Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar 8. ágúst 2025 13:01 Í heilbrigðiskerfinu er mikið talað um skort á úrræðum, fagfólki og manneskjulegri nálgun í geðheilbrigðisþjónustu. Þrátt fyrir það eru margir í kerfinu sem hafa sótt sér dýrmæta sérmenntun og vilja leggja sitt af mörkum, en fá ekki viðurkenningu fyrir þekkingu sína. Ég er sjúkraliði og hef lokið Fagnámi fyrir sjúkraliða með diplómu í Samfélagsgeðhjúkrun frá Háskólanum á Akureyri. Ég er ekki ein. Fjöldi sjúkraliða víða um land hefur lokið sérnámi í geðheilsu og samfélagsgeðhjúkrun. Annað framhaldsnám af þessu tagi er öldrun og heimahjúkrun. Þessi þekking dýpkar starf okkar, eykur ábyrgð og gerir okkur hæfari til að veita meðferð og stuðning af dýpt, nærgætni og innsýn. En við fáum hana ekki metna til fulls. Við verðum áfram sjúkraliðar með sömu laun, sömu stöðu, án faglegra viðurkenninga eða nýrra tækifæra. Þrátt fyrir að við höfum sótt þekkingu sem skiptir sköpum í meðferð viðkvæmasta hóps samfélagsins. Þekkingin okkar bætir þjónustuna Við vinnum með fólki sem glímir við kvíða, þunglyndi, geðrof, sjálfsvígshættu og aðra alvarlega erfiðleika. Við þekkjum mikilvægi virkrar hlustunar, sjálfstrausts, jafnvægis í samskiptum og sjálfsstyrkingar. Við lærum að mæta fólki í flóknu og krefjandi ástandi, af virðingu, skilningi og fagmennsku. Við léttum einnig álagi af öðrum stéttum, lesum í aðstæður og grípum snemma inn í. Við verðum tenging við sjúklinginn, mannleg brú á milli einstaklinga og kerfisins. Í náminu er lögð mikil áhersla á teymisvinnu með þverfaglegu sniði en við erum ekki höfð með í ráðum. Kerfið þarf að vakna Þessi vinna, þessi þekking og þessi innsýn, hún virðist ósýnileg í augum stjórnenda. Við erum ekki fengin til samráðs, við fáum ekki að móta verklag eða þróun þjónustu. Það er eins og við megum vera til staðar, en ekki heyrast. Við biðjum ekki um forréttindi. Við biðjum um sanngirni. Að menntunin okkar sé viðurkennd. Að við fáum rödd og vægi. Að skjólstæðingarnir okkar fái að njóta þjónustu sem byggir á dýpri tengingu, mannlegri umönnun og faglegri nálgun. Það er hægt að gera betur Geðheilbrigðiskerfið er í kreppu. En lausnin felst ekki aðeins í fleiri sérfræðilæknum, hún felst í fleiri hjörtum og höndum sem skilja og sinna þeim einstaklingum sem hafa ekki rödd í samfélaginu okkar. Sjúkraliðar með sérmenntun í geðheilbrigði vilja leggja sitt af mörkum, og eru tilbúnir. En þeir þurfa að fá tækifæri til þess. Hvers vegna er þekkingin okkar ekki metin til fulls, þrátt fyrir aukna ábyrgð, dýpri innsýn og raunverulegan stuðning sem við getum veitt? Af hverju fær námið ekki fullt gildi í störfum innan heilbrigðisþjónustunnar? Hvers vegna er ekki hlustað á rödd sjúkraliða með sérþekkingu á geðheilbrigði? Og hvað segir þetta um virðingu kerfisins fyrir þeirri mannlegu umönnun sem þessi hópur sinnir daglega? Við vinnum með einstaklinga sem eru oft meðal viðkvæmustu hópa samfélagsins. Við hlustum, mætum, róum og styðjum þar sem aðrir fagaðilar hafa takmarkað svigrúm. Við stöndum næst og við berum ábyrgð. Við berum líka ábyrgð á því að ófaglærðir í umönnun fái leiðsögn í starfi sem hæfir velsæmi. SLFÍ (Sjúkraliðafélag Íslands) fagnaði fyrir nokkru þeim sigri að hafa samið sérstaklega við SFV (Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu) fyrir sjúkraliða með diplómapróf en böggull fylgir skammrifi í mörgum tilfellum þar sem það er í höndum þeirra stofnana að „skapa stöður og verkefni“ fyrir sjúkraliða sem hafa bætt við sig menntun. Það eitt og sér er alveg galin hugmynd þar sem þeir sjá sér þann leik á borði að búa ekki til stöður og verkefni fyrir sjúkraliða með sérmenntun. Þá þurfa þeir að greiða hærri laun. Allir sjúkraliðar sem hafa lokið framhaldsnámi frá HA fá 2 þrep í launatöflunni þegar þeir skila inn skírteininu sínu. Það eru á bilinu 28-30.000 kr fyrir tveggja ára framhaldsnám með fullri vinnu. Svo er heppnin með þeim sem fá að nýta námið sitt á sérfaglegum grundvelli. Á mínum vinnustað var mér óskað til hamingju með að bæta við mig þekkingu en ég vinn á deild með tæplega 40 heimilismönnum og um 70% af þeim glíma við geðrænar áskoranir en þekking mín er ekki metin að verðleikum. Stefna stjórnvalda er skýr Stjórnvöld hafa fjárfest í diplómanámi fyrir sjúkraliða til að styrkja stéttina og nýta menntun til að bæta þjónustu. Með því að neita að móta störf fyrir þessa sjúkraliða ganga fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu gegn opinberri stefnu stjórnvalda Höfundur er sjúkraliði með diplómu í samfélagsgeðhjúkrun frá HA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í heilbrigðiskerfinu er mikið talað um skort á úrræðum, fagfólki og manneskjulegri nálgun í geðheilbrigðisþjónustu. Þrátt fyrir það eru margir í kerfinu sem hafa sótt sér dýrmæta sérmenntun og vilja leggja sitt af mörkum, en fá ekki viðurkenningu fyrir þekkingu sína. Ég er sjúkraliði og hef lokið Fagnámi fyrir sjúkraliða með diplómu í Samfélagsgeðhjúkrun frá Háskólanum á Akureyri. Ég er ekki ein. Fjöldi sjúkraliða víða um land hefur lokið sérnámi í geðheilsu og samfélagsgeðhjúkrun. Annað framhaldsnám af þessu tagi er öldrun og heimahjúkrun. Þessi þekking dýpkar starf okkar, eykur ábyrgð og gerir okkur hæfari til að veita meðferð og stuðning af dýpt, nærgætni og innsýn. En við fáum hana ekki metna til fulls. Við verðum áfram sjúkraliðar með sömu laun, sömu stöðu, án faglegra viðurkenninga eða nýrra tækifæra. Þrátt fyrir að við höfum sótt þekkingu sem skiptir sköpum í meðferð viðkvæmasta hóps samfélagsins. Þekkingin okkar bætir þjónustuna Við vinnum með fólki sem glímir við kvíða, þunglyndi, geðrof, sjálfsvígshættu og aðra alvarlega erfiðleika. Við þekkjum mikilvægi virkrar hlustunar, sjálfstrausts, jafnvægis í samskiptum og sjálfsstyrkingar. Við lærum að mæta fólki í flóknu og krefjandi ástandi, af virðingu, skilningi og fagmennsku. Við léttum einnig álagi af öðrum stéttum, lesum í aðstæður og grípum snemma inn í. Við verðum tenging við sjúklinginn, mannleg brú á milli einstaklinga og kerfisins. Í náminu er lögð mikil áhersla á teymisvinnu með þverfaglegu sniði en við erum ekki höfð með í ráðum. Kerfið þarf að vakna Þessi vinna, þessi þekking og þessi innsýn, hún virðist ósýnileg í augum stjórnenda. Við erum ekki fengin til samráðs, við fáum ekki að móta verklag eða þróun þjónustu. Það er eins og við megum vera til staðar, en ekki heyrast. Við biðjum ekki um forréttindi. Við biðjum um sanngirni. Að menntunin okkar sé viðurkennd. Að við fáum rödd og vægi. Að skjólstæðingarnir okkar fái að njóta þjónustu sem byggir á dýpri tengingu, mannlegri umönnun og faglegri nálgun. Það er hægt að gera betur Geðheilbrigðiskerfið er í kreppu. En lausnin felst ekki aðeins í fleiri sérfræðilæknum, hún felst í fleiri hjörtum og höndum sem skilja og sinna þeim einstaklingum sem hafa ekki rödd í samfélaginu okkar. Sjúkraliðar með sérmenntun í geðheilbrigði vilja leggja sitt af mörkum, og eru tilbúnir. En þeir þurfa að fá tækifæri til þess. Hvers vegna er þekkingin okkar ekki metin til fulls, þrátt fyrir aukna ábyrgð, dýpri innsýn og raunverulegan stuðning sem við getum veitt? Af hverju fær námið ekki fullt gildi í störfum innan heilbrigðisþjónustunnar? Hvers vegna er ekki hlustað á rödd sjúkraliða með sérþekkingu á geðheilbrigði? Og hvað segir þetta um virðingu kerfisins fyrir þeirri mannlegu umönnun sem þessi hópur sinnir daglega? Við vinnum með einstaklinga sem eru oft meðal viðkvæmustu hópa samfélagsins. Við hlustum, mætum, róum og styðjum þar sem aðrir fagaðilar hafa takmarkað svigrúm. Við stöndum næst og við berum ábyrgð. Við berum líka ábyrgð á því að ófaglærðir í umönnun fái leiðsögn í starfi sem hæfir velsæmi. SLFÍ (Sjúkraliðafélag Íslands) fagnaði fyrir nokkru þeim sigri að hafa samið sérstaklega við SFV (Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu) fyrir sjúkraliða með diplómapróf en böggull fylgir skammrifi í mörgum tilfellum þar sem það er í höndum þeirra stofnana að „skapa stöður og verkefni“ fyrir sjúkraliða sem hafa bætt við sig menntun. Það eitt og sér er alveg galin hugmynd þar sem þeir sjá sér þann leik á borði að búa ekki til stöður og verkefni fyrir sjúkraliða með sérmenntun. Þá þurfa þeir að greiða hærri laun. Allir sjúkraliðar sem hafa lokið framhaldsnámi frá HA fá 2 þrep í launatöflunni þegar þeir skila inn skírteininu sínu. Það eru á bilinu 28-30.000 kr fyrir tveggja ára framhaldsnám með fullri vinnu. Svo er heppnin með þeim sem fá að nýta námið sitt á sérfaglegum grundvelli. Á mínum vinnustað var mér óskað til hamingju með að bæta við mig þekkingu en ég vinn á deild með tæplega 40 heimilismönnum og um 70% af þeim glíma við geðrænar áskoranir en þekking mín er ekki metin að verðleikum. Stefna stjórnvalda er skýr Stjórnvöld hafa fjárfest í diplómanámi fyrir sjúkraliða til að styrkja stéttina og nýta menntun til að bæta þjónustu. Með því að neita að móta störf fyrir þessa sjúkraliða ganga fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu gegn opinberri stefnu stjórnvalda Höfundur er sjúkraliði með diplómu í samfélagsgeðhjúkrun frá HA.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun