Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar 13. ágúst 2025 09:02 Á hverju ári eftir Gleðigöngunni kemur upp spurningin „á BDSM fólk heima í göngunni?“ Í kjölfarið skapast gjarnan umræður þar sem BDSM er smættað niður í þrönga skilgreiningu sem einblínir á þær athafnir sem BDSM fólk gerir en skautar alveg fram hjá mögulegum vangaveltum um af hverju BDSM fólk gerir þessar athafnir og upplifun einstaklinga sem skilgreina sig sem BDSM hneigða er alfarið afskráð. Þessi afstaða byggir á misskilningi um að hinseginleiki geti aðeins verið kynhneigð eða kynvitund sem samfélagið samþykkir en raunveruleikinn er sá að hinseginleiki er víðari, róttækari og pólitískari en það. Hugtakið hinsegin nær yfir allt sem brýtur upp ríkjandi norm um kyn, kynhneigð, kynverund og tengsl. BDSM í gruninn snýst um óhefðbundin sambönd, valdaskipti, kynferðislega tjáningu og fjölbreytta nálgun á nánd og sjálfsmynd. Fyrir marga er BDSM mikilvæg sjálfstjáning og hluti af því hvernig fólk skilgreina sig sem einstaklinga fyrir utan hið hefðbundna. Það er með öðrum orðum að vera hinsegin. BDSM fólk hefur staðið í sinni réttindabaráttu líkt og aðrir hinsegin hópar. Við höfum þurft að berjast gegn sjúkdómsvæðingu og stimplun, gegn því að samþykkt kynferðisleg hegðun sé gerð refsiverð eða að fólk eigi ekki í hættu við að BDSM iðkun þeirra sé notuð gegn þeim í forræðisdeilum eða á atvinnu markaði. Landlæknir tók mikilvægt skref árið 2015 með því að afnema BDSM-hneigðir úr sjúkdómaskrá sem loks viðurkennir að fjölbreytni í kynverund og samböndum er ekki afbrigðileg, heldur mannleg. Gleðigangan sýnir fram á þessa fjölbreytni, hún stillir sér ekki upp með þeim sem ákveða hvað telst „viðeigandi“ hinseginleiki. Hún stendur með þeim sem hafa þurft að berjast fyrir tilverurétt sínum, líka þegar það fer út fyrir ramma þess sem samfélagið þykist geta samþykkt. BDSM er hinseginleiki. Ekki sem aukaatriði heldur sem sjálfstæð, gild og nauðsynleg rödd innan regnbogans. Höfundur er formaður BDSM á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Á hverju ári eftir Gleðigöngunni kemur upp spurningin „á BDSM fólk heima í göngunni?“ Í kjölfarið skapast gjarnan umræður þar sem BDSM er smættað niður í þrönga skilgreiningu sem einblínir á þær athafnir sem BDSM fólk gerir en skautar alveg fram hjá mögulegum vangaveltum um af hverju BDSM fólk gerir þessar athafnir og upplifun einstaklinga sem skilgreina sig sem BDSM hneigða er alfarið afskráð. Þessi afstaða byggir á misskilningi um að hinseginleiki geti aðeins verið kynhneigð eða kynvitund sem samfélagið samþykkir en raunveruleikinn er sá að hinseginleiki er víðari, róttækari og pólitískari en það. Hugtakið hinsegin nær yfir allt sem brýtur upp ríkjandi norm um kyn, kynhneigð, kynverund og tengsl. BDSM í gruninn snýst um óhefðbundin sambönd, valdaskipti, kynferðislega tjáningu og fjölbreytta nálgun á nánd og sjálfsmynd. Fyrir marga er BDSM mikilvæg sjálfstjáning og hluti af því hvernig fólk skilgreina sig sem einstaklinga fyrir utan hið hefðbundna. Það er með öðrum orðum að vera hinsegin. BDSM fólk hefur staðið í sinni réttindabaráttu líkt og aðrir hinsegin hópar. Við höfum þurft að berjast gegn sjúkdómsvæðingu og stimplun, gegn því að samþykkt kynferðisleg hegðun sé gerð refsiverð eða að fólk eigi ekki í hættu við að BDSM iðkun þeirra sé notuð gegn þeim í forræðisdeilum eða á atvinnu markaði. Landlæknir tók mikilvægt skref árið 2015 með því að afnema BDSM-hneigðir úr sjúkdómaskrá sem loks viðurkennir að fjölbreytni í kynverund og samböndum er ekki afbrigðileg, heldur mannleg. Gleðigangan sýnir fram á þessa fjölbreytni, hún stillir sér ekki upp með þeim sem ákveða hvað telst „viðeigandi“ hinseginleiki. Hún stendur með þeim sem hafa þurft að berjast fyrir tilverurétt sínum, líka þegar það fer út fyrir ramma þess sem samfélagið þykist geta samþykkt. BDSM er hinseginleiki. Ekki sem aukaatriði heldur sem sjálfstæð, gild og nauðsynleg rödd innan regnbogans. Höfundur er formaður BDSM á Íslandi.
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar