Fótbolti

Blikarnir hoppuðu út í á

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Breiðabliks hoppuðu út í á eftir æfingu og sumir þeirra fóru á kaf.
Leikmenn Breiðabliks hoppuðu út í á eftir æfingu og sumir þeirra fóru á kaf. @breidablik_fotbolti

Íslandsmeistarar Breiðabliks eru staddir úti í Bosnía og Hersegóvínu þar sem þeir spila í kvöld fyrri leik sinn í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildarinnar.

Mótherjar Blika er lið Zrinjski Mostar og Blikar þurftu því að ferðast til borgarinnar Mostar sem er sunnarlega í Bosníu.

Það er mjög heitt á þessum slóðum þessa dagana. Halldór Árnason og lærisveinar hans ákváðu því að kæla sig niður eftir æfingu í hitanum í gær.

Þeir ákváðu því að hoppa út í á eða kannski er réttara að kalla þetta frekar læk.

Blikar sýndu á miðlum sínum myndband af leikmönnunum liðsins skella sér í ofan í en sumir þeirra fóru alveg á kaf. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan.

Það þekkist að fara í kaldan pott eftir æfingar en þetta er eitthvað nýtt. Blikarnir munu fyrir vikið örugglega ekki gleyma þessum degi.

Leikurinn í kvöld verður sýndur beint á SÝN Sport Ísland 2 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 17.50. Það vonandi að Blikarnir nái þar hagstæðum úrslitum fyrir seinni leikinn á Kópavogsvellinum í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×