Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2025 10:25 Úlfar Jónsson býr sig undir að slá fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025. golf.is Íslandsmótið i golfi 2025 hófst í morgun. Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ, setti mótið með formlegum hætti. Úlfar Jónsson, sexfaldur Íslandsmeistari, sló fyrsta högg mótsins í logninu á Hvaleyrarvelli. Þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambands Íslands. Úlfar varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 1986, þá 17 ára gamall. Hann er enn í dag sá yngsti til að verða Íslandsmeistari karla í golfi. Á næstu sex árunum bætti Úlfar við sig fimm Íslandsmeistaratitlum til viðbótar, og sótti því alls sex titla á árunum 1986-1992. Úlfar starfaði sem landsliðsþjálfari í fimm ár, en lét af störfum árið 2016 til að sinna sínu aðalstarfi sem íþróttastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Á tíma hans sem landsliðsþjálfari var mörgum markmiðum náð, og má þar helst nefna að koma atvinnukylfingi inn á mótaröð þeirra bestu. Árið 2019 var Úlfar sæmdur gullmerki Golfsambands Íslands, sem er bæði viðurkenning fyrir störf hans í þágu íþróttarinnar og hans farsæla golfferil. Karen Sævarsdóttir, sem sló fyrsta höggið 2024, var einnig viðstödd setningu mótsins, ásamt mörgum af stólpum íslensku golfhreyfingarinnar. Golf Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Úlfar Jónsson, sexfaldur Íslandsmeistari, sló fyrsta högg mótsins í logninu á Hvaleyrarvelli. Þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambands Íslands. Úlfar varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 1986, þá 17 ára gamall. Hann er enn í dag sá yngsti til að verða Íslandsmeistari karla í golfi. Á næstu sex árunum bætti Úlfar við sig fimm Íslandsmeistaratitlum til viðbótar, og sótti því alls sex titla á árunum 1986-1992. Úlfar starfaði sem landsliðsþjálfari í fimm ár, en lét af störfum árið 2016 til að sinna sínu aðalstarfi sem íþróttastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Á tíma hans sem landsliðsþjálfari var mörgum markmiðum náð, og má þar helst nefna að koma atvinnukylfingi inn á mótaröð þeirra bestu. Árið 2019 var Úlfar sæmdur gullmerki Golfsambands Íslands, sem er bæði viðurkenning fyrir störf hans í þágu íþróttarinnar og hans farsæla golfferil. Karen Sævarsdóttir, sem sló fyrsta höggið 2024, var einnig viðstödd setningu mótsins, ásamt mörgum af stólpum íslensku golfhreyfingarinnar.
Golf Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira