Fótbolti

Hákon gaf syni Dag­nýjar treyjuna sína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir með sonum sínum Brynjari Atla og Andreas Leó Ómarssonum eftir leik á Evrópumótinu í Sviss. Það eru ekki margar tveggja barna mæður sem komast á stórmót.
Dagný Brynjarsdóttir með sonum sínum Brynjari Atla og Andreas Leó Ómarssonum eftir leik á Evrópumótinu í Sviss. Það eru ekki margar tveggja barna mæður sem komast á stórmót. @dagnybrynjars

Landsliðsgóðsögnin Dagný Brynjarsdóttir var meðal áhorfenda á Ólympíuleikvanginum í gær þegar karlalið West Ham tók á móti franska liðinu Lille í æfingarleik. Dagný var mjög ánægð með íslenska landsliðsmanninn á vellinum eftir leikinn.

Dagný mætti á leikinn með eldri syni sínum Brynjari Atla sem er nýorðinn sjö ára gamall.

Brynjar mætti á leikinn í West Ham treyju en hann fékk aðra treyju í safnið eftir leikinn.

Lille og West Ham gerðu 1-1 jafntefli í leiknum en West Ham vann 5-4 í vítakeppni.

Brynjar Atli með Hákoni, leikmanni Lille, eftir leikinn.@dagnybrynjars

Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson leikur með Lille og hann kom færandi hendi eftir leik. Hákon skoraði í vítakeppninni og fann Íslendingana í stúkunni eftir leikinn.

Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína. Dagný birti mynd af Hákoni með stráknum sinum og svo af Brynjari Atla með Lille treyjuna merkt Haraldsson.

„MVP Hákon Haraldsson. Takk svo mikið,“ skrifaði Dagný með myndunum eins og sjá má hér fyrir ofan.

Dagný hefur skorað 38 mörk í 122 leikjum fyrir íslenska A-landsliðið en hún er í sjötta sæti yfir flesta leiki og í öðru sæti í mörkum.

Hinn 22 ára gamli Hákon Arnar Haraldsson er kominn með 3 mörk í 22 A-landsleikjum og er framtíðarlykilmaður karlalandsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×