Golf

Guð­rún Brá Ís­lands­meistari eftir spennandi umspil

Árni Jóhannsson skrifar
Guðrún Brá spilaði flott golf um helgina.
Guðrún Brá spilaði flott golf um helgina. gsimyndir.net

Guðrún Brá Björgvinsdóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitil kvenna í dag eftir umspil þegar mótinu lauk á Hvaleyrarvelli í dag. Hulda Clara Gestsdóttir hafði leitt með fimm höggum fyrir lokadaginn en eftir mjög slæma byrjun hennar fuðraði forskotið upp og eftir æsispennandi hring þurfti umspil til að skera úr um meistara.

Í umspilinu reyndist Guðrún Brá sterkari undir pressunni sem fylgir því að leik til úrslita um titilinn. Guðrún og Hulda urðu jafnar að lokum 18 eða sex höggum yfir pari og því þurfti að leika þrjár holur í viðbót til að skera úr um hvor þeirra yrði Íslandsmeistari.

Guðrún lék þessar þrjár holur betur og fyrir lokaholuna leiddi hún með þremur höggum og reyndist 18. holan formsatriði og Guðrún verðugur Íslandsmeistari.

Guðrún Brá var að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í fjórða skiptið. Þessi titill vannst á heimavelli en Guðrún spilar fyrir Golfklúbbinn Keili. Að auki þá jafnaði Guðrún árangur föður síns, Björgvin Sigurbergsso, sem einnig varð Íslandsmeistari fjórum sinnum, síðast árið 2000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×