Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar 9. ágúst 2025 09:03 Árlega gefur ILGA-Europe, félag hinsegin fólks í Evrópu og Mið-Asíu, út sérstakt Regnbogakort sem birtir yfirlit og samanburð um lagaleg réttindi hinsegin fólks í heimshlutanum. Með kortinu, sem nær til 49 landa, er hægt að bera saman lagalega stöðu hinsegin fólks á milli landa. Ísland hefur verið á mikilli uppleið á undanförnum árum og fór á skömmum tíma úr 17. sæti, með 47% þáverandi viðmiða uppfyllt, og upp í það næstfyrsta árið 2024, með 83% viðmiða uppfyllt. Í dag eru lagaleg réttindi hinsegin fólks á Íslandi með þeim bestu í heimi. Þótt lagaleg réttindi og félagslegur veruleiki fari ekki alltaf saman eru þau grundvöllur þeirra breytinga sem orðið hafa hér á landi á síðustu árum. Meginástæður þessara framfara eru lög um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru árið 2019 og lög um bann við bælingarmeðferðum sem tóku gildi árið 2024 auk breytinga á hegningarlögum, sem styrkt hafa vernd gegn hatursglæpum og hatursáróðri gegn hinsegin fólki. Þá samþykktu stjórnvöld fyrstu aðgerðaráætlunina í málefnum hinsegin fólks árið 2022 og nú er unnið að endurnýjun hennar með það fyrir augum að ný áætlun verði samþykkt á Alþingi í haust. Nýtt regnbogakort: Ísland fellur um eitt sæti Regnbogakort ársins 2025 var birt í maí. Þar kemur í ljós að Ísland bætir eilítið við sig frá fyrra ári og uppfyllir nú 84,06% matsþátta en fellur engu að síður niður um eitt sæti og hafnar í því þriðja. Ástæða hækkunarinnar er nýr matsþáttur um hatursorðræðu vegna kyneinkenna, atriði sem Ísland uppfyllti einnig áður en því var bætt í viðmið kortsins. Á sama tíma bætir Belgía stöðu sína á milli ára, og tekur annað sætið af Íslandi. Árangur Belgíu er fyrst og fremst vegna aðgerða stjórnvalda þar í landi gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Sá árangur sem náðst hefur á Íslandi átti sér sannarlega ekki stað í tómarúmi heldur er hann afrakstur markvissrar vinnu fjölda aðila. Þar má nefna forvera minn í starfi, Daníel E. Arnarsson, en ekki síður annað starfsfólk, stjórnarfólk, sjálfboðaliða, Trans Ísland og Intersex Ísland. Ekki má heldur gleyma framlagi stjórnvalda sjálfra, stjórnmálafólks og embættismanna, sem hafa unnið að framgangi hinsegin málefna á undanförnum árum. Öflugt alþjóðastarf Áhugi á alþjóðlegu samstarfi við Samtökin ‘78 hefur aukist samhliða þeim árangri sem Ísland hefur náð á Regnbogakorti ILGA-Europe. Ísland er í dag eitt af þeim löndum sem litið er hvað helst til. Við erum afar meðvituð um hlutverk okkar og tökum þátt í alþjóðasamstarfi eftir fremsta megni, enda vitum við sem er,að við verðum ekki frjáls fyrr en öll eru frjáls. Hver eru næstu skref? Þótt mikið hafi áunnist er björninn ekki unninn. Ísland á enn nokkuð í land til að uppfylla öll skilyrði Regnbogakortsins og þangað skal áfram stefnt. Mikilvægt er að ráðist verði í lagasetningu sem bætir líkamlega friðhelgi intersex fólks og frekari aðgerðir gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Þá þarf að tryggja rétt homma og annarra hinsegin karla til blóðgjafa og öflugri umgjörð fyrir hinsegin fólk á flótta. Allt eru þetta atriði sem ILGA-Europe horfir til. Til viðbótar eru ýmis atriði sem ekki eru hluti af viðmiðum Regnbogakortsins en eru engu að síður mikilvæg, til dæmis bætt lagaleg réttindi barna sem eiga frá fyrstu tíð fleiri en tvo foreldra. Samtökin ‘78 eiga í virku samtali við stjórnvöld þar sem meðal annars er þrýst á ofangreinda þætti. Þessu hlutverki okkar munum við áfram sinna með öflugum hætti. Við erum í algjöru dauðafæri að koma Íslandi í allra fremstu röð í heiminum hvað varðar lagaleg réttindi hinsegin fólks. Það er því sjálfsögð krafa hinsegin samfélagsins að Ísland styrki áfram stöðu sína sem fyrirmynd á heimsvísu og nái fyrsta sæti Regnbogakortsins innan fárra ára. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Kári Garðarsson Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Árlega gefur ILGA-Europe, félag hinsegin fólks í Evrópu og Mið-Asíu, út sérstakt Regnbogakort sem birtir yfirlit og samanburð um lagaleg réttindi hinsegin fólks í heimshlutanum. Með kortinu, sem nær til 49 landa, er hægt að bera saman lagalega stöðu hinsegin fólks á milli landa. Ísland hefur verið á mikilli uppleið á undanförnum árum og fór á skömmum tíma úr 17. sæti, með 47% þáverandi viðmiða uppfyllt, og upp í það næstfyrsta árið 2024, með 83% viðmiða uppfyllt. Í dag eru lagaleg réttindi hinsegin fólks á Íslandi með þeim bestu í heimi. Þótt lagaleg réttindi og félagslegur veruleiki fari ekki alltaf saman eru þau grundvöllur þeirra breytinga sem orðið hafa hér á landi á síðustu árum. Meginástæður þessara framfara eru lög um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru árið 2019 og lög um bann við bælingarmeðferðum sem tóku gildi árið 2024 auk breytinga á hegningarlögum, sem styrkt hafa vernd gegn hatursglæpum og hatursáróðri gegn hinsegin fólki. Þá samþykktu stjórnvöld fyrstu aðgerðaráætlunina í málefnum hinsegin fólks árið 2022 og nú er unnið að endurnýjun hennar með það fyrir augum að ný áætlun verði samþykkt á Alþingi í haust. Nýtt regnbogakort: Ísland fellur um eitt sæti Regnbogakort ársins 2025 var birt í maí. Þar kemur í ljós að Ísland bætir eilítið við sig frá fyrra ári og uppfyllir nú 84,06% matsþátta en fellur engu að síður niður um eitt sæti og hafnar í því þriðja. Ástæða hækkunarinnar er nýr matsþáttur um hatursorðræðu vegna kyneinkenna, atriði sem Ísland uppfyllti einnig áður en því var bætt í viðmið kortsins. Á sama tíma bætir Belgía stöðu sína á milli ára, og tekur annað sætið af Íslandi. Árangur Belgíu er fyrst og fremst vegna aðgerða stjórnvalda þar í landi gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Sá árangur sem náðst hefur á Íslandi átti sér sannarlega ekki stað í tómarúmi heldur er hann afrakstur markvissrar vinnu fjölda aðila. Þar má nefna forvera minn í starfi, Daníel E. Arnarsson, en ekki síður annað starfsfólk, stjórnarfólk, sjálfboðaliða, Trans Ísland og Intersex Ísland. Ekki má heldur gleyma framlagi stjórnvalda sjálfra, stjórnmálafólks og embættismanna, sem hafa unnið að framgangi hinsegin málefna á undanförnum árum. Öflugt alþjóðastarf Áhugi á alþjóðlegu samstarfi við Samtökin ‘78 hefur aukist samhliða þeim árangri sem Ísland hefur náð á Regnbogakorti ILGA-Europe. Ísland er í dag eitt af þeim löndum sem litið er hvað helst til. Við erum afar meðvituð um hlutverk okkar og tökum þátt í alþjóðasamstarfi eftir fremsta megni, enda vitum við sem er,að við verðum ekki frjáls fyrr en öll eru frjáls. Hver eru næstu skref? Þótt mikið hafi áunnist er björninn ekki unninn. Ísland á enn nokkuð í land til að uppfylla öll skilyrði Regnbogakortsins og þangað skal áfram stefnt. Mikilvægt er að ráðist verði í lagasetningu sem bætir líkamlega friðhelgi intersex fólks og frekari aðgerðir gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Þá þarf að tryggja rétt homma og annarra hinsegin karla til blóðgjafa og öflugri umgjörð fyrir hinsegin fólk á flótta. Allt eru þetta atriði sem ILGA-Europe horfir til. Til viðbótar eru ýmis atriði sem ekki eru hluti af viðmiðum Regnbogakortsins en eru engu að síður mikilvæg, til dæmis bætt lagaleg réttindi barna sem eiga frá fyrstu tíð fleiri en tvo foreldra. Samtökin ‘78 eiga í virku samtali við stjórnvöld þar sem meðal annars er þrýst á ofangreinda þætti. Þessu hlutverki okkar munum við áfram sinna með öflugum hætti. Við erum í algjöru dauðafæri að koma Íslandi í allra fremstu röð í heiminum hvað varðar lagaleg réttindi hinsegin fólks. Það er því sjálfsögð krafa hinsegin samfélagsins að Ísland styrki áfram stöðu sína sem fyrirmynd á heimsvísu og nái fyrsta sæti Regnbogakortsins innan fárra ára. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun