Enski boltinn

Draumabyrjun Wrexham breyttist í mar­tröð í lokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Manning og félagar í Southampton björguðu öllum þremur stigunum í blálokin.
Ryan Manning og félagar í Southampton björguðu öllum þremur stigunum í blálokin. Getty/Dan Mullan/

Wrexham lék í dag sinn fyrsta leik í ensku b-deildinni á þessari leiktíð en velska liðið hefur farið upp um þrjár deildir á stuttum tíma.

Það stefndi líka í sigur Wrexham á útivelli á móti Southampton, liði sem lék í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Draumabyrjun breyttist hins vgar í martröð í lokin

Southampton tryggði sér sigur með tveimur mörkum í blálokin, það fyrra kom á 90. mínútu eða það síðara á sjöttu mínútu í uppbótatóma.

Josh Windass hafði komið Wrexham yfir úr vítaspyrnu strax á 22. mínútu.

Southampton var 75 prósent boltann og átti 26 skot gegn aðeins 9 og eitthvað varð að láta undan.

Mörkin komu þó ekki fyrr en alveg í lokin og þau skoruðu Ryan Manning og James McClean.

Wrexham var í E-deildinni tímabilið 2022-23 en hefur síðan farið upp um þrjár deildir á síðustu þremur tímabilum.

Þetta var jafnframt fyrsti leikur liðsins í ensku b-deildinni síðan vorið 1982 eða í rúm 43 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×