Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 19:49 Bréf sem einn sakborninga reyndi að koma á hann þegar hann var í einangrun hafnaði í höndum fangavarða. Vísir/Anton Brink Þrýst var á nítján ára sakborning í Gufunesmálinu um að taka á sig alla sök fyrir að hafa misþyrmt og myrt mann á sjötugsaldri í mars síðastliðnum. Annar sakborningur reyndi að koma til hans bréfi á meðan þeir voru báðir í einangrun. Ríkisútvarpið greinir frá þessu en þeirra heimildir herma jafnframt að verjandi hins nítján ára hafi þurft að grípa til öryggisráðstafana í kringum heimili sitt vegna málsins auk þess sem að önnur tilraun hafi verið gerð til að hafa áhrif á rannsókn málsins. Líkt og fjallað hefur verið um eru sakborningar í málinu grunaðir um að nema manninn á brott af heimili sínu á Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars. Þeir hafi beitt hann gríðarlegu ofbeldi meðan tilraun var gerð til að hafa af honum fé. Það hafi tekist og þrjár milljónir verið millifærðar á reikning eins sakborningsins. Fórnarlambið var svo skilið eftir helsært á göngustíg í Gufunesi þar sem gangandi vegfarendur komu að því morguninn eftir. Hann lést síðan seinna af sárum sínum. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins fannst bréf á útivistarsvæði gæsluvarðhaldsfanga á Hólmsheiði, þegar mennirnir þrír sem höfðu stöðu sakbornings í málinu voru allir í einangrun. Í bréfinu sé yngsti sakborningurinn beðinn um að taka á sig alla sök. Vísað sé til ungs aldurs drengsins og því fengi hann ekki þungan dóm. „Í mesta lagi eitt og hálft ár,“ segi í bréfinu. Þar segir jafnframt að bréfið hafi verið handskrifað og undirritað af öðrum sakborningi í málinu. Myndbandsupptökurnar sýni þann sama skilja bréfið eftir. Í bréfinu kemur fram, samkvæmt umfjöllun RÚV, að sakborningurinn ungi eigi að skipta um lögmann og tekið er fram að búið sé að ræða við lögmann sem geti annast málið. Hann kæmi út sem „legend“ tæki hann sökina á sig. Að lokum er sagt að treyst sé á hann og hann beðinn um að kveikja í bréfinu. réfið komst hins vegar aldrei í hendur sakborningsins því annar fangi hafi fundið það og komið því í hendur fangavarða. Í fréttum Ríkisútvarpsins segir einnig að reynt hafi verið að ná til hins sakborningsins unga í gegnum nána aðstandendur hans. Þeir hafi hins vegar ekki orðið við kröfum um að koma skilaboðum til hans. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Fangelsismál Lögreglumál Tengdar fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43 Neita öll sök í Gufunessmálinu Öll fimm sem ákærð eru fyrir aðild að Gufunessmálinu svokallaða neituðu sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Þrír karlmenn eru ákærðir fyrir að bana manni á sjötugsaldri, einn fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. 23. júní 2025 11:09 Dæmdur fyrir líkamsárás á meðan hann er grunaður um morð Sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur Lúkasar Geirs Ingvarssonar fyrir að hafa höfuðkúpubrotið mann í Hafnarstræti var staðfestur af Landsrétti í dag. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. 19. júní 2025 19:10 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá þessu en þeirra heimildir herma jafnframt að verjandi hins nítján ára hafi þurft að grípa til öryggisráðstafana í kringum heimili sitt vegna málsins auk þess sem að önnur tilraun hafi verið gerð til að hafa áhrif á rannsókn málsins. Líkt og fjallað hefur verið um eru sakborningar í málinu grunaðir um að nema manninn á brott af heimili sínu á Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars. Þeir hafi beitt hann gríðarlegu ofbeldi meðan tilraun var gerð til að hafa af honum fé. Það hafi tekist og þrjár milljónir verið millifærðar á reikning eins sakborningsins. Fórnarlambið var svo skilið eftir helsært á göngustíg í Gufunesi þar sem gangandi vegfarendur komu að því morguninn eftir. Hann lést síðan seinna af sárum sínum. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins fannst bréf á útivistarsvæði gæsluvarðhaldsfanga á Hólmsheiði, þegar mennirnir þrír sem höfðu stöðu sakbornings í málinu voru allir í einangrun. Í bréfinu sé yngsti sakborningurinn beðinn um að taka á sig alla sök. Vísað sé til ungs aldurs drengsins og því fengi hann ekki þungan dóm. „Í mesta lagi eitt og hálft ár,“ segi í bréfinu. Þar segir jafnframt að bréfið hafi verið handskrifað og undirritað af öðrum sakborningi í málinu. Myndbandsupptökurnar sýni þann sama skilja bréfið eftir. Í bréfinu kemur fram, samkvæmt umfjöllun RÚV, að sakborningurinn ungi eigi að skipta um lögmann og tekið er fram að búið sé að ræða við lögmann sem geti annast málið. Hann kæmi út sem „legend“ tæki hann sökina á sig. Að lokum er sagt að treyst sé á hann og hann beðinn um að kveikja í bréfinu. réfið komst hins vegar aldrei í hendur sakborningsins því annar fangi hafi fundið það og komið því í hendur fangavarða. Í fréttum Ríkisútvarpsins segir einnig að reynt hafi verið að ná til hins sakborningsins unga í gegnum nána aðstandendur hans. Þeir hafi hins vegar ekki orðið við kröfum um að koma skilaboðum til hans.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Fangelsismál Lögreglumál Tengdar fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43 Neita öll sök í Gufunessmálinu Öll fimm sem ákærð eru fyrir aðild að Gufunessmálinu svokallaða neituðu sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Þrír karlmenn eru ákærðir fyrir að bana manni á sjötugsaldri, einn fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. 23. júní 2025 11:09 Dæmdur fyrir líkamsárás á meðan hann er grunaður um morð Sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur Lúkasar Geirs Ingvarssonar fyrir að hafa höfuðkúpubrotið mann í Hafnarstræti var staðfestur af Landsrétti í dag. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. 19. júní 2025 19:10 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43
Neita öll sök í Gufunessmálinu Öll fimm sem ákærð eru fyrir aðild að Gufunessmálinu svokallaða neituðu sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Þrír karlmenn eru ákærðir fyrir að bana manni á sjötugsaldri, einn fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. 23. júní 2025 11:09
Dæmdur fyrir líkamsárás á meðan hann er grunaður um morð Sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur Lúkasar Geirs Ingvarssonar fyrir að hafa höfuðkúpubrotið mann í Hafnarstræti var staðfestur af Landsrétti í dag. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. 19. júní 2025 19:10
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent