Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 9. ágúst 2025 07:00 Nú styttist í Gleðigönguna! Brátt munu brosandi andlit streyma um götur miðborgarinnar til að fagna fjölbreytileikanum og taka undir með hinsegin samfélaginu um að Samstaða skapi samfélag. Stórir sigrar í baráttunni Þegar rýnt er í baksýnisspegilinn hafa Íslendingar gert þessi orð að sínum í áratugi. Fáar þjóðir hafa sýnt jafn mikla samstöðu um að bæta réttindi hinseginfólks á stuttu tíma og Íslendingar. Vörðurnar eru þéttar, samkynhneigð varð lögleg árið 1940, samræðisaldur var jafnaður árið 1992, staðfest samvist hinsegin fólks var færð í lög árið 1996, réttur til ættleiðingar var samræmdur árið 2006, kynrænt sjálfræði viðurkennt árið 2019 og áfram mætti telja. Réttarbætur af þessu tagi skipa Íslendingum meðal forystuþjóða á sviði hinsegin réttinda í heiminum. Íslendingar eru í fyrsta sæti á Tgue réttindakorti trans fólks í Evrópu og í þriðja sæti á Regnbogakorti ILGA Europe, réttindasamtaka hinsegin fólks í Evrópu og Mið-Asíu með 84,06% viðmiða uppfyllt. Markvissar aðgerðir í þágu hinsegin fólks Engu að síður býr hinsegin fólk á Íslandi ekki við sambærileg lagaleg réttindi og aðrir hópar í íslensku samfélagi. Við þróun nýrrar aðgerðaáætlunar stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks til áranna 2026 til 2029 er horft til þess að jafna foreldrarétt sam- og gagnkynhneigðra para og afnema bann við blóðgjöf karla sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum (MSM). Fleiri réttarbætur eru í farvatninu og verða kynntar síðar. Barátta hinsegin fólks snýst um fleira en formleg réttindi. Krefjandi áskorun felst í því að brúa bilið milli lagalegra réttinda hinsegin fólks og raunverulegra aðstæðna þess í samfélaginu. Rannsóknir sýna að hinsegin fólk verður frekar fyrir fordómum, áreitni og mismunun en aðrir. Því kemur ekki á óvart að hinsegin fólk upplifi frekar slæma andlega líðan, einangrun og útilokun í samfélaginu heldur en gagnkynhneigðir. Við þessu er brugðist með aðgerðum á sviði rannsókna, fræðslu, vitundarvakningar og stuðnings við hinsegin fólk í nýju aðgerðaáætluninni. Sem dæmi er hægt að nefna aðgerðir til stuðnings ungmennum, umbætur í ferli hatursglæpa gegn hinsegin fólki, fræðslu til lögreglu, fulltrúa í sveitarstjórnum, starfsfólks sveitarfélaga og heilbrigðisstétta. Öruggara samfélag fyrir okkur öll Því miður hefur orðið bakslag í réttindum hinsegin fólks, ekki aðeins í öðrum löndum, líka á Íslandi. Hinsegin ungmenni, fullorðnir og aldraðir hafa orðið fyrir áreiti, skemmdarverkum og vanvirðingu af hendi samborgara sinna. Við svo búið má ekki standa lengur. Mannréttindi eru eitt af grundvallargildum íslensku þjóðarinnar. Við trúum því að allar manneskjur séu jafnar, eigi skilið jafna virðingu og sess í samfélaginu. Í baráttunni fyrir þessum gildum skiptir hver einasta rödd máli. Með því að fjölmenna í Gleðigönguna til að taka undir með hinsegin samfélaginu um að Samstaða skapi samfélag leggjum við okkar lóð á vogarskálar baráttu hinsegin samfélagsins um leið og við stuðlum að sterkara, öruggara og sanngjarnara samfélagi fyrir okkur öll. Sjáumst í Gleðigöngunni! Höfundur er dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttis- og mannréttindamála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Hinsegin