Enski boltinn

Manchester United stað­festir kaupin á Sesko

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Benjamin Sesko skrifar undir samning við Manchester United við hlið Jason Wilcox, yfirmanns knattspyrnumála hjá United. 
Benjamin Sesko skrifar undir samning við Manchester United við hlið Jason Wilcox, yfirmanns knattspyrnumála hjá United.  Getty/Manchester United

Slóvenski framherjinn Benjamin Sesko er orðinn leikmaður Manchester United.

Enska úrvalsdeildarfélagið staðfestir þetta á miðlum sínum í morgunsárið.

United kaupir Sesko frá þýska félaginu RB Leipzig og borgar 85 milljónir fyrir hann samkvæmt heimildum The Athletic.

Sesko skrifar undir fimm ára samning.

„Saga Manchester United er auðvitað sérstök en það sem hafði mest áhrif á mig var framtíðin. Þegar við ræddum verkefnið þá var það augljóst að mínu mati að þar er allt til alls til að vaxa hratt og keppa aftur um stærstu titlana fljótlega,“ sagði Benjamin Sesko.

Sesko er enn bara 22 ára gamall en hann skoraði 39 mörk í 87 leikjum með þýska liðinu.

Sesko er enn ein viðbótin í framlínu United en félagið hafði áður keypt Bryan Mbeumo frá Brentford og Matheus Cunha frá Wolverhampton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×