„Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2025 12:24 Hannes Hólmsteinn er prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, og Ingólfur Gíslason er aðjúnkt við menntavísindasvið sama skóla. Hannes segir Ingólf sekan um gyðingahatur en Ingólfur segir sniðgöngukröfuna ekki byggða á þjóðerni. Vísir/Vilhelm Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir rektor Háskóla Íslands eiga að áminna Ingólf Gíslason, fyrir virka tilraun með ofbeldi til að hefta málfrelsi og rannsóknarfrelsi innan skólans, með því að hafa afstýrt fyrirlestri ísraelsks prófessors í gær. Ingólfur segir að Háskóli Íslands sé ekki stofnun þar sem stjórnendur skipti sér af eða viti af einstökum atburðum eða verkefnum. Fyrirlestri Gil S. Epstein, ísraelsks prófessors í hagfræði við Bar-Ilan-háskólann í Ísrael, sem haldinn var á Þjóðminjasafninu í gær, var aflýst um tuttugu mínútum eftir að hann átti að hefjast. Hópur mótmælenda mætti á fyrirlesturinn og mótmælti því að starfsmaður við stofnun sem styddi Ísraelsher opinberlega flytti fyrirlesturinn. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, stóð fyrir fyrirlestrinum en hann sagði það hafa verið mat skipuleggjenda að ekki ætti að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrir að þeir gætu lýst niðurstöðum rannsókna. Rektor eigi að áminna Ingólf Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að yfirgangur gyðingahatara sé algerlega óþolandi. Rektor eigi að áminna Ingólf Gíslason fyrir virka tilraun með ofbeldi til að hefta málfrelsi og rannsóknarfrelsi innan Háskóla Íslands. Hann hafi sjálfur skipulagt fund á sama stað á síðasta ári með ísraelskum heimspekingi, en hann hafi gert miklar öryggisráðstafanir. „Ég skil ekki barnaskapinn í fundarboðendum. Auðvitað hlutu gyðingahatararnir að hleypa fundinum upp.“ „Ég hélt 14. október 2024 fund á sama stað með ísraelskum heimspekingi, sem hafði gegnt herþjónustu í Ísraelsher, Ely Lassman, og hann sagði margt mjög merkilegt. Ég auglýsti fundinn ekki, heldur boðaði hann beint þeim, sem hefðu áhuga, og var húsfyllir.“ „Jafnframt gerði ég hljóðlega ráðstafanir til þess, hefðu gyðingahatararnir (nasistar nútímans) mætt, að nægilegt afl væri á staðnum til þess að stugga þeim á brott. Fundurinn með Lassman tókst hið besta,“ segir Hannes í færslu á samfélagsmiðlum.“ Sniðgöngukrafan byggi ekki á þjóðerni Ingólfur Gíslason, sem er aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir í færslu á samfélagsmiðlum að sniðgöngukrafan um Gil Epstein byggi ekki á þjóðerni. Það sem skipti máli sé ábyrgðarstaða hans innan ísraelska herveldisins. „Öllu venjulegu fólki misbýður þegar fjöldamorðingjum er boðið að kynna „rannsóknir“ sínar, milli þess sem hann beitir vopnum sínum. Gylfi Zoega telur að það sé ekkert vandamál - hann geti einfaldlega lagt til glæpina hliðar á meðan,“ segir Ingólfur um málið. „Gil er einhvers konar sviðsforseti eða formaður innan Bar-Ilan háskóla, og hefur opinberlega, fyrir hönd þess skóla lýst stuðningi við þjóðarmorðið (ég læt tvö skjáskot fylgja). Bar-Ilan háskóli styður opinberlega og efnislega við ólöglegt hernám Ísraels í Palestínu og auðvitað yfirstandandi þjóðarmorð.“ Ingólfur bendir á að stofnunin sem hélt viðburðinn heyri ekki beint undir Háskóla Íslands, og háskólinn sé ekki stofnun þar sem stjórnendur skipti sér af eða viti af einstökum atburðum eða verkefnum. Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu það sem af er degi. Ísrael Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Fyrirlestri Gil S. Epstein, ísraelsks prófessors í hagfræði við Bar-Ilan-háskólann í Ísrael, sem haldinn var á Þjóðminjasafninu í gær, var aflýst um tuttugu mínútum eftir að hann átti að hefjast. Hópur mótmælenda mætti á fyrirlesturinn og mótmælti því að starfsmaður við stofnun sem styddi Ísraelsher opinberlega flytti fyrirlesturinn. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, stóð fyrir fyrirlestrinum en hann sagði það hafa verið mat skipuleggjenda að ekki ætti að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrir að þeir gætu lýst niðurstöðum rannsókna. Rektor eigi að áminna Ingólf Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að yfirgangur gyðingahatara sé algerlega óþolandi. Rektor eigi að áminna Ingólf Gíslason fyrir virka tilraun með ofbeldi til að hefta málfrelsi og rannsóknarfrelsi innan Háskóla Íslands. Hann hafi sjálfur skipulagt fund á sama stað á síðasta ári með ísraelskum heimspekingi, en hann hafi gert miklar öryggisráðstafanir. „Ég skil ekki barnaskapinn í fundarboðendum. Auðvitað hlutu gyðingahatararnir að hleypa fundinum upp.“ „Ég hélt 14. október 2024 fund á sama stað með ísraelskum heimspekingi, sem hafði gegnt herþjónustu í Ísraelsher, Ely Lassman, og hann sagði margt mjög merkilegt. Ég auglýsti fundinn ekki, heldur boðaði hann beint þeim, sem hefðu áhuga, og var húsfyllir.“ „Jafnframt gerði ég hljóðlega ráðstafanir til þess, hefðu gyðingahatararnir (nasistar nútímans) mætt, að nægilegt afl væri á staðnum til þess að stugga þeim á brott. Fundurinn með Lassman tókst hið besta,“ segir Hannes í færslu á samfélagsmiðlum.“ Sniðgöngukrafan byggi ekki á þjóðerni Ingólfur Gíslason, sem er aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir í færslu á samfélagsmiðlum að sniðgöngukrafan um Gil Epstein byggi ekki á þjóðerni. Það sem skipti máli sé ábyrgðarstaða hans innan ísraelska herveldisins. „Öllu venjulegu fólki misbýður þegar fjöldamorðingjum er boðið að kynna „rannsóknir“ sínar, milli þess sem hann beitir vopnum sínum. Gylfi Zoega telur að það sé ekkert vandamál - hann geti einfaldlega lagt til glæpina hliðar á meðan,“ segir Ingólfur um málið. „Gil er einhvers konar sviðsforseti eða formaður innan Bar-Ilan háskóla, og hefur opinberlega, fyrir hönd þess skóla lýst stuðningi við þjóðarmorðið (ég læt tvö skjáskot fylgja). Bar-Ilan háskóli styður opinberlega og efnislega við ólöglegt hernám Ísraels í Palestínu og auðvitað yfirstandandi þjóðarmorð.“ Ingólfur bendir á að stofnunin sem hélt viðburðinn heyri ekki beint undir Háskóla Íslands, og háskólinn sé ekki stofnun þar sem stjórnendur skipti sér af eða viti af einstökum atburðum eða verkefnum. Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu það sem af er degi.
Ísrael Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira