Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs ITHG 22. ágúst 2025 09:08 Indriði Þröstur Gunnlaugsson, stofnandi ITHG Dental AI í stólnum hjá Kristínu Gígju Einarsdóttur, eiganda Tannvals en Tannval hefur fjárfest í hugbúnaðarkerfi ITHG Dental AI. Það er ekki langt síðan hugmyndin um að nýta gervigreind í tannlækningum þótti fjarlæg framtíðarsýn. En þróunin síðustu ár hefur fært þessa sýn inn í nútímann. Með lausnum eins og Oraxs frá íslenska fyrirtækinu ITHG Dental AI er orðið ljóst að gervigreindin er komin til að vera og að hún er þegar farin að breyta heilbrigðisgeiranum. Fyrirtækið býður nú almenningi í fyrsta sinn að taka þátt í uppbyggingu þess með því að kaupa hlut á frumstigum fjármögnunar í gegnum gegnsætt, einfalt og stafrænt ferli. „Oraxs er ekki ætlað að taka yfir störf tannlækna heldur vinna með þeim,“ segir Indriði Þröstur Gunnlaugsson, stofnandi ITHG Dental AI. Oraxs er alhliða kerfi sem sameinar í einu notendavænu umhverfi allt sem þarf til að reka nútímalega tannlæknastofu „Með því að nýta gervigreind, skýjalausnir og skoða raunverulegar þarfir tannlæknastofa í dag getum við aukið framleiðni, bætt þjónustu og lækkað kostnað. Á sama tíma og við gefum tannlæknum verkfæri til að einfalda vinnudaginn og veita betri þjónustu.“ Oraxs: Ný kynslóð hugbúnaðar fyrir tannlæknastofur Oraxs er alhliða kerfi sem sameinar í einu notendavænu umhverfi allt sem þarf til að reka nútímalega tannlæknastofu, þar með talið bókanir, sjúkraskrár, röntgengreiningu með gervigreind, reikningagerð, rekstrarskýrslur, lagerstýringu og app fyrir sjúklinga. Lausnin hefur verið þróuð í samstarfi við tannlækna og verður prófuð á íslenskum og erlendum tannlæknastofum fyrir útgáfu. Dmitry Torkin tannlæknir. „Fólk heldur oft að svona kerfi séu fyrst og fremst til að létta á tannlæknum en við byrjuðum á sjúklingnum,“ segir Dmitry Torkin, tannlæknir og eigandi stofunnar Tannlæknar Hafnargötu 91, Keflavík. Dmitry er einnig yfirmaður vöruþróunar og hluthafi í ITHG Dental AI. „Hvernig geta viðtökur, meðferðir og eftirfylgni orðið persónulegri, einfaldari og skilvirkari fyrir fólk? Það var spurningin sem við spurðum okkur. Lausnin auðveldar vissulega vinnu tannlækna en meginmarkmiðið er að bæta upplifun sjúklingsins frá fyrstu bókun til loka meðferðar.“ Nýtt fjármagn – ný nálgun Í stað þess að fara strax í hefðbundna fjármögnun frá sjóðum og stórum fjárfestum, hefur ITHG Dental AI valið að bjóða almenningi, fagfólki og fjárfestum að vera með frá byrjun. Fjárfestingarfyrirkomulagið hefur þegar vakið athygli fyrir nýbreytni og gæti orðið fordæmi fyrir önnur sprotafyrirtæki. „Við viljum að þeir sem trúa á verkefnið fái tækifæri til að verða hluti af því,“ segir Indriði. „Fyrstu fjárfestarnir verða ekki einungis hluthafar – þeir verða brautryðjendur nýrrar nálgunar á tannlæknaþjónustu.“ Fagfólk tekur frumkvæðið Kristín Gígja Einarsdóttir tannlæknir. Ein fyrsta fjárfestingin kom frá fagfólki í greininni, þeirra sem þekkja rekstur tannlæknastofa best. „Ég valdi að fjárfesta í Oraxs því þetta er kerfi sem raunverulega hefur í hyggju að koma til móts við þarfir og óskir okkar tannlækna,“ segir Kristín Gígja Einarsdóttir, tannlæknir og stofnandi Tannvals. „Lausnin mun einfalda rekstur, auka yfirsýn og bæta þjónustu – hún mun tala okkar tungumál.“ Áfram út í heim Lausnin er þegar komin í prófanir og stefnt er að fyrstu útgáfu í lok hausts / byrjun vetrar. Fyrirtækið er að opna skrifstofu í Raleigh, í Norður-Karólínu, og áformar innreið á Bandaríkjamarkað, Norðurlöndin og síðar Evrópu. „Við byrjum á Íslandi og Norðurlöndunum en síðan tekur við einn stærsti tannlæknamarkaður heims,“ segir Indriði. „Með Oraxs viljum við færa tannlæknum um allan heim sama tækifæri til að vinna með skilvirkari og öflugri hætti og nýta vinnudagana betur.“ Opið fyrir þátttöku - einfalt og rafrænt Fjárfestingarsíðan er komin í loftið. Þar er hægt að kynna sér verkefnið, skoða skilmála og ganga frá hlutabréfakaupum með rafrænum hætti. Hægt er að fjárfesta með íslenskum kennitölum, sem einstaklingur eða í gegnum fyrirtæki. Taktu þátt í að skapa framtíðina í tannlækningum – fjárfestu í Oraxs. Gervigreind Heilsa Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Greiðsluáskorun Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
Fyrirtækið býður nú almenningi í fyrsta sinn að taka þátt í uppbyggingu þess með því að kaupa hlut á frumstigum fjármögnunar í gegnum gegnsætt, einfalt og stafrænt ferli. „Oraxs er ekki ætlað að taka yfir störf tannlækna heldur vinna með þeim,“ segir Indriði Þröstur Gunnlaugsson, stofnandi ITHG Dental AI. Oraxs er alhliða kerfi sem sameinar í einu notendavænu umhverfi allt sem þarf til að reka nútímalega tannlæknastofu „Með því að nýta gervigreind, skýjalausnir og skoða raunverulegar þarfir tannlæknastofa í dag getum við aukið framleiðni, bætt þjónustu og lækkað kostnað. Á sama tíma og við gefum tannlæknum verkfæri til að einfalda vinnudaginn og veita betri þjónustu.“ Oraxs: Ný kynslóð hugbúnaðar fyrir tannlæknastofur Oraxs er alhliða kerfi sem sameinar í einu notendavænu umhverfi allt sem þarf til að reka nútímalega tannlæknastofu, þar með talið bókanir, sjúkraskrár, röntgengreiningu með gervigreind, reikningagerð, rekstrarskýrslur, lagerstýringu og app fyrir sjúklinga. Lausnin hefur verið þróuð í samstarfi við tannlækna og verður prófuð á íslenskum og erlendum tannlæknastofum fyrir útgáfu. Dmitry Torkin tannlæknir. „Fólk heldur oft að svona kerfi séu fyrst og fremst til að létta á tannlæknum en við byrjuðum á sjúklingnum,“ segir Dmitry Torkin, tannlæknir og eigandi stofunnar Tannlæknar Hafnargötu 91, Keflavík. Dmitry er einnig yfirmaður vöruþróunar og hluthafi í ITHG Dental AI. „Hvernig geta viðtökur, meðferðir og eftirfylgni orðið persónulegri, einfaldari og skilvirkari fyrir fólk? Það var spurningin sem við spurðum okkur. Lausnin auðveldar vissulega vinnu tannlækna en meginmarkmiðið er að bæta upplifun sjúklingsins frá fyrstu bókun til loka meðferðar.“ Nýtt fjármagn – ný nálgun Í stað þess að fara strax í hefðbundna fjármögnun frá sjóðum og stórum fjárfestum, hefur ITHG Dental AI valið að bjóða almenningi, fagfólki og fjárfestum að vera með frá byrjun. Fjárfestingarfyrirkomulagið hefur þegar vakið athygli fyrir nýbreytni og gæti orðið fordæmi fyrir önnur sprotafyrirtæki. „Við viljum að þeir sem trúa á verkefnið fái tækifæri til að verða hluti af því,“ segir Indriði. „Fyrstu fjárfestarnir verða ekki einungis hluthafar – þeir verða brautryðjendur nýrrar nálgunar á tannlæknaþjónustu.“ Fagfólk tekur frumkvæðið Kristín Gígja Einarsdóttir tannlæknir. Ein fyrsta fjárfestingin kom frá fagfólki í greininni, þeirra sem þekkja rekstur tannlæknastofa best. „Ég valdi að fjárfesta í Oraxs því þetta er kerfi sem raunverulega hefur í hyggju að koma til móts við þarfir og óskir okkar tannlækna,“ segir Kristín Gígja Einarsdóttir, tannlæknir og stofnandi Tannvals. „Lausnin mun einfalda rekstur, auka yfirsýn og bæta þjónustu – hún mun tala okkar tungumál.“ Áfram út í heim Lausnin er þegar komin í prófanir og stefnt er að fyrstu útgáfu í lok hausts / byrjun vetrar. Fyrirtækið er að opna skrifstofu í Raleigh, í Norður-Karólínu, og áformar innreið á Bandaríkjamarkað, Norðurlöndin og síðar Evrópu. „Við byrjum á Íslandi og Norðurlöndunum en síðan tekur við einn stærsti tannlæknamarkaður heims,“ segir Indriði. „Með Oraxs viljum við færa tannlæknum um allan heim sama tækifæri til að vinna með skilvirkari og öflugri hætti og nýta vinnudagana betur.“ Opið fyrir þátttöku - einfalt og rafrænt Fjárfestingarsíðan er komin í loftið. Þar er hægt að kynna sér verkefnið, skoða skilmála og ganga frá hlutabréfakaupum með rafrænum hætti. Hægt er að fjárfesta með íslenskum kennitölum, sem einstaklingur eða í gegnum fyrirtæki. Taktu þátt í að skapa framtíðina í tannlækningum – fjárfestu í Oraxs.
Gervigreind Heilsa Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Greiðsluáskorun Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira