Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. ágúst 2025 22:10 Sigríður Mogensen er sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. Aukin viðskipti Íslendinga við bandarísk gervigreindarfyrirtæki gætu orðið lykillinn að því að fá bandaríska tolla á íslenskar vörur fellda niður eða lækkaða. Þetta segir sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, sem kallar eftir því að stjórnvöld skipi sérstaka sendinefnd með fulltrúum einkageirans og hins opinbera, til að semja við Bandaríkjastjórn. Fimmtán prósenta tollar á vörur fluttar frá Íslandi til Bandaríkjanna tóku gildi á fimmtudag í síðustu viku, en ráðherrar hafa sagt til skoðunar hvernig hægt sé að bregðast við og ná samkomulagi við Bandaríkin um lækkun eða afnám tollanna. Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segir viðskiptatækifæri til staðar sem geti liðkað fyrir lækkun tollanna, sem hafi verið settir á vegna meints viðskiptahalla sem Bandaríkjamenn telji sér í óhag. Tækifærin felist meðal annars í möguleikanum á að íslensk gagnaver þjónusti bandarísk gervigreindarfyrirtæki í auknum mæli. Til að forsendur til aukinna viðskipta á þessu sviði skapist þurfi íslenskur iðnaður og stjórnvöld að snúa bökum saman. „Og Ísland hefur fram að færa græna raforku, ákjósanlegt loftslag fyrir vinnslu gervigreindar og annað. Þetta eru ekki nýjar hugmyndir. En núna þurfum við að hugsa út fyrir boxið og skoða hvort við getum mögulega tengt þessi tækifæri við fyrirhugaðar samningaviðræður, sem verða vonandi sem fyrst við Bandaríkjastjórn um hugsanlega lækkun tolla,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. Samtal við stjórnvöld sé hafið, en útfæra þurfi næstu skref. „Eitt af því sem við höfum kallað eftir í samtölum við stjórnvöld er að það verði jafnvel sett einhverskonar samninganefnd af stað, með aðilum úr einkageiranum og frá hinu opinbera. Þetta er bara risastórt hagsmunamál fyrir Ísland.“ Stjórnvöld þurfi að setja púður í að kortleggja tækifærin í þessum efnum og sjá hvað hægt sé að koma með að borðinu, nú þegar fjöldi ríkja bíði þess að ná samkomulagi við Bandaríkin um lækkun eða afnám tolla. „Þá gæti það mögulega þýtt að við komumst framar í röðina.“ Skattar og tollar Bandaríkin Gervigreind Efnahagsmál Tengdar fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Framkvæmdastjóri hjá íslensku eldisfyrirtæki segir samkeppnishæfni gagnvart öðrum löndum sem flytji fisk til Bandaríkjanna nánast horfna, vegna 15 prósenta tolla á íslenskan innflutning. Lönd með sambærilega starfsemi hafi fengið á sig lægri tolla. Ráðherrar skoða hvað hægt sé að gera og segja enn möguleika á samkomulagi. 12. ágúst 2025 21:01 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frjálsi lífeyrissjóðurinn sameinast LTFÍ Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Fimmtán prósenta tollar á vörur fluttar frá Íslandi til Bandaríkjanna tóku gildi á fimmtudag í síðustu viku, en ráðherrar hafa sagt til skoðunar hvernig hægt sé að bregðast við og ná samkomulagi við Bandaríkin um lækkun eða afnám tollanna. Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segir viðskiptatækifæri til staðar sem geti liðkað fyrir lækkun tollanna, sem hafi verið settir á vegna meints viðskiptahalla sem Bandaríkjamenn telji sér í óhag. Tækifærin felist meðal annars í möguleikanum á að íslensk gagnaver þjónusti bandarísk gervigreindarfyrirtæki í auknum mæli. Til að forsendur til aukinna viðskipta á þessu sviði skapist þurfi íslenskur iðnaður og stjórnvöld að snúa bökum saman. „Og Ísland hefur fram að færa græna raforku, ákjósanlegt loftslag fyrir vinnslu gervigreindar og annað. Þetta eru ekki nýjar hugmyndir. En núna þurfum við að hugsa út fyrir boxið og skoða hvort við getum mögulega tengt þessi tækifæri við fyrirhugaðar samningaviðræður, sem verða vonandi sem fyrst við Bandaríkjastjórn um hugsanlega lækkun tolla,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. Samtal við stjórnvöld sé hafið, en útfæra þurfi næstu skref. „Eitt af því sem við höfum kallað eftir í samtölum við stjórnvöld er að það verði jafnvel sett einhverskonar samninganefnd af stað, með aðilum úr einkageiranum og frá hinu opinbera. Þetta er bara risastórt hagsmunamál fyrir Ísland.“ Stjórnvöld þurfi að setja púður í að kortleggja tækifærin í þessum efnum og sjá hvað hægt sé að koma með að borðinu, nú þegar fjöldi ríkja bíði þess að ná samkomulagi við Bandaríkin um lækkun eða afnám tolla. „Þá gæti það mögulega þýtt að við komumst framar í röðina.“
Skattar og tollar Bandaríkin Gervigreind Efnahagsmál Tengdar fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Framkvæmdastjóri hjá íslensku eldisfyrirtæki segir samkeppnishæfni gagnvart öðrum löndum sem flytji fisk til Bandaríkjanna nánast horfna, vegna 15 prósenta tolla á íslenskan innflutning. Lönd með sambærilega starfsemi hafi fengið á sig lægri tolla. Ráðherrar skoða hvað hægt sé að gera og segja enn möguleika á samkomulagi. 12. ágúst 2025 21:01 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frjálsi lífeyrissjóðurinn sameinast LTFÍ Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Framkvæmdastjóri hjá íslensku eldisfyrirtæki segir samkeppnishæfni gagnvart öðrum löndum sem flytji fisk til Bandaríkjanna nánast horfna, vegna 15 prósenta tolla á íslenskan innflutning. Lönd með sambærilega starfsemi hafi fengið á sig lægri tolla. Ráðherrar skoða hvað hægt sé að gera og segja enn möguleika á samkomulagi. 12. ágúst 2025 21:01