Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2025 10:42 Hannah Hampton sagði góða sögu en hún virðist þó ekki vera alveg sönn. Getty/Mustafa Yalcin Hannah Hampton var hetja enska landsliðsins í vítakeppninni í úrslitaleik Evrópumótsins í síðasta mánuð. Hún var síðan valin besti markvörður EM í Sviss. Saga hennar frá vitakeppninni í úrslitaleiknum virðist þó ekki eiga stoð í raunveruleikanum. Hampton mætti í viðtal á TalkSport og sagði frá því sem hún tók upp á í vítakeppninni. Það vakti strax athygli á kvöldi úrslitaleiknum að Hampton var ekki með upplýsingar um vítaskyttur Spánverja á vatnsflösku sinni eins og margir markverðir, heldur á miða á hendinni. View this post on Instagram A post shared by Fifty1 (@_fifty1_) Hampton sagði frá því að hún hefði séð markvörð spænska liðsins, vera með samskonar upplýsingar um ensku vítaskytturnar, á sinni flösku. „Hún var með þetta á vatnsflöskunni sinni. Þegar hún fór í markið til að verjast víti þá tók ég flöskuna hennar og henti henni til ensku stuðningsmannanna þannig að hún væri ekki með þessar upplýsingar,“ sagði Hampton. „Ég set þetta aldrei á mína flösku af því að allir geta gert slíkt hið sama. Þessa vegna set ég upplýsingarnar á hendina á mína og sjónvarpsvélarnar náðu því,“ sagði Hampton. „Það var ekki erfitt að taka flöskuna hennar. Hún er bara í handklæði sem þú tekur upp. Það stóð ekkert á minni flösku en hún var með sama vörumerki þannig að ég setti bara mína flösku í staðinn,“ sagði Hampton. „Ég sá að hún var að leita að flöskunni sinni og var svo ringluð. Ég var svo mikið að passa mig að fara ekki að hlæja,“ sagði Hampton. Skemmtileg saga sem vakti athygli. Málið er bara að umræddur markvörður spænska liðsins kom síðan fram á samfélagsmiðlum og sagði enska markvörðinn ljúga þessu. „Allt í lagi. Verið nú alveg róleg. Bara ef þetta væri nú satt,“ skrifaði Cata Coll, markvörður spænska landsliðsins. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) EM 2025 í Sviss Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjá meira
Hampton mætti í viðtal á TalkSport og sagði frá því sem hún tók upp á í vítakeppninni. Það vakti strax athygli á kvöldi úrslitaleiknum að Hampton var ekki með upplýsingar um vítaskyttur Spánverja á vatnsflösku sinni eins og margir markverðir, heldur á miða á hendinni. View this post on Instagram A post shared by Fifty1 (@_fifty1_) Hampton sagði frá því að hún hefði séð markvörð spænska liðsins, vera með samskonar upplýsingar um ensku vítaskytturnar, á sinni flösku. „Hún var með þetta á vatnsflöskunni sinni. Þegar hún fór í markið til að verjast víti þá tók ég flöskuna hennar og henti henni til ensku stuðningsmannanna þannig að hún væri ekki með þessar upplýsingar,“ sagði Hampton. „Ég set þetta aldrei á mína flösku af því að allir geta gert slíkt hið sama. Þessa vegna set ég upplýsingarnar á hendina á mína og sjónvarpsvélarnar náðu því,“ sagði Hampton. „Það var ekki erfitt að taka flöskuna hennar. Hún er bara í handklæði sem þú tekur upp. Það stóð ekkert á minni flösku en hún var með sama vörumerki þannig að ég setti bara mína flösku í staðinn,“ sagði Hampton. „Ég sá að hún var að leita að flöskunni sinni og var svo ringluð. Ég var svo mikið að passa mig að fara ekki að hlæja,“ sagði Hampton. Skemmtileg saga sem vakti athygli. Málið er bara að umræddur markvörður spænska liðsins kom síðan fram á samfélagsmiðlum og sagði enska markvörðinn ljúga þessu. „Allt í lagi. Verið nú alveg róleg. Bara ef þetta væri nú satt,“ skrifaði Cata Coll, markvörður spænska landsliðsins. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird)
EM 2025 í Sviss Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjá meira