Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 6. ágúst 2025 23:53 Í dag eru áttatíu ár liðin frá því að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju fyrst á borgina Hírósíma og þremur dögum síðar var annarri sprengju varpað á Nagasakí með hörmulegum afleiðingum. Fjörutíu ár eru liðin frá fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárásanna. Það er ótrúlegt að lifa í heimi þar sem við gætum gert svo margt gott. Ímyndið ykkur alla þá hæfileika sem búa í átta milljörðum jarðarbúa, allt ímyndunaraflið, sköpunarkraftinn og samtakamáttinn sem gætu fengið að blómstra. Hvað ef við gætum sameinast um að lifa saman í sanngjörnu samfélagi, þar sem gæðunum er dreift með réttlátum hætti? Hversu yndislegt væri að lifa í heimi þar sem kraftarnir færu í að byggja upp góðan og friðsælan heim, í stað þess að tortíma samborgurum okkar og vígvæðast gegn öðrum. Í stað þess að nýta krafta okkar til samvinnu, er stöðugt verið að hópa mannkyninu í andstæða póla. Við á móti hinum. Þannig birtast upphaf stríða ekki alltaf í stórum aðgerðum, heldur með stigvaxandi skilaboðum um utanaðkomandi ógn sem er leitast við að nota sem réttlætingu fyrir valdbeitingu. Fólki er talin trú um að það verði að vera tilbúið gegn mögulegri árás. Að það verði að vera öruggt. Hernaðarorðræðan er allt í kringum okkur. Þjóðir heims stofna „varnarbandalög“, sem eru í raun hernaðarbandalög. Talað er um svokallaðar „öryggisráðstafanir“ sem fela í sér vopnavæðingu, „friðargæslu“ sem inniheldur vopnaðan her, og „stöðugleika“ sem er oft tryggður með valdbeitingu. Þetta er orðræða sem leitast við að fegra ofbeldi og telja okkur trú um að þess sé þörf til að tryggja frið. Staðreyndin er sú að vopnavæðing er ekki leiðin að öryggi. Eyðilegging skapar ekki frið. Stríð skapar ekki frið, viðheldur ekki friði og kemur honum svo sannarlega ekki á. Það er ekkert eðlilegt við það að kjarnorkuvopn séu til staðar. Það er ekkert eðlilegt við það að vopn sem geta gereytt borgum, lífríki og framtíð séu varðveitt og þróuð í nafni öryggis. Eftirlifendur kjarnorkuárásanna stofnuðu árið 1956 samtökin Nihon Hidankyo sem hefur afnám kjarnorkuvopna að markmiði sínu. Þessi vopn eru ekki aðeins ómannúðleg – þau eru fjöldamorðsvopn sem eiga ekki samleið með mannkyninu. Eftirlifendur árásanna sögðu að kjarnorkuvopn mætti aldrei nota aftur og að þeir yrðu að vera síðustu fórnarlömbin. Það skiptir máli að standa saman fyrir friði og raddir eftirlifanda mega ekki gleymast. Segjum nei við hervæðingu heimsins, árásum og stöndum saman fyrir friði. Eitt af mínu uppáhaldslagi fjallar um fáranleikann í því hvernig stjórnvöld geta endalaust fjármagnað stríð og framleitt vopn en vilja ekki mæta grunnþörfum fólks og útrýma fátækt. Svo ég leyfi mér að vitna í upprunalegu orðin á ensku, okkur til umhugsunar: „They got money for wars, but can‘t feed the poor“. Heimurinn verður að snúa af braut vígvæðingar og eyðileggingar og velja lífið, samstöðuna og framtíðina, það gerum við með því að tala fyrir friði og krefjast þess. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Í dag eru áttatíu ár liðin frá því að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju fyrst á borgina Hírósíma og þremur dögum síðar var annarri sprengju varpað á Nagasakí með hörmulegum afleiðingum. Fjörutíu ár eru liðin frá fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárásanna. Það er ótrúlegt að lifa í heimi þar sem við gætum gert svo margt gott. Ímyndið ykkur alla þá hæfileika sem búa í átta milljörðum jarðarbúa, allt ímyndunaraflið, sköpunarkraftinn og samtakamáttinn sem gætu fengið að blómstra. Hvað ef við gætum sameinast um að lifa saman í sanngjörnu samfélagi, þar sem gæðunum er dreift með réttlátum hætti? Hversu yndislegt væri að lifa í heimi þar sem kraftarnir færu í að byggja upp góðan og friðsælan heim, í stað þess að tortíma samborgurum okkar og vígvæðast gegn öðrum. Í stað þess að nýta krafta okkar til samvinnu, er stöðugt verið að hópa mannkyninu í andstæða póla. Við á móti hinum. Þannig birtast upphaf stríða ekki alltaf í stórum aðgerðum, heldur með stigvaxandi skilaboðum um utanaðkomandi ógn sem er leitast við að nota sem réttlætingu fyrir valdbeitingu. Fólki er talin trú um að það verði að vera tilbúið gegn mögulegri árás. Að það verði að vera öruggt. Hernaðarorðræðan er allt í kringum okkur. Þjóðir heims stofna „varnarbandalög“, sem eru í raun hernaðarbandalög. Talað er um svokallaðar „öryggisráðstafanir“ sem fela í sér vopnavæðingu, „friðargæslu“ sem inniheldur vopnaðan her, og „stöðugleika“ sem er oft tryggður með valdbeitingu. Þetta er orðræða sem leitast við að fegra ofbeldi og telja okkur trú um að þess sé þörf til að tryggja frið. Staðreyndin er sú að vopnavæðing er ekki leiðin að öryggi. Eyðilegging skapar ekki frið. Stríð skapar ekki frið, viðheldur ekki friði og kemur honum svo sannarlega ekki á. Það er ekkert eðlilegt við það að kjarnorkuvopn séu til staðar. Það er ekkert eðlilegt við það að vopn sem geta gereytt borgum, lífríki og framtíð séu varðveitt og þróuð í nafni öryggis. Eftirlifendur kjarnorkuárásanna stofnuðu árið 1956 samtökin Nihon Hidankyo sem hefur afnám kjarnorkuvopna að markmiði sínu. Þessi vopn eru ekki aðeins ómannúðleg – þau eru fjöldamorðsvopn sem eiga ekki samleið með mannkyninu. Eftirlifendur árásanna sögðu að kjarnorkuvopn mætti aldrei nota aftur og að þeir yrðu að vera síðustu fórnarlömbin. Það skiptir máli að standa saman fyrir friði og raddir eftirlifanda mega ekki gleymast. Segjum nei við hervæðingu heimsins, árásum og stöndum saman fyrir friði. Eitt af mínu uppáhaldslagi fjallar um fáranleikann í því hvernig stjórnvöld geta endalaust fjármagnað stríð og framleitt vopn en vilja ekki mæta grunnþörfum fólks og útrýma fátækt. Svo ég leyfi mér að vitna í upprunalegu orðin á ensku, okkur til umhugsunar: „They got money for wars, but can‘t feed the poor“. Heimurinn verður að snúa af braut vígvæðingar og eyðileggingar og velja lífið, samstöðuna og framtíðina, það gerum við með því að tala fyrir friði og krefjast þess. Höfundur er sósíalisti.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun