Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Atli Ísleifsson skrifar 11. ágúst 2025 06:28 Anthony Albanese er forsætisráðherra Ástralíu. EPA Áströlsk stjórnvöld hyggjast viðurkenna sjálfstætt ríki Palesínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði. Þetta segir Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, en tilkynningin kemur í kjölfar sömu fyrirætlana stjórnvalda í Bretlandi, Frakklandi, Nýja-Sjálandi, Japan og Kanada. Albanese segir að áströlsk stjórnvöld hafi fengið loforð frá heimastjórn Palesínumanna, meðal annars um að afvopnast, að fram fari frjálsar þingkosningar og að palestínsk stjórnvöld haldi áfram að viðurkenna tilvist Ísraelsríkis. „Tveggja ríkja lausn er besta von mannkyns til að brjótast úr vítahring ofbeldis í Miðausturlöndum og binda enda á átökin, þjáninguna og hungursneyðina á Gasa,“ sagði Albanese fyrr í dag. Síaukinn þrýstingur BBC segir frá því að fulltrúar Ísraelsríkis, sem eru nú undir síauknum þrýstingi að binda enda á stríðsrekstur sinn í Palestínu, segi að með ákvörðun um að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínumanna sé verið að „umbuna hryðjuverk“. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínumanna hafa nú rúmlega 61 þúsund manns látið lífið frá upphafi stríðsreksturs Ísraelsmanna sem hófst í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas-liða í október 2023 þar sem 1.200 manns létu lífið og rúmlega 250 manns voru teknir í gíslingu. Þá segja fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins að fimm manns hafi látið lífið af völdum hungurs og næringarskorts síðan á laugardag og er heildarfjöldi þeirra sem hafi látist vegna hungursneyðarinnar kominn í 217. Án aðkomu Hamas Anthonu Albanese segir að Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, hafi fullvissað hann um að Hamas-samtökin muni ekki koma að framtíðarríki Palestínumanna. Slík fullvissa hafi áhrif á ákvörðun Ástralíustjórnar. „Nú er tækifæri og Ástralía mun vinna með alþjóðasamfélaginu að því að grípa það,“ segir Albanese. Ástralía Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Tveir fréttaritarar Al-Jazeera og þrír myndatökumenn voru drepnir í loftárás Ísraelshers í dag. Þeir dvöldu í tjaldi ætluðu fréttamönnum við Al-Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg. Ísraelsher segir annan blaðamannanna hafa verið Hamasliði. 10. ágúst 2025 23:00 Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal utanríkisráðherra átta landa sem hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar og hernám á Gasa er fordæmd. Kallað er eftir lausn allra gísla og að Hamas láti af stjórn Gasa. 10. ágúst 2025 14:02 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sjá meira
Þetta segir Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, en tilkynningin kemur í kjölfar sömu fyrirætlana stjórnvalda í Bretlandi, Frakklandi, Nýja-Sjálandi, Japan og Kanada. Albanese segir að áströlsk stjórnvöld hafi fengið loforð frá heimastjórn Palesínumanna, meðal annars um að afvopnast, að fram fari frjálsar þingkosningar og að palestínsk stjórnvöld haldi áfram að viðurkenna tilvist Ísraelsríkis. „Tveggja ríkja lausn er besta von mannkyns til að brjótast úr vítahring ofbeldis í Miðausturlöndum og binda enda á átökin, þjáninguna og hungursneyðina á Gasa,“ sagði Albanese fyrr í dag. Síaukinn þrýstingur BBC segir frá því að fulltrúar Ísraelsríkis, sem eru nú undir síauknum þrýstingi að binda enda á stríðsrekstur sinn í Palestínu, segi að með ákvörðun um að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínumanna sé verið að „umbuna hryðjuverk“. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínumanna hafa nú rúmlega 61 þúsund manns látið lífið frá upphafi stríðsreksturs Ísraelsmanna sem hófst í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas-liða í október 2023 þar sem 1.200 manns létu lífið og rúmlega 250 manns voru teknir í gíslingu. Þá segja fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins að fimm manns hafi látið lífið af völdum hungurs og næringarskorts síðan á laugardag og er heildarfjöldi þeirra sem hafi látist vegna hungursneyðarinnar kominn í 217. Án aðkomu Hamas Anthonu Albanese segir að Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, hafi fullvissað hann um að Hamas-samtökin muni ekki koma að framtíðarríki Palestínumanna. Slík fullvissa hafi áhrif á ákvörðun Ástralíustjórnar. „Nú er tækifæri og Ástralía mun vinna með alþjóðasamfélaginu að því að grípa það,“ segir Albanese.
Ástralía Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Tveir fréttaritarar Al-Jazeera og þrír myndatökumenn voru drepnir í loftárás Ísraelshers í dag. Þeir dvöldu í tjaldi ætluðu fréttamönnum við Al-Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg. Ísraelsher segir annan blaðamannanna hafa verið Hamasliði. 10. ágúst 2025 23:00 Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal utanríkisráðherra átta landa sem hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar og hernám á Gasa er fordæmd. Kallað er eftir lausn allra gísla og að Hamas láti af stjórn Gasa. 10. ágúst 2025 14:02 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sjá meira
Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Tveir fréttaritarar Al-Jazeera og þrír myndatökumenn voru drepnir í loftárás Ísraelshers í dag. Þeir dvöldu í tjaldi ætluðu fréttamönnum við Al-Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg. Ísraelsher segir annan blaðamannanna hafa verið Hamasliði. 10. ágúst 2025 23:00
Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal utanríkisráðherra átta landa sem hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar og hernám á Gasa er fordæmd. Kallað er eftir lausn allra gísla og að Hamas láti af stjórn Gasa. 10. ágúst 2025 14:02