Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar 11. ágúst 2025 10:30 Á síðustu tíu árum hafa um 30.000 Íslendingar hætt daglegri tóbaksneyslu. Sala á sígarettum hefur dregist saman um 45% og sala neftóbaks minnkað um 80%. Þessi þróun hefur átt sér stað samhliða aukinni notkun tóbakslausra nikótínvara - svo sem púða, tyggigúmmís og plástra. Með áframhaldandi stuðningi við þessa þróun gæti Ísland orðið fyrsta tóbakslausa landið í heiminum. Það ætti að vera skýrt markmið stjórnmálamanna og stjórnvalda að útrýma tóbaksnotkun. Lungnakrabbamein er algengasta krabbameinið hér á landi og tóbaksnotkun helsta orsökin. Að bregðast við þessari staðreynd krefst áræðinnar stefnu sem byggir á gögnum. En stefnuna vantar. Í greininni Hvar er tókbaksvarnastefna Íslands sem birtist Læknablaðinu á þessu ári kemur það skýrt fram: „Já, það er rétt að Ísland hefur ekki opinbera stefnu í tóbaksvörnum,“ segir Viðar Jensson hjá Embætti landlæknis, þegar Læknablaðið leitaði svara hjá embættinu. Nikótín og skaðaminnkun Nikótín eitt og sér veldur ekki krabbameini. Það hefur verið sýnt fram á að tóbakslausar nikótínvörur geti verið áhrifaríkt skref í átt að tóbaksleysi. Alþjóðlegar heilbrigðisstofnanir og krabbameinsfélög eru sammála um að áhættan af notkun slíkra vara sé margfalt minni en af tóbaki. Að takmarka bragðefni í þessum vörum og einungis leyfa mentol og tóbaksbragð, grefur undan þeirri skaðaminnkandi virkni. Bragðúrvalið er einmitt stór þáttur í því að fólk haldi sig við skaðminni valkosti. Fólk sem hætt hefur að reykja vill losna við tóbaksbragð — ekki halda því við. Með bragðbanni er verið að þrengja að valkostum sem virka. Aðgangur barna að nikótíni vegna skorts á eftirliti Enginn vill að börn noti nikótín. En lausnin er ekki að takmarka valkosti fullorðinna — heldur að tryggja aðgengi að vörunni sé aðeins fyrir fullorðna. Þar af leiðandi þarf að klára innleiðingu núgildandi laga, beita sektarákvæðum og setja upp öruggt, rafrænt aldursprófunarkerfi á sölustöðum. Þá þarf virkt eftirlit og samvinnu við atvinnurekendur. Í nágrannalöndum okkar hefur skaðaminnkun verið tekin upp sem stefna. Svíþjóð hefur til að mynda náð góðum árangri með opnum, ábyrgum aðgangi að tóbakslausum nikótínvörum. Við ættum að fylgja fordæmi þeirra, ekki taka skref afturábak með löggjöf sem gerir skaðaminnkandi valkosti óaðlaðandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur hvatt til hærri skatta á tóbak, en setur ekki fram slíka hvatningu fyrir tóbakslausar nikótínvörur. Það er í samræmi við þá stöðu sem við eigum einnig að taka: að líta á þessar vörur sem verkfæri í baráttunni gegn reykingum, ekki hluta af vandanum. Rökrétt stefna fyrir heilbrigðara samfélag Ef stefnan og markmiðið er tóbakslaust Ísland, þá verðum við að styðja leiðir sem virka. Það felur í sér að tryggja fjölbreyttan aðgang að tóbakslausum nikótínvörum fyrir fullorðna og beita markvissu eftirliti með sölu og aðgengi barna. Ef við viljum tóbakslaust Ísland er ábyrgðarlaust að flokka tóbak og tóbakslausar vörur saman undir sömu reglugerð. Slíkt mun aðeins snúa við þeirri jákvæðu þróun sem gögnin sýna að orðið hefur undanfarinn áratug. Mótum stefnu og styðjum fólk í að hætta að reykja með skynsömum og raunhæfum valkostum! Höfundur er framkvæmdastjóri Dufland heildsölu Heimildir: https://www.rivm.nl/bibliotheek/rapporten/2020-0152.pdf https://radio4.dk/podcasts/radio4-morgen/tirsdag-d-12-november-kl-6-7 https://www.bt.dk/debat/joachim-b-vrider-armen-om-paa-kraeftens-bekaempelse-hvorfor-siger-i-ikke-det- her?gaa_at=eafs&gaa_n=ASWzDAindYNKmHQhO6m- mT2LXG3z_EOKgsNS0xRxqRTLoYntQ7wjssHZDAV3&gaa_ts=6840432b&gaa_sig=lHqz9Hlf51YyI5Qf6aJ31moLqQAPeNoP1X2a8 2PI421liODVxdce-Q1Uk6TyWNmlZoGQ5l3gDC92RHfatHr5rg%3D%3D https://www.cancerresearchuk.org/about-cancer/causes-of-cancer/smoking-and-cancer/is-vaping-harmful https://www.nhs.uk/better-health/quit-smoking/ready-to-quit-smoking/vaping-to-quit-smoking/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/34034614/ httphttps://snusforumet.se/en/eu-tobacco-mortality-snus-a-major-factor-behind-swedens-low- rates/s://www.swedishmatch.com/Snus-and-health/Research-on-snus/Cancer/ https://pharmaceutical-journal.com/article/opinion/swedish-men-can-thank-snus-for-health https://nordicwelfare.org/publikationer/use-of-nicotine-products-among-youth-in-the-nordic-and-baltic-countries-an-overview/ Heimild: WHO – RÚV frétt 13. júlí 2025 https://www.laeknabladid.is/tolublod/2025/03/hvar-ertobaksvarnastefna-islands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nikótínpúðar Tóbak Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Á síðustu tíu árum hafa um 30.000 Íslendingar hætt daglegri tóbaksneyslu. Sala á sígarettum hefur dregist saman um 45% og sala neftóbaks minnkað um 80%. Þessi þróun hefur átt sér stað samhliða aukinni notkun tóbakslausra nikótínvara - svo sem púða, tyggigúmmís og plástra. Með áframhaldandi stuðningi við þessa þróun gæti Ísland orðið fyrsta tóbakslausa landið í heiminum. Það ætti að vera skýrt markmið stjórnmálamanna og stjórnvalda að útrýma tóbaksnotkun. Lungnakrabbamein er algengasta krabbameinið hér á landi og tóbaksnotkun helsta orsökin. Að bregðast við þessari staðreynd krefst áræðinnar stefnu sem byggir á gögnum. En stefnuna vantar. Í greininni Hvar er tókbaksvarnastefna Íslands sem birtist Læknablaðinu á þessu ári kemur það skýrt fram: „Já, það er rétt að Ísland hefur ekki opinbera stefnu í tóbaksvörnum,“ segir Viðar Jensson hjá Embætti landlæknis, þegar Læknablaðið leitaði svara hjá embættinu. Nikótín og skaðaminnkun Nikótín eitt og sér veldur ekki krabbameini. Það hefur verið sýnt fram á að tóbakslausar nikótínvörur geti verið áhrifaríkt skref í átt að tóbaksleysi. Alþjóðlegar heilbrigðisstofnanir og krabbameinsfélög eru sammála um að áhættan af notkun slíkra vara sé margfalt minni en af tóbaki. Að takmarka bragðefni í þessum vörum og einungis leyfa mentol og tóbaksbragð, grefur undan þeirri skaðaminnkandi virkni. Bragðúrvalið er einmitt stór þáttur í því að fólk haldi sig við skaðminni valkosti. Fólk sem hætt hefur að reykja vill losna við tóbaksbragð — ekki halda því við. Með bragðbanni er verið að þrengja að valkostum sem virka. Aðgangur barna að nikótíni vegna skorts á eftirliti Enginn vill að börn noti nikótín. En lausnin er ekki að takmarka valkosti fullorðinna — heldur að tryggja aðgengi að vörunni sé aðeins fyrir fullorðna. Þar af leiðandi þarf að klára innleiðingu núgildandi laga, beita sektarákvæðum og setja upp öruggt, rafrænt aldursprófunarkerfi á sölustöðum. Þá þarf virkt eftirlit og samvinnu við atvinnurekendur. Í nágrannalöndum okkar hefur skaðaminnkun verið tekin upp sem stefna. Svíþjóð hefur til að mynda náð góðum árangri með opnum, ábyrgum aðgangi að tóbakslausum nikótínvörum. Við ættum að fylgja fordæmi þeirra, ekki taka skref afturábak með löggjöf sem gerir skaðaminnkandi valkosti óaðlaðandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur hvatt til hærri skatta á tóbak, en setur ekki fram slíka hvatningu fyrir tóbakslausar nikótínvörur. Það er í samræmi við þá stöðu sem við eigum einnig að taka: að líta á þessar vörur sem verkfæri í baráttunni gegn reykingum, ekki hluta af vandanum. Rökrétt stefna fyrir heilbrigðara samfélag Ef stefnan og markmiðið er tóbakslaust Ísland, þá verðum við að styðja leiðir sem virka. Það felur í sér að tryggja fjölbreyttan aðgang að tóbakslausum nikótínvörum fyrir fullorðna og beita markvissu eftirliti með sölu og aðgengi barna. Ef við viljum tóbakslaust Ísland er ábyrgðarlaust að flokka tóbak og tóbakslausar vörur saman undir sömu reglugerð. Slíkt mun aðeins snúa við þeirri jákvæðu þróun sem gögnin sýna að orðið hefur undanfarinn áratug. Mótum stefnu og styðjum fólk í að hætta að reykja með skynsömum og raunhæfum valkostum! Höfundur er framkvæmdastjóri Dufland heildsölu Heimildir: https://www.rivm.nl/bibliotheek/rapporten/2020-0152.pdf https://radio4.dk/podcasts/radio4-morgen/tirsdag-d-12-november-kl-6-7 https://www.bt.dk/debat/joachim-b-vrider-armen-om-paa-kraeftens-bekaempelse-hvorfor-siger-i-ikke-det- her?gaa_at=eafs&gaa_n=ASWzDAindYNKmHQhO6m- mT2LXG3z_EOKgsNS0xRxqRTLoYntQ7wjssHZDAV3&gaa_ts=6840432b&gaa_sig=lHqz9Hlf51YyI5Qf6aJ31moLqQAPeNoP1X2a8 2PI421liODVxdce-Q1Uk6TyWNmlZoGQ5l3gDC92RHfatHr5rg%3D%3D https://www.cancerresearchuk.org/about-cancer/causes-of-cancer/smoking-and-cancer/is-vaping-harmful https://www.nhs.uk/better-health/quit-smoking/ready-to-quit-smoking/vaping-to-quit-smoking/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/34034614/ httphttps://snusforumet.se/en/eu-tobacco-mortality-snus-a-major-factor-behind-swedens-low- rates/s://www.swedishmatch.com/Snus-and-health/Research-on-snus/Cancer/ https://pharmaceutical-journal.com/article/opinion/swedish-men-can-thank-snus-for-health https://nordicwelfare.org/publikationer/use-of-nicotine-products-among-youth-in-the-nordic-and-baltic-countries-an-overview/ Heimild: WHO – RÚV frétt 13. júlí 2025 https://www.laeknabladid.is/tolublod/2025/03/hvar-ertobaksvarnastefna-islands
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar