Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Agnar Már Másson skrifar 11. ágúst 2025 16:59 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, segir að stjórnvöld verði að stíga harðar fram. Vísir/Samsett Blaðamannafélag Íslands fordæmir dráp Ísraelshers á blaðamönnum á Gasaströndinni og sakar Ísraelsmenn um þjóðarmorð. Félagið vill að ríkisstjórn Íslands sýni dug og beiti sér af öllu afli á alþjóðavettvangi fyrir mannréttindum. Ísraelsher drap í gær fimm blaðamenn sem voru við störf hjá fréttamiðlinum Al-Jazeera fyrir utan al-Shifa sjúkrahúsið í Gasaborg, þar á meðal Anas al-Sharif. Blaðamannafélag Íslands (BÍ) sendi í dag bréf til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra þar sem kallað var eftir því að íslensk stjórnvöld stígi harðar fram gegn aðgerðum Ísraels gegn almenningi og blaðamönnum á Gasaströndinni og sýni frumkvæði og dug í baráttunni fyrir mannréttindum, alþjóðalögum og sannleikanum. Í bréfinu, sem er undirritað af formanni félagsins, Sigríði Dögg Auðunsdóttur, fordæmir BÍ harðlega morð Ísraelshers á blaðamönnum á Gasa, þar sem stjórnvöld í Ísrael hafi opinberlega viðurkennt að hafa viljandi beint árásum sínum að blaðamönnum. Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas fyrir stríð Ísraelsmenn héldu því fram í gær að al-Sharif hefði farið fyrir vígasveit Hamasliða en herinn hefur ekki rökstutt það með nokkrum hætti annað en að staðhæfa að þeir byggju yfir „óyggjandi gögnum“ sem sýni fram á að hann hafi verð útsendari Hamas. Samkvæmt BBC hafa fulltrúar hersins einnig bent á skjáskot af töflureikni sem þeir vilja meina að útlisti útsendara Hamas á Norður-Gasa en ríkismiðlinum hefur ekki tekist að sannreyna gögnin. Sigríður bendir á að al-Sharif hafi verið einn af fáum blaðamönnum sem miðluðu fréttum beint af vettvangi stríðsins enda hafi stjórnvöld í Ísrael neitað kerfisbundið alþjóðlegum fjölmiðlum um óháðan aðgang að Gasa. Þannig hafi Ísrael reynt að koma í veg fyrir að almenningur og alþjóðasamfélagið fái réttar og sannar upplýsingar um það sem þar er í gangi. Sigríður segir morðin á blaðamönnunum nýjasta dæmið um skipulagðar árásir Ísraelshers á þá blaðamenn sem hætta lífi sínu til að upplýsa umheiminn um framferði Ísraelshers gegn Gasabúum. Hún bendir á að hið minnsta 186 blaðamenn hafi verið drepnir á Gasa frá 7. október 2023, samkvæmt upplýsingum frá samtökunum Committee to Protect Journalists (CPJ). „Þjóðarmorð“ „Á sama tíma og Ísraelsher myrðir palestínska blaðamenn sem flytja fréttir frá Gaza og ísraelsk stjórnvöld koma í veg fyrir að erlendir blaðamenn og fréttamiðlar fái aðgang að vettvangi, fremja Ísraelsmenn þjóðarmorð á Palestínumönnum.“ Þá segir formaður blaðamannafélagsins að stjórnvöld beiti meðal annars hungri sem vopni sem valdi því að tugþúsundir barna og fullorðinna þjáist af vannæringu og margir hafi jafnvel látið lífið. Þrátt fyrir fjölmiðlabann Ísraelsmanna hafi ljósmyndir af vannærðum börnum og hungruðu fólki í biðröðum eftir matvælum frá hjálparstofnunum birst í erlendum og alþjóðlegum fréttamiðlum og vakið athygli heimsbyggðarinnar á þeim hryllingi sem Gasabúar búi við. Það sýni mikilvægi þess að blaðaljósmyndarar og aðrir fréttamenn fái aðgang að svæðinu til þess að geta milliliðalaust miðlað upplýsingum til almennings. „Meðal þeirra sem svelta á Gaza eru palestínskir blaðamenn sem eru einu blaðamennirnir sem hafa tækifæri til að miðla áfram staðreyndum og sönnunum á stríðsglæpum og mannréttindabrotum Ísraels,“ skrifar Sigríður. Sigríður segir BÍ fagna því að íslensk stjórnvöld hafi ásamt sjö öðrum ríkjum fordæmt þá ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar sem muni leiða til þess að mannúðarkrísan, sem er ein sú alvarlegasta á síðari tímum, muni versna enn frekar. „BÍ vill þó að íslensk stjórnvöld gangi skrefinu lengra og beiti sér af alefli á alþjóðavettvangi, innan Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðsins og víðar, með það að markmiði að alþjóðasamfélagið „grípi til tafarlausra aðgerða til að stöðva þjóðarmorð á Gasa, skipulögð morð á blaðamönnum og tryggja vernd óbreyttra borgara.“ BÍ hvetur stjórnvöld enn fremur til að fordæma opinberlega skipulögð morð á blaðamönnum og krefjast óháðrar, alþjóðlegrar rannsóknar á öllum drápum Ísraelshers á blaðamönnum. Aukinheldur þurfi að knýja á um tafarlausa afléttingu á aðgangsbanni erlendra blaðamanna að svæðinu og tryggja öryggi þeirra og óhindraðan aðgang fréttamiðla að vettvangi. Þá sé nauðsynlegt að tryggja öryggi palestínskra blaðamanna á vettvangi og veita þeim stuðning og skjól. „BÍ kallar eftir því að íslensk stjórnvöld sýni frumkvæði og dug í baráttunni fyrir mannréttindum, alþjóðalögum og sannleikanum.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Fjölmiðlar Palestína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Ísraelsher drap í gær fimm blaðamenn sem voru við störf hjá fréttamiðlinum Al-Jazeera fyrir utan al-Shifa sjúkrahúsið í Gasaborg, þar á meðal Anas al-Sharif. Blaðamannafélag Íslands (BÍ) sendi í dag bréf til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra þar sem kallað var eftir því að íslensk stjórnvöld stígi harðar fram gegn aðgerðum Ísraels gegn almenningi og blaðamönnum á Gasaströndinni og sýni frumkvæði og dug í baráttunni fyrir mannréttindum, alþjóðalögum og sannleikanum. Í bréfinu, sem er undirritað af formanni félagsins, Sigríði Dögg Auðunsdóttur, fordæmir BÍ harðlega morð Ísraelshers á blaðamönnum á Gasa, þar sem stjórnvöld í Ísrael hafi opinberlega viðurkennt að hafa viljandi beint árásum sínum að blaðamönnum. Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas fyrir stríð Ísraelsmenn héldu því fram í gær að al-Sharif hefði farið fyrir vígasveit Hamasliða en herinn hefur ekki rökstutt það með nokkrum hætti annað en að staðhæfa að þeir byggju yfir „óyggjandi gögnum“ sem sýni fram á að hann hafi verð útsendari Hamas. Samkvæmt BBC hafa fulltrúar hersins einnig bent á skjáskot af töflureikni sem þeir vilja meina að útlisti útsendara Hamas á Norður-Gasa en ríkismiðlinum hefur ekki tekist að sannreyna gögnin. Sigríður bendir á að al-Sharif hafi verið einn af fáum blaðamönnum sem miðluðu fréttum beint af vettvangi stríðsins enda hafi stjórnvöld í Ísrael neitað kerfisbundið alþjóðlegum fjölmiðlum um óháðan aðgang að Gasa. Þannig hafi Ísrael reynt að koma í veg fyrir að almenningur og alþjóðasamfélagið fái réttar og sannar upplýsingar um það sem þar er í gangi. Sigríður segir morðin á blaðamönnunum nýjasta dæmið um skipulagðar árásir Ísraelshers á þá blaðamenn sem hætta lífi sínu til að upplýsa umheiminn um framferði Ísraelshers gegn Gasabúum. Hún bendir á að hið minnsta 186 blaðamenn hafi verið drepnir á Gasa frá 7. október 2023, samkvæmt upplýsingum frá samtökunum Committee to Protect Journalists (CPJ). „Þjóðarmorð“ „Á sama tíma og Ísraelsher myrðir palestínska blaðamenn sem flytja fréttir frá Gaza og ísraelsk stjórnvöld koma í veg fyrir að erlendir blaðamenn og fréttamiðlar fái aðgang að vettvangi, fremja Ísraelsmenn þjóðarmorð á Palestínumönnum.“ Þá segir formaður blaðamannafélagsins að stjórnvöld beiti meðal annars hungri sem vopni sem valdi því að tugþúsundir barna og fullorðinna þjáist af vannæringu og margir hafi jafnvel látið lífið. Þrátt fyrir fjölmiðlabann Ísraelsmanna hafi ljósmyndir af vannærðum börnum og hungruðu fólki í biðröðum eftir matvælum frá hjálparstofnunum birst í erlendum og alþjóðlegum fréttamiðlum og vakið athygli heimsbyggðarinnar á þeim hryllingi sem Gasabúar búi við. Það sýni mikilvægi þess að blaðaljósmyndarar og aðrir fréttamenn fái aðgang að svæðinu til þess að geta milliliðalaust miðlað upplýsingum til almennings. „Meðal þeirra sem svelta á Gaza eru palestínskir blaðamenn sem eru einu blaðamennirnir sem hafa tækifæri til að miðla áfram staðreyndum og sönnunum á stríðsglæpum og mannréttindabrotum Ísraels,“ skrifar Sigríður. Sigríður segir BÍ fagna því að íslensk stjórnvöld hafi ásamt sjö öðrum ríkjum fordæmt þá ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar sem muni leiða til þess að mannúðarkrísan, sem er ein sú alvarlegasta á síðari tímum, muni versna enn frekar. „BÍ vill þó að íslensk stjórnvöld gangi skrefinu lengra og beiti sér af alefli á alþjóðavettvangi, innan Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðsins og víðar, með það að markmiði að alþjóðasamfélagið „grípi til tafarlausra aðgerða til að stöðva þjóðarmorð á Gasa, skipulögð morð á blaðamönnum og tryggja vernd óbreyttra borgara.“ BÍ hvetur stjórnvöld enn fremur til að fordæma opinberlega skipulögð morð á blaðamönnum og krefjast óháðrar, alþjóðlegrar rannsóknar á öllum drápum Ísraelshers á blaðamönnum. Aukinheldur þurfi að knýja á um tafarlausa afléttingu á aðgangsbanni erlendra blaðamanna að svæðinu og tryggja öryggi þeirra og óhindraðan aðgang fréttamiðla að vettvangi. Þá sé nauðsynlegt að tryggja öryggi palestínskra blaðamanna á vettvangi og veita þeim stuðning og skjól. „BÍ kallar eftir því að íslensk stjórnvöld sýni frumkvæði og dug í baráttunni fyrir mannréttindum, alþjóðalögum og sannleikanum.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Fjölmiðlar Palestína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira