyggilega fáir útskýrt hægri regluna jafn oft fyrir sömu manneskjunni! Hér að neðan er mynd af okkur frá fyrsta ökutímanum og svo uppí Mjódd eftir prófið. Það má vart á milli sjá hvort okkar er glaðara að hafa lokið þessu af!“ segir Saga.

Hún biðlar til ökumanna borgarinnar að hleypa sér á hægri akrein og sýna sér skilning. Hún verði líklega sú eina sem keyri samkvæmt hraðatilskipunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.