Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 9. ágúst 2025 07:00 Nú styttist í Gleðigönguna! Brátt munu brosandi andlit streyma um götur miðborgarinnar til að fagna fjölbreytileikanum og taka undir með hinsegin samfélaginu um að Samstaða skapi samfélag. Stórir sigrar í baráttunni Þegar rýnt er í baksýnisspegilinn hafa Íslendingar gert þessi orð að sínum í áratugi. Fáar þjóðir hafa sýnt jafn mikla samstöðu um að bæta réttindi hinseginfólks á stuttu tíma og Íslendingar. Vörðurnar eru þéttar, samkynhneigð varð lögleg árið 1940, samræðisaldur var jafnaður árið 1992, staðfest samvist hinsegin fólks var færð í lög árið 1996, réttur til ættleiðingar var samræmdur árið 2006, kynrænt sjálfræði viðurkennt árið 2019 og áfram mætti telja. Réttarbætur af þessu tagi skipa Íslendingum meðal forystuþjóða á sviði hinsegin réttinda í heiminum. Íslendingar eru í fyrsta sæti á Tgue réttindakorti trans fólks í Evrópu og í þriðja sæti á Regnbogakorti ILGA Europe, réttindasamtaka hinsegin fólks í Evrópu og Mið-Asíu með 84,06% viðmiða uppfyllt. Markvissar aðgerðir í þágu hinsegin fólks Engu að síður býr hinsegin fólk á Íslandi ekki við sambærileg lagaleg réttindi og aðrir hópar í íslensku samfélagi. Við þróun nýrrar aðgerðaáætlunar stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks til áranna 2026 til 2029 er horft til þess að jafna foreldrarétt sam- og gagnkynhneigðra para og afnema bann við blóðgjöf karla sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum (MSM). Fleiri réttarbætur eru í farvatninu og verða kynntar síðar. Barátta hinsegin fólks snýst um fleira en formleg réttindi. Krefjandi áskorun felst í því að brúa bilið milli lagalegra réttinda hinsegin fólks og raunverulegra aðstæðna þess í samfélaginu. Rannsóknir sýna að hinsegin fólk verður frekar fyrir fordómum, áreitni og mismunun en aðrir. Því kemur ekki á óvart að hinsegin fólk upplifi frekar slæma andlega líðan, einangrun og útilokun í samfélaginu heldur en gagnkynhneigðir. Við þessu er brugðist með aðgerðum á sviði rannsókna, fræðslu, vitundarvakningar og stuðnings við hinsegin fólk í nýju aðgerðaáætluninni. Sem dæmi er hægt að nefna aðgerðir til stuðnings ungmennum, umbætur í ferli hatursglæpa gegn hinsegin fólki, fræðslu til lögreglu, fulltrúa í sveitarstjórnum, starfsfólks sveitarfélaga og heilbrigðisstétta. Öruggara samfélag fyrir okkur öll Því miður hefur orðið bakslag í réttindum hinsegin fólks, ekki aðeins í öðrum löndum, líka á Íslandi. Hinsegin ungmenni, fullorðnir og aldraðir hafa orðið fyrir áreiti, skemmdarverkum og vanvirðingu af hendi samborgara sinna. Við svo búið má ekki standa lengur. Mannréttindi eru eitt af grundvallargildum íslensku þjóðarinnar. Við trúum því að allar manneskjur séu jafnar, eigi skilið jafna virðingu og sess í samfélaginu. Í baráttunni fyrir þessum gildum skiptir hver einasta rödd máli. Með því að fjölmenna í Gleðigönguna til að taka undir með hinsegin samfélaginu um að Samstaða skapi samfélag leggjum við okkar lóð á vogarskálar baráttu hinsegin samfélagsins um leið og við stuðlum að sterkara, öruggara og sanngjarnara samfélagi fyrir okkur öll. Sjáumst í Gleðigöngunni! Höfundur er dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttis- og mannréttindamála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Hinsegin Gleðigangan Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist í Gleðigönguna! Brátt munu brosandi andlit streyma um götur miðborgarinnar til að fagna fjölbreytileikanum og taka undir með hinsegin samfélaginu um að Samstaða skapi samfélag. Stórir sigrar í baráttunni Þegar rýnt er í baksýnisspegilinn hafa Íslendingar gert þessi orð að sínum í áratugi. Fáar þjóðir hafa sýnt jafn mikla samstöðu um að bæta réttindi hinseginfólks á stuttu tíma og Íslendingar. Vörðurnar eru þéttar, samkynhneigð varð lögleg árið 1940, samræðisaldur var jafnaður árið 1992, staðfest samvist hinsegin fólks var færð í lög árið 1996, réttur til ættleiðingar var samræmdur árið 2006, kynrænt sjálfræði viðurkennt árið 2019 og áfram mætti telja. Réttarbætur af þessu tagi skipa Íslendingum meðal forystuþjóða á sviði hinsegin réttinda í heiminum. Íslendingar eru í fyrsta sæti á Tgue réttindakorti trans fólks í Evrópu og í þriðja sæti á Regnbogakorti ILGA Europe, réttindasamtaka hinsegin fólks í Evrópu og Mið-Asíu með 84,06% viðmiða uppfyllt. Markvissar aðgerðir í þágu hinsegin fólks Engu að síður býr hinsegin fólk á Íslandi ekki við sambærileg lagaleg réttindi og aðrir hópar í íslensku samfélagi. Við þróun nýrrar aðgerðaáætlunar stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks til áranna 2026 til 2029 er horft til þess að jafna foreldrarétt sam- og gagnkynhneigðra para og afnema bann við blóðgjöf karla sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum (MSM). Fleiri réttarbætur eru í farvatninu og verða kynntar síðar. Barátta hinsegin fólks snýst um fleira en formleg réttindi. Krefjandi áskorun felst í því að brúa bilið milli lagalegra réttinda hinsegin fólks og raunverulegra aðstæðna þess í samfélaginu. Rannsóknir sýna að hinsegin fólk verður frekar fyrir fordómum, áreitni og mismunun en aðrir. Því kemur ekki á óvart að hinsegin fólk upplifi frekar slæma andlega líðan, einangrun og útilokun í samfélaginu heldur en gagnkynhneigðir. Við þessu er brugðist með aðgerðum á sviði rannsókna, fræðslu, vitundarvakningar og stuðnings við hinsegin fólk í nýju aðgerðaáætluninni. Sem dæmi er hægt að nefna aðgerðir til stuðnings ungmennum, umbætur í ferli hatursglæpa gegn hinsegin fólki, fræðslu til lögreglu, fulltrúa í sveitarstjórnum, starfsfólks sveitarfélaga og heilbrigðisstétta. Öruggara samfélag fyrir okkur öll Því miður hefur orðið bakslag í réttindum hinsegin fólks, ekki aðeins í öðrum löndum, líka á Íslandi. Hinsegin ungmenni, fullorðnir og aldraðir hafa orðið fyrir áreiti, skemmdarverkum og vanvirðingu af hendi samborgara sinna. Við svo búið má ekki standa lengur. Mannréttindi eru eitt af grundvallargildum íslensku þjóðarinnar. Við trúum því að allar manneskjur séu jafnar, eigi skilið jafna virðingu og sess í samfélaginu. Í baráttunni fyrir þessum gildum skiptir hver einasta rödd máli. Með því að fjölmenna í Gleðigönguna til að taka undir með hinsegin samfélaginu um að Samstaða skapi samfélag leggjum við okkar lóð á vogarskálar baráttu hinsegin samfélagsins um leið og við stuðlum að sterkara, öruggara og sanngjarnara samfélagi fyrir okkur öll. Sjáumst í Gleðigöngunni! Höfundur er dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttis- og mannréttindamála.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun