Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2025 10:31 Townsend með syni sínum Adyn Aubrey sem kom í heiminn í mars 2021. @tay_taytownsend Bandarísku tenniskonunni Taylor Townsend tókst að skrifa nýjan kafla í tennissöguna í þessari viku eftir að í ljós kom að hún er númer eitt á heimslistanum meðal þeirra í heiminum sem keppa í tvíliðaleik kvenna Townsend og tvíliðaleiksfélagi hennar Shuai Zhang tryggðu sér efsta sætið á heimslistanum með því að komast í úrslitaleikinn á WTA 500 Mubadala Citi mótinu sem fór fram í Washington DC í Bandaríkjunum. Með því varð það staðfest að Townsend er fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum á styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins, WTA. View this post on Instagram A post shared by The GIST USA (@thegistusa) „Þetta er ánægjulegasta ferðalagið sem ég gat farið í,“ sagði Taylor Townsend eftir leikinn. „Að hafa náð efsta sætinu á heimslistanum eftir að hafa eignast son minn. Ég hef þurft að komast í gegnum svo mörg próf og svo mikið mótlæti en tókst samt að afreka hluti sem ég hafði aldrei áður afrekað,“ sagði Townsend. „Ég er búin að vinna tvö risamót og vinna Masters 1000 mótið. Að verða sú besta í heimi er það stórkostlegasta við þetta allt saman,“ sagði Townsend. Townsend er aðeins þrettánda bandaríska tenniskonan sem kemst í efsta sæti heimslistanum í tvíliðaleik. Hinar eru Martina Navratilova, Pam Shriver, Gigi Fernandez, Lindsay Davenport, Corina Morariu, Lisa Raymond, Liezel Huber, Venus Williams, Serena Williams, Bethanie Mattek-Sands, Coco Gauff og Jessica Pegula. Townsend er 29 ára gömul en sonur hennar, Adyn Aubrey, kom í heiminn í mars 2021. Hann er því orðinn fjögurra ára gamall og upplifir nú að eiga mömmu sem er best í heimi. View this post on Instagram A post shared by Taylor Townsend (@tay_taytownsend) Tennis Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Townsend og tvíliðaleiksfélagi hennar Shuai Zhang tryggðu sér efsta sætið á heimslistanum með því að komast í úrslitaleikinn á WTA 500 Mubadala Citi mótinu sem fór fram í Washington DC í Bandaríkjunum. Með því varð það staðfest að Townsend er fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum á styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins, WTA. View this post on Instagram A post shared by The GIST USA (@thegistusa) „Þetta er ánægjulegasta ferðalagið sem ég gat farið í,“ sagði Taylor Townsend eftir leikinn. „Að hafa náð efsta sætinu á heimslistanum eftir að hafa eignast son minn. Ég hef þurft að komast í gegnum svo mörg próf og svo mikið mótlæti en tókst samt að afreka hluti sem ég hafði aldrei áður afrekað,“ sagði Townsend. „Ég er búin að vinna tvö risamót og vinna Masters 1000 mótið. Að verða sú besta í heimi er það stórkostlegasta við þetta allt saman,“ sagði Townsend. Townsend er aðeins þrettánda bandaríska tenniskonan sem kemst í efsta sæti heimslistanum í tvíliðaleik. Hinar eru Martina Navratilova, Pam Shriver, Gigi Fernandez, Lindsay Davenport, Corina Morariu, Lisa Raymond, Liezel Huber, Venus Williams, Serena Williams, Bethanie Mattek-Sands, Coco Gauff og Jessica Pegula. Townsend er 29 ára gömul en sonur hennar, Adyn Aubrey, kom í heiminn í mars 2021. Hann er því orðinn fjögurra ára gamall og upplifir nú að eiga mömmu sem er best í heimi. View this post on Instagram A post shared by Taylor Townsend (@tay_taytownsend)
Tennis Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira