Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Atli Ísleifsson skrifar 13. ágúst 2025 07:31 Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínumanna hafa nú rúmlega 61 þúsund manns látið lífið frá upphafi stríðsreksturs Ísraelsmanna sem hófst í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas-liða í október 2023. EPA Nær 42 prósent þeirra sem taka afstöðu telja að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira þegar kemur að ástandinu á Gasasvæðinu. Ríflega 35 prósent telja þau vera að beita sér nægilega og tæplega 23 prósent telja að þau ættu að beita sér minna. Einn af hverjum tíu tók ekki afstöðu. Þetta er niðurstaða Þjóðarpúls Gallup Þar sem spurt var hver af eftirfarandi fullyrðingum væri næst skoðun viðkomandi: Ég tel að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira þegar kemur að ástandinu á Gaza svæðinu Ég tel að íslensk stjórnvöld séu að beita sér nægilega þegar kemur að ástandinu á Gaza svæðinu Ég tel að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér minna þegar kemur að ástandinu á Gaza svæðinu Í tilkynningu frá Gallup segir að fólk undir fimmtugu telji frekar en eldra fólk að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira þegar kemur að ástandinu á Gasasvæðinu á meðan fólk yfir fimmtugu telji frekar að þau séu að beita sér nægilega mikið. „Íbúar höfuðborgarsvæðisins telja frekar en íbúar landsbyggðarinnar að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira á meðan íbúar landsbyggðarinnar telja frekar en höfuðborgarbúar að þau ættu að beita sér minna. Fólk með háskólapróf er líklegra en fólk með minni menntun til að telja að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira varðandi ástandið á Gaza. Þau sem kysu annan flokk en þá sem eiga sæti á þingi ef kosið yrði til Alþingis í dag telja helst að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira varðandi málefni Gaza á meðan þau sem kysu Miðflokkinn telja helst að þau ættu að beita sér minna. Meirihluti þeirra sem styðja ríkisstjórnina telur að stjórnvöld ættu að beita sér meira, eða 52% á móti einungis 9% sem telja að þau ættu að beita sér minna. Þessu er öfugt farið hjá þeim sem styðja ekki ríkisstjórnina en 47% þeirra telja að stjórnvöld ættu að beita sér minna á móti 22% þeirra sem telja að þau ættu að beita sér meira,“ segir í tilkynningunni. Gallup Um var að ræða netkönnun Gallup sem gerð var dagana 30. júlí til 10. ágúst 2025. Heildarúrtaksstærð var 1.745 og þátttökuhlutfall var 45,8 prósent. Skoðanakannanir Utanríkismál Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Þetta er niðurstaða Þjóðarpúls Gallup Þar sem spurt var hver af eftirfarandi fullyrðingum væri næst skoðun viðkomandi: Ég tel að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira þegar kemur að ástandinu á Gaza svæðinu Ég tel að íslensk stjórnvöld séu að beita sér nægilega þegar kemur að ástandinu á Gaza svæðinu Ég tel að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér minna þegar kemur að ástandinu á Gaza svæðinu Í tilkynningu frá Gallup segir að fólk undir fimmtugu telji frekar en eldra fólk að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira þegar kemur að ástandinu á Gasasvæðinu á meðan fólk yfir fimmtugu telji frekar að þau séu að beita sér nægilega mikið. „Íbúar höfuðborgarsvæðisins telja frekar en íbúar landsbyggðarinnar að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira á meðan íbúar landsbyggðarinnar telja frekar en höfuðborgarbúar að þau ættu að beita sér minna. Fólk með háskólapróf er líklegra en fólk með minni menntun til að telja að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira varðandi ástandið á Gaza. Þau sem kysu annan flokk en þá sem eiga sæti á þingi ef kosið yrði til Alþingis í dag telja helst að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira varðandi málefni Gaza á meðan þau sem kysu Miðflokkinn telja helst að þau ættu að beita sér minna. Meirihluti þeirra sem styðja ríkisstjórnina telur að stjórnvöld ættu að beita sér meira, eða 52% á móti einungis 9% sem telja að þau ættu að beita sér minna. Þessu er öfugt farið hjá þeim sem styðja ekki ríkisstjórnina en 47% þeirra telja að stjórnvöld ættu að beita sér minna á móti 22% þeirra sem telja að þau ættu að beita sér meira,“ segir í tilkynningunni. Gallup Um var að ræða netkönnun Gallup sem gerð var dagana 30. júlí til 10. ágúst 2025. Heildarúrtaksstærð var 1.745 og þátttökuhlutfall var 45,8 prósent.
Skoðanakannanir Utanríkismál Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira