Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2025 11:14 Liðþjálfinn Quornelius Radford í haldi herlögreglu í Fort Stewart í Georgíu. AP/Lewis M. Levine Liðþjálfi í her Bandaríkjanna skaut fimm aðra hermenn á einni af stærstu herstöðvum ríkisins í gær. Árásarmaðurinn var fljótt yfirbugaður af öðrum hermönnum á svæðinu. Tilefni skothríðarinnar liggur ekki fyrir en árásarmaðurinn, sem er 28 ára gamall, notaði skammbyssu sem hann átti sjálfur. Stórum hlutum herstöðvarinnar var lokað um tíma í gær en árásin sjálf stóð þó mjög stutt yfir. Allir hermennirnir sem særðust eru sagðir í stöðugu ásigkomulagi en yfirmaður herdeildarinnar segir hermennina sem stöðvuðu árásina klárlega hafa bjargað lífum. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að árásarmaðurinn, Quornelius Radford, hafi skotið aðra hermenn á vinnustað sínum á herstöðinni. Talsmenn hersins segja tilefnið til rannsóknar en opinber gögn benda til þess að hann hafi verið handtekinn fyrir ölvunarakstur í maí og að hann hafi átt að mæta í dómsal vegna þessa þann 20. ágúst. Radford tilheyrir sérstöku stórfylki innan svokallaðrar „þriðju herdeild fótgönguliða“, sem búið er sérstökum brynvörðum farartækjum og hefur verið lýst sem nútímavæddasta stórfylki bandarískra fótgönguliða. Hann hefur aldrei tekið þátt í átökum. Bannað að bera byssur á herstöðvum Skotárásir á herstöðvum í Bandaríkjunum eru ekki tíðar. Árið 2009 skaut hermaður þó þrettán til bana og særði á fjórða tug manna á herstöð í Texas. Árið 2013 skaut sjóliði tólf manns til bana í flotastöð í Washingtonríki. AP segir spurningar á kreiki vestanhafs um af hverju árásarmaðurinn var yfirbugaður en ekki skotinn af öðrum hermönnum. Hermönnum er meinað að bera skotvopn á herstöðvum, tilheyri þeir ekki herlögreglu, en sú regla hefur verið í gildi í áratugi. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Tengdar fréttir Fimm hermenn skotnir á herstöð Loka þurfti stórum hluta herstöðvarinnar Fort Stewart í Georgíu í Bandaríkjunum í dag eftir að maður hóf þar skothríð á hermenn. Fimm hermenn voru skotnir af árásarmanninum, sem var svo handsamaður. 6. ágúst 2025 16:55 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Stórum hlutum herstöðvarinnar var lokað um tíma í gær en árásin sjálf stóð þó mjög stutt yfir. Allir hermennirnir sem særðust eru sagðir í stöðugu ásigkomulagi en yfirmaður herdeildarinnar segir hermennina sem stöðvuðu árásina klárlega hafa bjargað lífum. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að árásarmaðurinn, Quornelius Radford, hafi skotið aðra hermenn á vinnustað sínum á herstöðinni. Talsmenn hersins segja tilefnið til rannsóknar en opinber gögn benda til þess að hann hafi verið handtekinn fyrir ölvunarakstur í maí og að hann hafi átt að mæta í dómsal vegna þessa þann 20. ágúst. Radford tilheyrir sérstöku stórfylki innan svokallaðrar „þriðju herdeild fótgönguliða“, sem búið er sérstökum brynvörðum farartækjum og hefur verið lýst sem nútímavæddasta stórfylki bandarískra fótgönguliða. Hann hefur aldrei tekið þátt í átökum. Bannað að bera byssur á herstöðvum Skotárásir á herstöðvum í Bandaríkjunum eru ekki tíðar. Árið 2009 skaut hermaður þó þrettán til bana og særði á fjórða tug manna á herstöð í Texas. Árið 2013 skaut sjóliði tólf manns til bana í flotastöð í Washingtonríki. AP segir spurningar á kreiki vestanhafs um af hverju árásarmaðurinn var yfirbugaður en ekki skotinn af öðrum hermönnum. Hermönnum er meinað að bera skotvopn á herstöðvum, tilheyri þeir ekki herlögreglu, en sú regla hefur verið í gildi í áratugi.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Tengdar fréttir Fimm hermenn skotnir á herstöð Loka þurfti stórum hluta herstöðvarinnar Fort Stewart í Georgíu í Bandaríkjunum í dag eftir að maður hóf þar skothríð á hermenn. Fimm hermenn voru skotnir af árásarmanninum, sem var svo handsamaður. 6. ágúst 2025 16:55 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Fimm hermenn skotnir á herstöð Loka þurfti stórum hluta herstöðvarinnar Fort Stewart í Georgíu í Bandaríkjunum í dag eftir að maður hóf þar skothríð á hermenn. Fimm hermenn voru skotnir af árásarmanninum, sem var svo handsamaður. 6. ágúst 2025 16:55