Gleðigangan Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frelsissviptir Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist í Gleðigönguna! Brátt munu brosandi andlit streyma um götur miðborgarinnar til að fagna fjölbreytileikanum og taka undir með hinsegin samfélaginu um að Samstaða skapi samfélag. Stórir sigrar í baráttunni Þegar rýnt er í baksýnisspegilinn hafa Íslendingar gert þessi orð að sínum í áratugi. Fáar þjóðir hafa sýnt jafn mikla samstöðu um að bæta réttindi hinseginfólks á stuttu tíma og Íslendingar. Vörðurnar eru þéttar, samkynhneigð varð lögleg árið 1940, samræðisaldur var jafnaður árið 1992, staðfest samvist hinsegin fólks var færð í lög árið 1996, réttur til ættleiðingar var samræmdur árið 2006, kynrænt sjálfræði viðurkennt árið 2019 og áfram mætti telja. Réttarbætur af þessu tagi skipa Íslendingum meðal forystuþjóða á sviði hinsegin réttinda í heiminum. Íslendingar eru í fyrsta sæti á Tgue réttindakorti trans fólks í Evrópu og í þriðja sæti á Regnbogakorti ILGA Europe, réttindasamtaka hinsegin fólks í Evrópu og Mið-Asíu með 84,06% viðmiða uppfyllt. Markvissar aðgerðir í þágu hinsegin fólks Engu að síður býr hinsegin fólk á Íslandi ekki við sambærileg lagaleg réttindi og aðrir hópar í íslensku samfélagi. Við þróun nýrrar aðgerðaáætlunar stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks til áranna 2026 til 2029 er horft til þess að jafna foreldrarétt sam- og gagnkynhneigðra para og afnema bann við blóðgjöf karla sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum (MSM). Fleiri réttarbætur eru í farvatninu og verða kynntar síðar. Barátta hinsegin fólks snýst um fleira en formleg réttindi. Krefjandi áskorun felst í því að brúa bilið milli lagalegra réttinda hinsegin fólks og raunverulegra aðstæðna þess í samfélaginu. Rannsóknir sýna að hinsegin fólk verður frekar fyrir fordómum, áreitni og mismunun en aðrir. Því kemur ekki á óvart að hinsegin fólk upplifi frekar slæma andlega líðan, einangrun og útilokun í samfélaginu heldur en gagnkynhneigðir. Við þessu er brugðist með aðgerðum á sviði rannsókna, fræðslu, vitundarvakningar og stuðnings við hinsegin fólk í nýju aðgerðaáætluninni. Sem dæmi er hægt að nefna aðgerðir til stuðnings ungmennum, umbætur í ferli hatursglæpa gegn hinsegin fólki, fræðslu til lögreglu, fulltrúa í sveitarstjórnum, starfsfólks sveitarfélaga og heilbrigðisstétta. Öruggara samfélag fyrir okkur öll Því miður hefur orðið bakslag í réttindum hinsegin fólks, ekki aðeins í öðrum löndum, líka á Íslandi. Hinsegin ungmenni, fullorðnir og aldraðir hafa orðið fyrir áreiti, skemmdarverkum og vanvirðingu af hendi samborgara sinna. Við svo búið má ekki standa lengur. Mannréttindi eru eitt af grundvallargildum íslensku þjóðarinnar. Við trúum því að allar manneskjur séu jafnar, eigi skilið jafna virðingu og sess í samfélaginu. Í baráttunni fyrir þessum gildum skiptir hver einasta rödd máli. Með því að fjölmenna í Gleðigönguna til að taka undir með hinsegin samfélaginu um að Samstaða skapi samfélag leggjum við okkar lóð á vogarskálar baráttu hinsegin samfélagsins um leið og við stuðlum að sterkara, öruggara og sanngjarnara samfélagi fyrir okkur öll. Sjáumst í Gleðigöngunni! Höfundur er dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttis- og mannréttindamála.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun