Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2025 14:21 Sigurjón Bragi Atlason var einn af markahæstu leikmönnum íslenska liðsins með fimm mörk úr fimm skotum. IHF Íslenska nítján ára landslið karla í handbolta vann stórsigur annan daginn í röð á heimsmeistaramótinu í Kaíró í Egyptalandi. Strákarnir eru að byrja mótið af miklum krafti. Íslenska liðið vann í dag sextán marka sigur á Sádi-Arabíu, 43-27, eftir að hafa verið 22-11 yfir í hálfleik. Sigurjón Bragi Atlason, markvörður íslenska liðsins, átti flottan leik á báðum endum vallarins. Hann varði sex skot en hann skoraði einnig fimm mörk yfir allan völlinn. Það er væntanlega nýtt met hjá íslenskum markverði í landsleik þó að HSÍ geti ekki staðfest það á heimasíðu sinni. Stefán Magni Hjartarson var þó valinn maður leiksins af mótshöldurum, þó hann hafi aðeins leikið fyrri hálfleik átti hann fantagóðan leik bæði í vörn og sókn. Stefán var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk. Strax í upphafi leiks sýndi íslenska liðið yfirburði á öllum sviðum leiksins og náði leikurinn aldrei að verða spennandi. Eftir um tuttugu mínútna leik var staðan 16-6 og þegar blásið var til hálfleiks höfðu strákarnir okkar 11 marka forystu 22-11. Þó að okkar menn hafa slakað á klónni í síðari hálfleik þá hélt munurinn áfram að aukast. Sádar reyndu sig áfram með sjö sóknarmenn en yfirleitt endaði það með auðveldum mörkum íslenska liðsins, þegar upp var staðið höfðu strákarnir okkar sextán marka sigur, 43-27. Mörk íslenska liðsins: Stefán Magni Hjartarson 7, Ágúst Guðmundsson 6, Sigurjón Bragi Atlason 5, Dagur Árni Heimisson 5, Elís Þór Aðalsteinsson 3, Bessi Teitsson 3, Marel Baldvinsson 3, Daniel Montoro 2, Dagur Leó Fannarsson 2, Jens Bragi Bergþórsson 2, Haukur Guðmundsson 1, Hrafn Þorbjarnarson 1, Andri Erlingsson 1, Ingvar Dagur Gunnarsson 1 og Garðar Ingi Sindrason 1. Á morgun er frídagur hjá liðinu en næsti leikur liðsins er á móti Brasilíu á laugardaginn og hefst hann klukkan tólf að íslenskum tíma. View this post on Instagram A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) Landslið karla í handbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Íslenska liðið vann í dag sextán marka sigur á Sádi-Arabíu, 43-27, eftir að hafa verið 22-11 yfir í hálfleik. Sigurjón Bragi Atlason, markvörður íslenska liðsins, átti flottan leik á báðum endum vallarins. Hann varði sex skot en hann skoraði einnig fimm mörk yfir allan völlinn. Það er væntanlega nýtt met hjá íslenskum markverði í landsleik þó að HSÍ geti ekki staðfest það á heimasíðu sinni. Stefán Magni Hjartarson var þó valinn maður leiksins af mótshöldurum, þó hann hafi aðeins leikið fyrri hálfleik átti hann fantagóðan leik bæði í vörn og sókn. Stefán var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk. Strax í upphafi leiks sýndi íslenska liðið yfirburði á öllum sviðum leiksins og náði leikurinn aldrei að verða spennandi. Eftir um tuttugu mínútna leik var staðan 16-6 og þegar blásið var til hálfleiks höfðu strákarnir okkar 11 marka forystu 22-11. Þó að okkar menn hafa slakað á klónni í síðari hálfleik þá hélt munurinn áfram að aukast. Sádar reyndu sig áfram með sjö sóknarmenn en yfirleitt endaði það með auðveldum mörkum íslenska liðsins, þegar upp var staðið höfðu strákarnir okkar sextán marka sigur, 43-27. Mörk íslenska liðsins: Stefán Magni Hjartarson 7, Ágúst Guðmundsson 6, Sigurjón Bragi Atlason 5, Dagur Árni Heimisson 5, Elís Þór Aðalsteinsson 3, Bessi Teitsson 3, Marel Baldvinsson 3, Daniel Montoro 2, Dagur Leó Fannarsson 2, Jens Bragi Bergþórsson 2, Haukur Guðmundsson 1, Hrafn Þorbjarnarson 1, Andri Erlingsson 1, Ingvar Dagur Gunnarsson 1 og Garðar Ingi Sindrason 1. Á morgun er frídagur hjá liðinu en næsti leikur liðsins er á móti Brasilíu á laugardaginn og hefst hann klukkan tólf að íslenskum tíma. View this post on Instagram A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland)
Landslið karla í handbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira