Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Árni Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2025 21:32 Dominik Radic var hetja Njarðvíkinga í kvöld. Vísir / ÓskarÓ Fimm leikjum er lokið 16. umferð Lengjudeildar karla í fótbolta. Fjórir þeirra hófust kl. 19:15 og er nýlokið. Úrslitin segja áhugaverða sögu en Njarðvíkingar eru einir á toppi deildarinnar eftir að ÍR missteig sig en Njarðvíkingar lögðu Selfoss. Njarðvíkingar fengu Selfyssinga í heimsókn og þurftu að koma til baka og sækja sigurinn en Selfyssingar komust yfir á 19. mínútu. Raúl Tanque skoraði þá úr víti en níu mínútum síðar var Dominik Radic búinn að jafna metin fyrir heimamenn. Radic var svo bæði skúrkur og hetja Njarðvíkinga en hann misnotaði víti á 51 mínútu en kvittaði fyrir það og tryggði sigurinn á 79. mínútu. ÍR tók á móti Fjölni í Breiðholtinu en náðu einungis jafntefli við Grafarvogspilta í markaleik. ÍR komst yfir strax á sjöundu mínútu leiksins þegar Guðjón Máni Magnússon skoraði en sjö mínútum síðar jafnaði Kristófer Dagur Arnarsson metin. Bergvin Fannar Helgason klikkaði á víti fyrir heimamenn korteri seinna og staðan 1-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur var svo mjög fjörugur. Renato Punyed Dubon kom heimamönnum yfir en Fjölnismenn svöruðu með tveimur mörkum og komust yfir. Einar Örn Harðarson og Kristófer Dagur skoruðu til að koma gestunum í forystu og voru með hana þangað til á 88. mínútu leiksins. Þá fengu heimamenn annað víti eftir að boltinn fór í hendi á varnarmanni gestanna og Óliver Elís Hlynsson gerði engin mistök af punktinum og tryggði ÍR stig með því að jafna í 3-3. Eftir leiki kvöldsins eru Njarðvíkingar einir á toppi deildarinnar með 34 stig en ÍR er stigi frá þeim í öðru sæti. HK og Þór unnu sína leiki í kvöld og eru í þriðja og fjórða sæti með 30 stig. Það er því augljóst að toppbaráttan verður gríðarlega hörð þegar sex leikir eru eftir. Þór vann Fylki fyrr í dag og setti Fylki niður í fallsætið en stigið sem Fjölnir náði í lyfti þeim upp úr kjallaranum. Þróttur fer svo norður á Húsavík á morgun og spilar við Völsung. Ef Þróttarar vinna þá geta þeir lyft sér upp í þriðja sæti en þeir sitja í fimmta sæti með 28 stig þremur stigum á undan Keflavík sem er að missa af lestinni varðandi það að komast í umspilið um sæti í Bestu deild karla. Keflvíkingar steinlágu fyrir Þrótt í Kórnum 3-0. Leiknir tapað þá fyrir Grindavík 3-2 þar sem Adam Árni Róbertsson skoraði þrennu eftir að Leiknir hafði komist í 0-2. Leiknismenn eru í slæmum málum á botni deildarinnar en Grindavík þokar sér lengra frá fallsvæðinu og eru með 17 stig í áttunda sæti deildarinnar. Úrslit kvöldsins Úrslit og markaskorar fengin frá Fótbolti.net. Njarðvík - Selfoss 2-1 ÍR - Fjölnir 3-3 HK - Keflavík 3-0 Grindavík - Leiknir 3-2 Lengjudeild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Njarðvíkingar fengu Selfyssinga í heimsókn og þurftu að koma til baka og sækja sigurinn en Selfyssingar komust yfir á 19. mínútu. Raúl Tanque skoraði þá úr víti en níu mínútum síðar var Dominik Radic búinn að jafna metin fyrir heimamenn. Radic var svo bæði skúrkur og hetja Njarðvíkinga en hann misnotaði víti á 51 mínútu en kvittaði fyrir það og tryggði sigurinn á 79. mínútu. ÍR tók á móti Fjölni í Breiðholtinu en náðu einungis jafntefli við Grafarvogspilta í markaleik. ÍR komst yfir strax á sjöundu mínútu leiksins þegar Guðjón Máni Magnússon skoraði en sjö mínútum síðar jafnaði Kristófer Dagur Arnarsson metin. Bergvin Fannar Helgason klikkaði á víti fyrir heimamenn korteri seinna og staðan 1-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur var svo mjög fjörugur. Renato Punyed Dubon kom heimamönnum yfir en Fjölnismenn svöruðu með tveimur mörkum og komust yfir. Einar Örn Harðarson og Kristófer Dagur skoruðu til að koma gestunum í forystu og voru með hana þangað til á 88. mínútu leiksins. Þá fengu heimamenn annað víti eftir að boltinn fór í hendi á varnarmanni gestanna og Óliver Elís Hlynsson gerði engin mistök af punktinum og tryggði ÍR stig með því að jafna í 3-3. Eftir leiki kvöldsins eru Njarðvíkingar einir á toppi deildarinnar með 34 stig en ÍR er stigi frá þeim í öðru sæti. HK og Þór unnu sína leiki í kvöld og eru í þriðja og fjórða sæti með 30 stig. Það er því augljóst að toppbaráttan verður gríðarlega hörð þegar sex leikir eru eftir. Þór vann Fylki fyrr í dag og setti Fylki niður í fallsætið en stigið sem Fjölnir náði í lyfti þeim upp úr kjallaranum. Þróttur fer svo norður á Húsavík á morgun og spilar við Völsung. Ef Þróttarar vinna þá geta þeir lyft sér upp í þriðja sæti en þeir sitja í fimmta sæti með 28 stig þremur stigum á undan Keflavík sem er að missa af lestinni varðandi það að komast í umspilið um sæti í Bestu deild karla. Keflvíkingar steinlágu fyrir Þrótt í Kórnum 3-0. Leiknir tapað þá fyrir Grindavík 3-2 þar sem Adam Árni Róbertsson skoraði þrennu eftir að Leiknir hafði komist í 0-2. Leiknismenn eru í slæmum málum á botni deildarinnar en Grindavík þokar sér lengra frá fallsvæðinu og eru með 17 stig í áttunda sæti deildarinnar. Úrslit kvöldsins Úrslit og markaskorar fengin frá Fótbolti.net. Njarðvík - Selfoss 2-1 ÍR - Fjölnir 3-3 HK - Keflavík 3-0 Grindavík - Leiknir 3-2
Lengjudeild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira