Sárt tap gegn Dönum á HM Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2025 15:26 Ágúst Guðmundsson er markahæsti maður Íslands á HM. IHF Eftir hetjulega baráttu og að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik urðu strákarnir okkar í íslenska U19-landsliðinu í handbolta að játa sig sigraða gegn Dönum á HM í Egyptalandi í dag, 32-30. Íslensku strákarnir komu sér í 8-liða úrslitin með hádramatískum sigri gegn Spáni en urðu að lokum að játa sig sigraða gegn Dönum sem ekki hafa tapað leik á mótinu til þessa. Danmörk er nú þegar ríkjandi heimsmeistari A-landsliða og U21-landsliða, og freistar þess að fullkomna þrennuna í Egyptalandi. Ísland spilar hins vegar um 5.-8. sæti. Lengi vel leit þó út fyrir að Ísland næði að slá Dani út í dag og koma sér í undanúrslitin. Staðan var til að mynda 17-12 í hálfleik eftir frábæra byrjun íslenska liðsins sem komst meðal annars í 6-3 og 12-7. Leikhlé Dana virtist lítið hjálpa og munurinn var fimm mörk í hálfleik eins og fyrr segir. Í fyrsta sinn undir þegar þrettán mínútur voru eftir Danir komu hins vegar sterkari til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Ágúst Guðmundsson hjó á hnútinn fyrir íslenska liðið og jók muninn í 18-15 en áfram héldu Danir og minnkuðu muninn í eitt mark, 19-18, þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir. Íslenska liðið tók þá leikhlé og skoraði mark í kjölfarið en skömmu síðar voru Danir loks búnir að jafna og komast yfir, þegar enn voru þrettán mínútur eftir. Danir komust svo mest fimm mörkum yfir, 30-25, en Íslendingar neituðu að játa sig sigraða. Þeir skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í tvö mörk þegar enn var ein og hálf mínúta til leiksloka. Danir tóku þá leikhlé, skoruðu strax í kjölfarið og unnu að lokum sigur. Í keppni um fimmta til áttunda sæti Það verður því Danmörk sem spilar í undanúrslitum á morgun við sigurliðið úr leik Þýskalands og Ungverjalands. Ísland spilar hins vegar við tapliðið úr þeim leik og setur nú stefnuna á að ná 5. sæti mótsins. Ágúst Guðmundsson og Garðar Ingi Sindrason voru markahæstir Íslands í dag með átta mörk hvor og Dagur Árni Heimisson skoraði sex. Leikurinn var í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rDP_5Z_K07Y">watch on YouTube</a> Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira
Íslensku strákarnir komu sér í 8-liða úrslitin með hádramatískum sigri gegn Spáni en urðu að lokum að játa sig sigraða gegn Dönum sem ekki hafa tapað leik á mótinu til þessa. Danmörk er nú þegar ríkjandi heimsmeistari A-landsliða og U21-landsliða, og freistar þess að fullkomna þrennuna í Egyptalandi. Ísland spilar hins vegar um 5.-8. sæti. Lengi vel leit þó út fyrir að Ísland næði að slá Dani út í dag og koma sér í undanúrslitin. Staðan var til að mynda 17-12 í hálfleik eftir frábæra byrjun íslenska liðsins sem komst meðal annars í 6-3 og 12-7. Leikhlé Dana virtist lítið hjálpa og munurinn var fimm mörk í hálfleik eins og fyrr segir. Í fyrsta sinn undir þegar þrettán mínútur voru eftir Danir komu hins vegar sterkari til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Ágúst Guðmundsson hjó á hnútinn fyrir íslenska liðið og jók muninn í 18-15 en áfram héldu Danir og minnkuðu muninn í eitt mark, 19-18, þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir. Íslenska liðið tók þá leikhlé og skoraði mark í kjölfarið en skömmu síðar voru Danir loks búnir að jafna og komast yfir, þegar enn voru þrettán mínútur eftir. Danir komust svo mest fimm mörkum yfir, 30-25, en Íslendingar neituðu að játa sig sigraða. Þeir skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í tvö mörk þegar enn var ein og hálf mínúta til leiksloka. Danir tóku þá leikhlé, skoruðu strax í kjölfarið og unnu að lokum sigur. Í keppni um fimmta til áttunda sæti Það verður því Danmörk sem spilar í undanúrslitum á morgun við sigurliðið úr leik Þýskalands og Ungverjalands. Ísland spilar hins vegar við tapliðið úr þeim leik og setur nú stefnuna á að ná 5. sæti mótsins. Ágúst Guðmundsson og Garðar Ingi Sindrason voru markahæstir Íslands í dag með átta mörk hvor og Dagur Árni Heimisson skoraði sex. Leikurinn var í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rDP_5Z_K07Y">watch on YouTube</a>
Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira