Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Bjarki Sigurðsson skrifar 8. ágúst 2025 14:46 Gulklæddir stuðningsmenn Bröndby létu öllu illum látum þegar leið á leikinn og eftir leik. Pawel Wewiorski Grímuklæddir stuðningsmenn danska knattspyrnuliðsins Bröndby réðust á stuðningsmenn Víkings eftir leik liðanna í gær. Einn var handtekinn en fyrir leik töldu forsvarsmenn danska liðsins litlar líkur á að nokkur maður myndi æsa sig. Víkingur vann Bröndby 3-0 í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í gær, úrslit sem danska liðið hefur sjálft kallað niðurlægingu. Dönsku stuðningsmennirnir, sem eru þekktir fyrir að valda usla á þeim leikjum sem þeir sækja, brugðust afar illa við tapinu. Þeir hvolfdu kamri á vellinum, rifu fána og fleira, að sögn Hauks Hinrikssonar, framkvæmdastjóra Víkings. Nikolaj Hansen kemur Víkingum yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með frábærum skalla með hnakkanum.Pawel Wewiorski Fyrir leik töldu forsvarsmenn Bröndby litlar líkur á að nokkuð myndi koma upp á í kringum stuðningsmenn liðsins. Því var ekki aukin gæsla í kringum leikinn. Hins vegar eftir að Víkingar skoruðu þriðja mark leiksins var ljóst að eitthvað gæti gerst. „Það var kannski að hluta til vegna þess að Bröndby átti ekki von á því að neitt myndi ske. Lögregla metur það líka að þetta sé „low-risk“ leikur og ákveða að vera bara með bíl á vakt í grenndinni en kannski ekkert endilega á svæðinu. En það breyttist fljótt í gær,“ segir Haukur Hinriksson, framkvæmdastjóri Víkings. Eftir leik héldu Bröndby-stuðningsmennirnir ótrauðir inn í nóttina og leituðu uppi hóp Víkinga á Ölver í Laugardal. Þar slógust fylkingar og náðist hluti slagsmálanna á myndband. Skömmu áður hafði lögreglan skorist í leikinn, að sögn Unnars Más Ástþórssonar, varðstjóra. „Við vorum með gæslu þarna fram á nótt, eða langleiðina á meðan Ölver var opinn. Það voru riskingar þarna sem við höfðum afskipti af. Það var einn handteknin út af þessum átökum sem að voru í kringum þennan leik og við Ölver. Hann á von á sekt út af þeirri hegðun sem hann sýndi þar,“ segir Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Evrópska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að auka gæslu á seinni leik félaganna í Danmörku. Talið er að fjöldi Íslendinga muni sækja leikinn, bæði stuðningsmenn Víkinga og Íslendingar búsettir í Danmörku. Víkingur Reykjavík Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Víkingur vann Bröndby 3-0 í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í gær, úrslit sem danska liðið hefur sjálft kallað niðurlægingu. Dönsku stuðningsmennirnir, sem eru þekktir fyrir að valda usla á þeim leikjum sem þeir sækja, brugðust afar illa við tapinu. Þeir hvolfdu kamri á vellinum, rifu fána og fleira, að sögn Hauks Hinrikssonar, framkvæmdastjóra Víkings. Nikolaj Hansen kemur Víkingum yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með frábærum skalla með hnakkanum.Pawel Wewiorski Fyrir leik töldu forsvarsmenn Bröndby litlar líkur á að nokkuð myndi koma upp á í kringum stuðningsmenn liðsins. Því var ekki aukin gæsla í kringum leikinn. Hins vegar eftir að Víkingar skoruðu þriðja mark leiksins var ljóst að eitthvað gæti gerst. „Það var kannski að hluta til vegna þess að Bröndby átti ekki von á því að neitt myndi ske. Lögregla metur það líka að þetta sé „low-risk“ leikur og ákveða að vera bara með bíl á vakt í grenndinni en kannski ekkert endilega á svæðinu. En það breyttist fljótt í gær,“ segir Haukur Hinriksson, framkvæmdastjóri Víkings. Eftir leik héldu Bröndby-stuðningsmennirnir ótrauðir inn í nóttina og leituðu uppi hóp Víkinga á Ölver í Laugardal. Þar slógust fylkingar og náðist hluti slagsmálanna á myndband. Skömmu áður hafði lögreglan skorist í leikinn, að sögn Unnars Más Ástþórssonar, varðstjóra. „Við vorum með gæslu þarna fram á nótt, eða langleiðina á meðan Ölver var opinn. Það voru riskingar þarna sem við höfðum afskipti af. Það var einn handteknin út af þessum átökum sem að voru í kringum þennan leik og við Ölver. Hann á von á sekt út af þeirri hegðun sem hann sýndi þar,“ segir Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Evrópska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að auka gæslu á seinni leik félaganna í Danmörku. Talið er að fjöldi Íslendinga muni sækja leikinn, bæði stuðningsmenn Víkinga og Íslendingar búsettir í Danmörku.
Víkingur Reykjavík Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira